Allt um COVID-19
Hér má nálgast allar upplýsingar um COVID-19 faraldurinn.

„Ekkert enn sem gefur okkur ástæðu til að vera skelfd“
Kári Stefánsson segir Íslenska erfðagreiningu fylgjast með nýja brasilíska afbrigðinu af kórónuveirunni sem hefur verið að greinast í Amazon-frumskóginum. Hann segir enga ástæðu til að óttast stökkbreytinguna enn.

Fimm innanlandssmit síðasta sólarhring

Skortur á öndunarvélum og heilbrigðisstarfsfólk uppgefið
Samkvæmt heilbrigðisstarfsfólki í héraðinu eiga fjölmargir eftir að deyja einfaldlega vegna skorts á öndunarvélum og starfsfólki. Uppgefnir heilbrigðisstarfsmenn eru að hjálpa sjúklingum að anda með handafli.

„Við erum með skýrt ákall frá sóttvarnalækni“

Enginn annar greinst eftir að smit kom upp á deildinni

Bretar loka á 16 ríki vegna nýs afbrigðis COVID-19

Íslendingar með minni áhyggjur vegna COVID-19

Segir hentistefnu ráða för við sóttvarnaraðgerðir á landamærum
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að bent hafi verið á að framvísun neikvæðs PCR-prófs vegna Covid-19 ætti að duga til að komast inn í landið, líkt og þegar er viðkvæðið í fjölmörgum Evrópulöndum. Því hafi iðulega verið hafnað sem raunhæfri lausn og því sæti furðu að sú lausn sé nú lagð til af sóttvarnayfirvöldum.

Kínverjar leggja stein í götu WHO

37 greinst með breska afbrigðið hér á landi

Fjórir greindust innanlands

Mikill áhugi á Helga Björns á Google
Samkomutakmarkanir settu mark sitt á að hverju var leitað á Google. Fjöldi leita að sumarbústöðum til leigu meira en tvöfaldaðist. Leit að óverðtryggðum lánum jókst um 169 prósent. Fjöldi leita tengdur utanlandsferðum, eins og Tenerife, féll skarpt á sama tíma.

Smitið líklega eldra og sóttkví aflétt á hjartadeild

„Þetta er ekki tími fyrir veislur“
Eflaust eru margir bjartsýnir og jákvæðir í ljósi tilslakana og bólusetninga. Kennsla á vorönn er hafin á öllum skólastigum og landsmenn geta nú kíkt í leikhús og hópatíma til að rækta bæði sál og líkama. En þetta er ekki tími til að fagna eða halda veislur að sögn Þórólfs.

Sex greindust innanlands

Fleiri smit hafa ekki greinst á hjartadeildinni

Kaþólska kirkjan opnar aftur fyrir helgarmessur

Útbúa sérstök bólusetningarvegabréf

Tvö innanlandssmit

Bóluefni AstraZenica í flýtimat hjá Lyfjastofnun Evrópu

Fyrstu skammtar af bóluefni Moderna komnir til landsins

Hlutabótaleiðin framlengd út maí

Úr rauðu yfir í appelsínugult ástand

Ekki vandamál að taka við fleirum í farsóttahúsin

Rannsókn vegna andláta þríþætt

Von á um 1.200 skömmtum frá Moderna á morgun

Þrjú smit innanlands og 17 á landamærum

Heimili Elísabetar læknis grýtt með eggjum

Útilokar ekki að takmarkanir verði hertar enn frekar

Fólk verði ekki skyldað í sýnatöku

Þrjú smit innanlands

Tvö smit á Austurlandi

Vill bólusetja fleiri frekar en spara seinni skammta

Sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir

Tíu ný smit innanlands

Enn eitt metið í sjúkraflutningum

Gurrý: „Bestu tíðindi sem ég hefði getað fengið“

Áhyggjur af fjölda smita á landamærum

Aðeins tvö smit innanlands síðasta sólarhringinn

Smit greinst í Vestmannaeyjum og á Vestfjörðum

„Ég vísa á bug öllum samsæriskenningum“

41 tilkynning um mögulegar aukaverkanir

Lyfjastofnun Evrópu mælir með bóluefni Moderna

Fyrstu skammtar væntanlegir til landsins í næstu viku

Fimm greindust innanlands: Aðeins tveir í sóttkví

Reglurnar séu þær sömu fyrir Trump

„Eins og Bretinn segir: Keep Calm and Carry On“
Fréttablaðið ræðir við Íslendinga búsetta í Bretlandi um útgöngubann sem tók gildi í gær.

