Innlent

​„Alltaf nóg af fulltrúum heilagleikans“​

Ögmundur Jónasson er ekki ánægður með birtingu Klausturupptakanna og spyr hvort allt það sem góðir menn segja um aðra, þoli dagsljósið.

Sexmenningarnir af Klaustri.

Ef við leggjum ekki heykvíslarnar fljótlega frá okkur þá er réttarríkið farið og í þess stað boðið upp á brauð og leika. Það eru ekki góð skipti.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, um Klausturupptökurnar. Hann líkir í færslu á heimasíðu sinni upptökunum við Stasi, austurþýsku leynilögregluna, sem fylgsthafi með hverju fótmáli þegnanna og stóð fyrir umfangsmiklum persónunjósnum. „Á endanum vissu þetta allir og þá var takmarkinu náð, nefnilega að halda öllum, samfélaginu öllu, í heljargreipum.“

Hann segir líka að kapítalisminn sé miklu duglegri snuðari um hagi einstaklinganna en útsendarar Stasi á síðustu öld. „Því fékk kristilegi demókratinn, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, að kynnast þegar á daginn kom að fulltrúar þeirra Clintons, Bush, Obamas og Trumps höfðu hlustað á hvert einasta orð af hennar vörum í síma hennar. Þetta var nú samt gert, svona ef á þyrfti að halda. Allur er varinn góður.

Ögmundur Jónasson segir að enginn hafi grætt á birtingu upptakanna. Fréttablaðið/Ernir

„Ögmundur spyr hvort hlusta megi á og vitna til alls sem fólk segir um annað fólk. Einhvers staðar eru þarna mörk. Ekki viljum við búa í Norður Kóreu.“

Hann segir að birting leyniskjala eigi oft rétt á sér, samanber birting Wikileaks á gögnum um herglæpi. 

Ögmundur efast hins vegar um að Klausturupptökurnar jafnist á við slíkar afhjúpanir. Þær hafi engu góðu skilað; hvorki þeim sem töluðu eða þeim sem um var talað. „En hvað með samfélagið almennt? Verður það betra fyrir vikið? Ég held ekki. Ákveðnir þættir kunna vissulega að eiga heima í fréttum, meint viðskipti með opinberar mannaráðningar nefni ég, en um það hefði mátt spyrja af öðru tilefni.“

Hann gagnrýnir einnig uppsetningu Borgarleikhússins á samtalinu, en fréttnæm ummæli voru lesin fyrir fullum sal af fólki. Hann segir að það minni óneitanlega á gapastokkinn. 

„Sagan kennir að fátt hafi verið vinsælla til skemmtihalds í tímans rás en opinber niðurlæging. Hámarkið var náttúrlega aftaka. Brauð og leikar í Róm, sveðja á háls í Saudi Arabíu. Slíkt tíðkast enn. Aldrei hefur reynst erfitt að finna böðla, alltaf nóg af fulltrúum heilagleikans. Klígjugjarnt getur verið að horfa á þá.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Innlent

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Innlent

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Auglýsing

Nýjast

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Segir Pelosi að fara varlega

Elsti maður heims látinn 113 ára

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Auglýsing