Alma Geirdal er látin. Hún lést í dag 41 árs að aldri eftir að hafa háð baráttu við brjóstakrabbamein frá árinu 2017. Alma lætur eftir sig eiginmann, þrjú börn og tvö stjúpbörn. Hún var umvafin sínum nánustu þegar hún kvaddi. Aðstandendur hennar tilkynntu þetta á Facebook-hópnum Alman vs cancer í kvöld.

Sem fyrr segir háði Alma baráttu við krabbamein. Hún greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2017 en meinið tók sig upp á ný árið 2019.

Alma talaði opinskátt um baráttu sína við meinið í Facebook-hópnum Alman vs cancer. Hún greindi frá því hvernig er að lifa með krabba­mein og sagði í mikilli ein­lægni frá því hversu erfið bar­áttan var.

Í viðtali við Mannlíf fyrr á þessu ári sagði hún frá því að hún hafi tekið rangt lyf í á­tján mánuði við krabba­meini sem hún var ekki með.