Aldrei fleirum verið sagt upp í hópuppsögnum

Fimm manna samkomubann í Danmörku

Rannsaka fimm alvarleg tilvik vegna aukaverkana við bólusetningu
Tveir sérfróðir læknar á sviði öldrunar munu rannsaka fimm alvarleg tilvik, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega tengjast bólusetningu með bóluefni Pfizer. Embætti landlæknis segir ekkert benda til þess að beint orsakasamhengi sé þarna á milli eins og sakir standa.

Fimm þúsund skammtar frá Moderna fyrir mars

„Mig langar að bjóða sóttvarnarlækni á æfingu til mín“

Kallar eftir afritum bóluefnasamninga

Sendiherrann tekur þriðja útgöngubanninu með jafnaðargeði
Fréttablaðið ræddi við Sturlu Sigurjónsson, sendiherrann í Bretlandi, um hertar takmarkanir í Bretlandi. Íslendingar í Bretlandi taka þriðja útgöngubanninu með jafnaðargeði. Fáir Íslendingar hafa leitað leiðsagna sendiráðsins en þó hafa margir lent í vandræðum á flugvöllum.

„Enginn hefur dáið vegna bóluefnisins“

Fjórir greindust innanlands - allir í sóttkví

Treysta á Lyfjastofnun Evrópu til að tryggja öryggi

Netsala tvöfaldaðist hjá Origo

Þrjú dauðsföll í kjölfar bólusetningar hér á landi

Aflýsa opinberum kaþólskum messum um helgar

Mótmæltu lokunum með tómum bjórglösum

Sjö tilkynningar borist um aukaverkanir vegna bóluefnis Pfizer
Lyfjastofnun hefur fengið sjö tilkynningar um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónaveirunni. Af þeim var eitt talið alvarlegt en orsakasamband var þó óljóst.

Tíu innanlandssmit: Sjö í sóttkví

Kári segir athugasemd Bjarna um bóluefni tímabæra

„Fer í bunkann með hinum brotamálunum"

Hertar sóttvarnaaðgerðir í Noregi

Aftur of margir í messu í Landakotskirkju

Fjögur ný innanlandssmit - Allir í sóttkví

Bólusetning gengur best í Ísrael

Segir bóluefni Moderna fá leyfi á mánudag

Engin ný smit enda engin sýni tekin

Landsmenn bjartsýnir samkvæmt könnun

„Þetta var nú meira árið“

Þrjú innanlandssmit: Tveir í sóttkví

Saknar stemningarinnar á skrifstofunni

Mótefnapartý ekki leyfileg í kvöld

Þrjú ný innanlandssmit

Flest smit tengd fjölskyldum

Takmarkanir um jólin virðast hafa virkað

Undirrituðu samninga við Moderna og Pfizer

Lögregla skoðar myndefni við rannsókn á Ásmundarsal

Níu innanlandssmit: Sex í sóttkví

Þungunarrof löglegt í Argentínu

Bretar samþykkja bóluefni AstraZeneca

Tekjur Controlant fimmfaldist árið 2021
Erlendir fjárfestar sýna fyrirtækinu mikinn áhuga. Söfnuðu þremur og hálfum milljarði í hlutafé á árinu.

