Slæmt veður hefur haft áhrif á almenningssamgöngur víða um land. Strætó hætti að ganga á Akureyri í morgun en samkvæmt upplýsingum frá Strætisvögnum Akureyrar er akstur að hefjast aftur á einhverjum leiðum.

Hjá Strætó bs. hafa verið felldar niður ferðir á norður og vesturlandi og keyrir sem dæmi leið 57, sem á að fara alla leið til Akureyrar, ekki lengra en til Borgarness.