Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og em­bætti land­læknis boða til upp­lýsinga­fundar á morgun klukkan 11:00.

Á fundinum munu Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varnar­læknir, og Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna, fara yfir stöðu CO­VID-19 far­aldursins hér á landi.

Einnig verður Páll Matthías­son for­stjóri Land­spítalans á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Land­spítalanum vegna CO­VID-19.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á vef­síðu RÚV.

Í gær greindust 84 ein­staklingar hið minnsta innan­lands með Co­vid-19 en lík­legt er að sú tala muni hækka á morgun. 60 manns voru utan sótt­kvíar við greiningu. 1.376 manns eru nú í ein­angrun og 1.755 manns eru í sótt­kví.

Þór­ólfur Guðna­­son sótt­varna­læknir sagði í dag að að­­stæður bjóði ekki upp á til­slakanir á tak­­mörkunum og sótt­varnar­­reglum.

„Maður hefur smá á­hyggjur af þróuninni, það að við séum ekki að sjá neina hraða­­fækkun á til­­­fellum,“ sagði Þór­ólfur í sam­tali við Frétta­blaðið.