Aðeins einn með virkt smit á Landspítala

Ekki rétt að skylda fólk í bólusetningu

„Þessi áramót verða öðruvísi“

Stendur ekki til að mótefnamæla fyrir bólusetningu

„Á pari við að fara til tunglsins“

Fyrstu Íslendingarnir bólusettir

Dreifing bóluefnis hafin á landsbyggðinni

Yfir sextíu prósent tilfella eru af nýja afbrigðinu

Bjarni: „Ég brýt ekki sóttvarnalög“

Báðu Pfizer um stærri skammta fyrir Ísland

Ísland tryggir sér bóluefni fyrir 125 þúsund manns

Fyrsta bólusetningin verður í húsnæði Landlæknis

Myndband: Tekið við bóluefninu á flugvellinum

Segjast ekki hafa brotið reglur um fjöldatakmarkanir

Því fleiri bólusettir, því meiri tilslakanir

Þrjú innanlandssmit í gær

Bóluefnið komið til landsins

Enginn upplýsingafundur í dag

Bóluefnið kemur til landsins í dag

Trump samþykkir efnahagsaðgerðir þingsins

Vissi ekki að Þórólfur hefði haft samband við Pfizer

Um 150 í einangrun á aðfangadagskvöld

Bjarni var í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði

Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem stöðvað var af lögreglu
Lögreglan stöðvaði 40 til 50 manna samkvæmi í sal í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal gesta.

Ákæra skipstjórann fyrir brot á sjómannalögum

90 prósent aukning hjá Póstinum í desember

Mikilvægt að tilkynna allar mögulegar aukaverkanir

Tólf innanlandssmit: Þrír utan sóttkvíar

Trump neitar að samþykkja efnahagsaðgerðir þingsins

COVID-19 komið til Suðurskautslandsins

Ísland semur við Janssen

Sex innanlandssmit: Aðeins einn í sóttkví

Samningar við Janssen öruggir

Katrín snýr sér að leitinni

Bóluefni Pfizer fengið markaðsleyfi á Íslandi

Joe Biden bólusettur í beinni

Danir fá ekki að fara til Svíþjóðar

„Erum ekki verr stödd en aðrar þjóðir"

Framhaldsskólar geta hafið staðnám eftir áramót

Komið til móts við íþrótta- og æskulýðsstarf

„Nú er að hefjast nýr kafli hjá okkur“

Lyfjastofnun Evrópu mælir með bóluefni Pfizer

Sjö innanlandssmit: Fimm í sóttkví

Ná saman um efnahagsaðgerðir: „Hjálp er á leiðinni“

Víðir mætir á upplýsingafund dagsins

Loka á allar samgöngur frá Bretlandi

Fjöldi smita um helgina „áhyggjuefni“

13 greindust með covid í gær: Fimm utan sóttkvíar

Neitaði að nota grímu og réðst á starfsmann

Var meðal fyrstu Íslendinga til að fá bólusetningu: „Engin ástæða til að óttast“
Sindri Aron Viktorsson, íslenskur sérnámslæknir í almennum skurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Charlottesville, var á meðal fyrstu Íslendinga sem fengu bólusetningu fyrir kórónuveirunni. Hann segir sprautuna ekkert frábrugðna venjulegri inflúensubólusprautu.

„Tölur dagsins gefa manni ekki tilefni til bjartsýni“

13 greindust með COVID-19: 8 í sóttkví

Gert að merkja betur salerni

Víðir kominn aftur til vinnu

Mike Pence bólusettur í beinni

Blikur á lofti og óttast nýja bylgju í janúar

Tólf ný smit innanlands - átta í sóttkví
1.007 sýni voru tekin innanlands og 1.276 á landamærunum í gær.

Munu reyna að samþykkja bóluefni Moderna sem fyrst

Staðfest hverjir fá bóluefni fyrst á Íslandi

Norðmenn vonast til að fá bóluefni á aðfangadag

D-vítamín veiti ekki vernd gegn COVID-19

Náum ekki góðu hjarðónæmi fyrr en í lok 2021

Víðir kominn úr einangrun

Svona er staðan á komu bóluefna til landsins

Átta innanlandssmit: Sjö sóttkví

Macron með COVID-19

Fjögur veitingahús fengu tiltal vegna sóttvarna
Lögregla fór í sérstakt eftirlit með sóttvörnum vegna COVID-19 í gærkvöldi. Heimsótt voru á annan tug veitingahúsa í miðborg Reykjavíkur.

