Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021. Þá vekur athygli að fjármagn til heilbrigðismála eykst til muna.

Framlög til heilbrigðismála munu aukast á næsta ári um ríflega 15 milljarða króna að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Auk þessu verðu tveimur milljörðum varið í sérstaklega fjárfestingar innan heilbrigðiskerfisins.

Ríkisstjórnin mun verja sjö milljörðum í byggingu nýs Landspítala á næsta ári.

Sjö milljarðar í nýjan Landspítala

Framkvæmdir við Hringbraut halda áfram. Stærsta verkefnið verður uppsteypa meðferðarkjarna.
Fréttablaðið/Vilhelm

Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta: Helstu breytingar á fjárheimildum í sérhæfðri sjúkrahúsþjónustu varða byggingu nýs Landspítala, aukna fjárheimild vegna legudeildar Sjúkrahússins á Akureyri og undirbúning vegna viðbyggingar við endurhæfingardeild Landspítala Grensás. Til stendur að verja 206 milljónum í undirbúning byggingu húsnæðis fyrir legudeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 300 milljónum í undirbúning viðbyggingu við endurhæfingardeild Landspítala Grensási.

Markmið 1: Efla mönnun

 • Vinna úr niðurstöðum fjögurra vinnuhópa sem skiluðu tillögum að aðgerðum á árinu 2020
 • Vinna úr og fylgja eftir niðurstöðu átakshóps um of mikið álag á Landspítala
 • Halda áfram framkvæmdum við Hrigbraut. Stærsta verkefnið verður uppsteypa meðferðarkjarna.
 • Undirbúa byggingu húsnæðis fyrir legudeild á Sjúkrahúsinu á Akureyri
 • Undirbúa viðbyggingu við endurhæfingardeild Landspítala Grensási

Markmið 2: Sjúklingar fái heilbrigðisþjónustu á réttu þjónustustigi.

 • Efla fjölþætt úrræði fyrir sjúklinga utan sérgreinasjúkrahúsa

Markmið 3: Sjúklingar komist í skipulagðar valaðgerðir/liðaðgerðir innan ásættanlegs biðtíma miðað við viðmið embættis landlæknis.

 • Átaki haldið áfram á tilteknum valaðgerðum, svo sem liðaðgerðum, til að stytta biðtíma í samræmi við viðmið embættis landlæknis (Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Vesturlands).
Framkvæmdir til að efla aðgengi við sjúkrahúsið á Selfossi munu kosta 600 milljónir.

Almenn sjúkrahúsþjónusta: Til stendur að verja 720 milljónum til að efla aðgang sjúklinga að skilgreindri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu og styrkja innviði heilbrigðisstofnanna. Framkvæmdir til að efla aðgengi við sjúkrahúsið á Selfossi munu kosta 600 milljónir.

Markmið 1: Efla aðgang sjúklinga að skilgreindri sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á heilbrigðisstofnunum

 • Skilgreina og skýra verklag um samstarf heilbrigðisstofnana, Sjúkratrygginga Íslands og sérhæfðra sjúkrahúsa við veitingu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu
 • Skilgreina þjónustuviðmið um sjúkrarými á heilbrigðisstofnunum

Markmið 2: Auka aðgang sjúklinga að sérhæfðri líknar- og lífslokameðferð á heimili sínu

 • Miðlæg miðstöð um sérhæfða líknarþjónustu

Erlend sjúkrahúsþjónusta: Áætlað er að verja rúmlega þremur milljörðum í erlenda sjúkrahúsþjónustu, sem er 53 milljóna króna hækkun frá gildandi fjárlögum.

Sjúkratryggingar Íslands sjá um samningagerð við erlend sjúkrahús ásamt því að hafa milligöngu með greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu milli landa þar sem milliríkjasamningar gilda.

Græðsluþátttaka almennings lækkar

Fjárheimild fyrir sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun á næsta ári er áætluð 5.866 milljónir króna.
Fréttablaðið/Getty images

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa: Fjármagn til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, þ.e. til heilsugæslu, sjúkraþjálfunar, sjúkraflutninga, iðjuþjálfun, talfjálfun, sérfræðiþjónustu og hjúrkun, mun aukast um rúmlega tvo milljarða á næsta ári miðað við á þessu ári. Áætluð heildargjöld eru rúmir 60 milljarðar.

Aukið fjármagn fer í að lækka greiðsluþátttöku almennings, alls 800 milljónir króna.

Aukið fjármagn í heilsugæslu, sérfræðiþjónustu og hjúkrun, sjúkraþjálfun og sjúkraflutninga.

Helstu markmið í málaflokki heilsugæslunnar, þ.e. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, heilsugæslusviða heilbrigðisstofnana heilbrigðisumdæma og einkarekinna heilsugæslustöðva, verða að bæta aðgengi, auka aðgang að fjölbreytti geðheilbrigðisþjónustu og lækka tíðni sjúkdóma sem rekja má til lífshátta.

Markmið 1: Skilvirkari og aðgengilegri þjónusta fyrir sjúklinga sem leita til heilsugæslu.

