Flugu­veiði­­menn landsins er ef­­laust flesta farið að klæja í lófana af tilhlökkun eftir að komast aftur út í árnar til að reyna við fyrstu laxa sumarsins. Þá klæjar vonandi í hægri lófann en slíkt er auð­vitað fyrir­­­boði um gjöf, sem í þessu til­­­felli þýddi án efa góð veiði. Allt út­lit er ein­mitt fyrir að lax­veiðin í sumar verði með betra móti og hafa fyrstu laxarnir þegar sést í ám landsins.


Flestar lax­veiði­árnar opna nú í byrjun júní og geta flugu­veiði­­menn lax endur­­nýjað kynni sín við ís­­lenska laxinn eftir vetrar­langan og erfiðan að­skilnað. Nú þegar styttist í að veiðin byrji er ekki út­lit fyrir annað en að öll skil­yrði fyrir góðu veiði­­sumri upp­­­fyllist. Það er þó aldrei hægt að segja neitt með vissu þegar náttúran á í hlut.


Jón Helgi Björns­­son, for­­maður Lands­­sam­bands veiði­­fé­laga, segist í sam­tali við Frétta­blaðið samt ætla að gerast svo djarfur að spá góðri veiði í ár. „Það fór sterkur seiða­ár­­gangur út í fyrra og vorið var bara nokkuð gott um allt land,“ segir hann.

Nærðu þeim stóra í ár?
Nils Jörgensen

Sumarið í fyrra var afar lé­­legt og höfðu lax­veiði­­tölur sjaldan verið eins lé­­legar og þá. Miklum þurrkum og þar af leiðandi litlu vatni í ám landsins var þar helst um að kenna. En það má finna já­­kvæðar hliðar á flestu og það já­­kvæða við vatns­­­litlar ár landsins síðasta sumar er það að laxinn fékk meira næði til að hrygna. Hann er þannig tregur til að taka fluguna þegar vatn er lítið, veiddist þar af leiðandi minna og hrygndi í staðinn ó­­á­reittur. Því segir Jón gera ráð fyrir því að seiða­ár­­gangurinn sem fór í sjóinn í fyrra hafi verið mjög sterkur.


Sjórinn varð einnig nokkuð hlýr í kringum landið í fyrra og segir Jón að þessi skil­yrði séu góð fyrir seiða­ár­­ganginn. Því hafi ef­­laust nokkur fjöldi laxa komið í heiminn síðasta sumar og má búast við að þeir láti flestir sjá sig á fæðingar­­stöðum sínum, ís­­lenskum ám, á næstu mánuðum.


„Það hefur verið svoldið ein­­kenni undan­farið að hér koma mjög djúpar lægðir og svo fari veiðin mjög hratt upp aftur. Það verða svona öfgar, sem er dáldið erfitt að skýra beint,“ segir Jón. „En við höfum í raun fulla á­­stæðu til að ætla að það verði bara mjög góð veiði í sumar.“