Fimm greindust innanlands — tveir í sóttkví

Mæla ekki með því að íbúar fari í jólaboð eða heimsóknir

Enginn í einangrun og sóttkví á Vestfjörðum

Opnunartími sundlauga lengdur um hátíðarnar

Svandís: Mikilvægast að ferli bólusetningar sé opið

Fáum færri skammta en gert var ráð fyrir

Segja Lyfjastofnun Evrópu veita leyfið 23. desember

Þrjú smit greindust innanlands

Bólusetning hafin víða í Kanada

Þjóðverjar þrýsta á ESB- vilja bóluefni fyrir jól

Þingmenn og ráðherrar fá 40 þúsund króna launahækkun

Erfitt að segja til um það hvers vegna fólk hlýðir ekki

Fjögur innanlandssmit: Allir í sóttkví

Embættismenn Hvíta hússins verði ekki bólusettir fyrr
Bandaríkin koma til með að hefja bólusetningar gegn COVID-19 í dag en meðal þeirra fyrstu sem verða bólusettir eru heilbrigðisstarfsmenn og aldraðir einstaklingar.

Þeir sem smitast núna verða í einangrun um jólin

Dreifing bóluefnis Pfizer er hafin

Almannavarnir kynna dularfulla jólavætti

Þjóðverjar í útgöngubanni um jólin

Sjö greindust með COVID-19 — Öll í sóttkví

Fimm greindust með COVID-19 í gær
Þrír voru í sóttkví við greiningu en tveir utan sóttkvíar.

WHO og Ítalir sökuð um að jarða skýrslu

Bóluefnið ekki fáanlegt fyrr en síðla næsta árs

Íbúar á Grensásvegi óttast að þeir smitist næst

Stendur ekki til að herða aðgerðir

Tólf innanlandssmit í gær - einn utan sóttkvíar

Tólf greindust innanlands í gær
Um er að ræða þreföldun á fjölda innanlandssmita milli daga en greint var frá fjórum nýjum tilfellum í gær.

Börn undir 15 ára helmingi ólíklegri til að smita aðra og smitast
Ný íslensk rannsókn frá DeCode sýnir að börn eru helmingi ólíklegri til að smitast en fullorðnir. Fjallað er um niðurstöðurnar í National Geographic.

Víðir kominn með lungnabólgu
Yfirlögregluþjónninn var kallaður inn á COVID-göngudeild Landspítalans á föstudag en hann dvelur nú heima í einangrun. Samstarfsfólk er farið að sakna hans og vonar að hann geti snúið aftur í vinnuna sem fyrst.

Viðvörunarkerfinu ekki ætlað að lýsa núverandi ástandi
Sitt sýnist hverjum um nýtt COVID-19 viðvörunarkerfi sem var tekið var í notkun fyrir tæpri viku. Sóttvarnalæknir segir að stefnt sé að því að aðlaga kerfið og taka mið af þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið.

Fjögur smit greindust innanlands — eitt utan sóttkvíar
Um er að ræða helmingi færri smit en síðustu tvo daga þegar greint var frá átta nýjum tilfellum.

Um 60 í sóttkví eftir smit hjá nemanda í Laugarnesskóla
55 nemendur og fjórir starfsmenn Laugarnesskóla eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í 1.bekk greindist með Covid-19. Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem að stór fjöldi nemenda fer í sóttkví í skólanum.

Átta greindust innanlands — sjö í sóttkví
Fjöldi virkra smita stendur í stað milli daga og hefur haldist nokkuð stöðugur í rúmar tvær vikur.

