Al­manna­varnir munu fljót­lega opna þjónustu­mið­stöð fyrir íbúa á Seyðis­firði. Í henni verður séð um upp­lýsinga­gjöf um á­standið þar til al­mennings og þjónustu við þá sem hafa orðið fyrir tjóni í ham­förunum.

Í til­kynningu frá al­manna­vörnum og lög­reglu­stjóranum á Austur­landi þar sem farið er yfir daginn í dag á Seyðis­firði og Eski­firði er þetta tekið fram. Þar segir að sam­kvæmt lögum um al­manna­varnir sé ríkis­lög­reglu­stjóra heimilt að stofna tíma­bundið þjónustu­mið­stöð vegna til­tekinnar hættu eða hættu­á­stands.

Frá Seyðisfirði í gærkvöldi.
Fréttablaðið/Anton Brink

Verk­efni mið­stöðvarinnar felast sem fyrr segir meðal annar í upp­lýsinga­gjöf og þjónustu við þá sem orðið hafa fyrir tjóni eða beinum á­hrifum af hættunni.

Auk þess mun þjónustu­mið­stöðin annast sam­skipti fjöl­miðla í sam­starfi við hlutað­eig­andi yfir­völd og stofnanir vegna þeirra að­gerða sem gripið verður til á svæðinu hverju sinni.

Neyðar­stig al­manna­varna var fært niður í hættu­stig á Seyðis­firði í dag og var hættu­stigi á Eski­firði af­létt. Enn er ó­vissu­stig al­manna­vrna í gildi á öllu Austur­landi vegna skriðu­hættu. Í fyrra­málið klukkan 10 munu al­manna­varnir funda með við­bragðs­aðilum, veður­stofu og stofnunum um fram­haldið.