 • Lækka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu og gera hana gagnsærri og skilvirkari
 • Byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í samræmi við þarfagreiningu
 • Stækka og endurbæta húsnæði heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ
 • Fjölga fagstéttum sem starfa í heilsugæslunni
 • Tilraunaverkefni um aukna þjónustu netspjalls Heilsuveru.is

Markmið 2: Aukinn aðgangur sjúklinga að fjölbreyttri geðheilbrigðisþjónustu.

 • Eftirfylgni geðheilsuteyma í samræmi við stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.

Markmið 3: Lækkun tíðni sjúkdóma sem rekja má til lífshátta.

 • Skimað verður fyrir krabbameini í leghálsi á heilsugæslustöðvum
 • Þverfagleg teymisvinna aukin í heilsugæslu sem m.a. sinni fræðslu til sjúklinga varðandi lífshætti og sjúkdóma tengda þeim. Innleiðing á heilsueflandi móttökum er hluti af því verkefni
Heildarfjárheimild fyrir sérfræðiþjónustu og hjúkrun hækkar um 144 milljónir króna á næsta ári
Fréttablaðið/Getty images

Sérfræðiþjónusta og hjúkrun: Heildarfjárheimild fyrir sérfræðiþjónustu og hjúkrun hækkar um 144 milljónir króna á næsta ári. Þessi starfsemi er í höndum sérgreinalækna, tannlækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og ljósmæðra

Markmið 1: Auka samskipti með fjarheilbrigðistækni í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

 • Þjónusta sérfræðilækna utan sjúkrahúsa verði endurskipulögð til að tryggja aðgang allra landsmanna að þjónustunni
 • Vinna áfram að framgangi átaksverkefnis um fjarheilbrigðisþjónustu

Markmið 2: Tryggja gott aðgengi sjúklinga að viðeigandi rannsóknaþjónustu.

 • Endurnýjun á myndgreiningartækjum á heilbrigðisstofnunum skv. þarfamati
 • Útboð á myndgreiningarþjónustu

Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun: Fjárheimild á næsta ári er áætluð 5.866 milljónir króna. og lækkar um 83,3 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 150 milljónir króna.

Heildarfjárheimild til sjúkraflutninga árið 2021 er áætluð 3.167,2 m.kr.
Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Sjúkraflutningar: Heildarfjárheimild hækkar um 32,5 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum.

Markmið 1: Skjótari viðbrögð við bráðaútköllum í dreifbýli.

 • Markmið 3: Aukin þjónusta á vettvangi

Markmið 2: Bættur faglegur stuðningur á vettvangi

 • Endurnýja sjúkrabifreiðar samkvæmt þarfamati
 • Endurskipuleggja bráðaþjónustu og sjúkraflutninga skv. tillögum starfshóps.

Markmið 3: Aukin þjónusta á vettvangi

 • Endurskipuleggja bráðaþjónustu og sjúkraflutninga skv. tillögum starfshóps

Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta: Heildargjöld málefnasviðs 25 hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu árið 2021 eru rúmir 62 milljarðar og aukast um tvo milljarða á föstu verðlagi fjárlaga 2020, eða sem svarar til 4,5 prósentum.

-Hjúkrunar-, dvalar- og dagdvalarrými

Markmið 1: Biðtími eftir hjúkrunarrýmum verði undir 90 dögum.

 • Ljúka við byggingu 60 hjúkrunarrýma í Árborg sem taka á í notkun 2021 og að halda áfram byggingu rýma sem taka á í notkun síðar.
 • Bæta framsetningu biðlista eftir hjúkrunarrýmum og verklag færni- og heilsumats til einföldunar fyrir notendur og skjólstæðinga.

Markmið 2: Auka aðgengi að dagdvalarþjónustu.

 • Unnið er að því að koma á fót sveigjanlegri dagdvöl á höfuðborgarsvæðinu og reiknað með að sú þjónusta verði hafin snemma árs 2021.

-Endurhæfingarþjónusta

Markmið 1: Efling endurhæfingar samkvæmt áherslum ráðherra í nýrri endurhæfingarstefnu

 • Efla endurhæfingarþjónustu

Vinna gegn misnotkun lyfja

Til stendur að hefja tilraunaverkefni á næsta ári um að auka lyfjafræðilega umsjá í lyfjabúðum

Lyf og lækningavörur: Áætluð heildargjöld eru 31,3 milljarðar sem er rúmlega 262 milljóna króna aukning frá fjárlögum 2020.

- Lyf

Markmið 1: Bætt geðheilsa með því að vinna gegn mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja.

 • Fylgja eftir frumvarpi til nýrra lyfjalaga. Vinna reglugerðir sem þeim tengjast.

Markmið 2: Aukin gæði. Bætt lyfjafræðileg umsjá og fækkun lyfjatengdra atvika.

 • Auka lyfjafræðilega umsjá í lyfjabúðum – tilraunaverkefni
 • Málþing um kynjamun í lyfjanotkun og leiðum til úrbóta
 • Innleiða miðlægt lyfjakort

- Hjálpartæki

Markmið 1: Einfalda aðgang fólks að hjálpartækjum.

 • Undirbúa endurskoðun á úthlutun hjálpartækja í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um hjálpartæki

Markmið 2: Auka þjálfun í notkun hjálpartækja ásamt eftirfylgd.

 • Tryggja að notendur hjálpartækja fái nauðsynlega þjálfun við notkun þeirra þannig að þau nýtist viðkomandi sem skyldi