Furðar sig á því að fleiri megi vera í bíósal en Hallgrímskirkju
Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju kallar eftir því að tekið verði tillit til stærðar kirkju þegar fjöldatakmörk eru ákveðin. Sérstaklega núna stuttu fyrir jól.

Kári „skíthræddur“ við fjórðu bylgjuna
Kári Stefánsson segir að hann hefði haldið sóttvarnaaðgerðum óbreyttum og að það væri betra að halda í sér þar til bóluefnið er komið.

Bar að streyma fjarfundi bæjarstjórnar í Garðabæ beint
Sveitarstjórnarráðuneytið hefur tekið undir sjónarmið Garðbæings sem telur bæjaryfirvöld ekki hafa farið að lögum með því að streyma fjarfundi bæjarstjórnar ekki beint á vefnum.

Fjögur ljón með COVID-19 í Barcelona
Fjögur ljón hafa greinst með veiruna í Barcelona. Þau sýndu einhver einkenni og fengu lyf við þeim.

Katrín: „Lokaspretturinn er að hefjast“
Forsætisráðherra segir það ljóst að bólusetning mun hefjast á nýju ári á Íslandi og að óhætt sé að horfa til næsta árs með bjartsýni.

Væri leiðinlegt að missa þetta úr höndunum núna
Prófessor í líftölfræði segir að ekki þurfi að horfa lengra en til Danmerkur til að sjá mikilvægi þess að fara varlega í dansinum við farsóttina. Viðeigandi sé að landið allt sé á hæsta viðvörunarstigi samkvæmt nýju kerfi almannavarna.

Rýmri takmarkanir en í nágrannalöndunum
Tilslakanir voru boðaðar hér á landi í dag. Sundlaugar opna á ný, verslanir fá að hleypa fleirum inn í einu og veitingastaðir mega hafa opið lengur. Í Svíþjóð og Danmörku hafa sóttvarnaaðgerðir hins vegar verið hertar enn frekar.

Vongóður um að bóluefni berist til landsins á næstu vikum
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vongóður um að bólefni við COVID-19 berist til landsins í byrjun næsta árs. Stefnt verður svo á að bólusetja þjóðina á nokkrum dögum.

Langflestir Íslendingar vilja fara í bólusetningu
Sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé grundvallaratriði að sem flestir fari í bólusetningu gegn COVID-19 þar sem þátttaka þurfi að vera um 60 til 70 prósent svo hægt verði að bæla faraldurinn niður.

Líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar til 12. janúar
Margir eru orðnir langeygðir eftir því að komast í tækjasali líkamsræktarstöðva. Þeim verður ekki að ósk sinni næstu fimm vikurnar en sundlaugar opna á fimmtudag.

Átta greindust innanlands — helmingur í sóttkví
34 sjúklingar eru á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fækkar um tvo. 28 hafa látist af völdum sjúkdómsins og lést einn sjúklingur síðastliðinn sólarhring. Einstaklingum í sóttkví fækkar verulega milli daga.

Fauci óttast enn stærri bylgju eftir jólin
Um 200 þúsund greinast daglega með kórónuveiruna í BNA. Fjöldinn hefur aukist hratt eftir Þakkargjörðarhátíðina. Yfirvöld óttast enn fleiri smit eftir jólin sem eru lengri hátíð.

Fjórða bóluefnið gegn COVID-19 komið í áfangamat
Nú er fjórða bóluefnið komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Búinn að skila minnisblaði til ráðherra
Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra minnisblaði sínu um samkomutakmarkanir. Búast má við því að það verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun.

Viðvörunarkerfi vegna Covid-19 eins og litakóðaðar veðurviðvaranir
Stigskipt viðvörunarkerfi vegna Covid-19 hefur verið tekið í notkun. Kerfið er byggt á veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands en lögð var áhersla á góða framsetningu sem flestir geti tileinkað sér. Rauð Covid-viðvörun er í gildi á öllu landinu.

Jákvæð þróun en lítið þurfi til að faraldurinn fari út af sporinu
Þórólfur mun leggja fram tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir í dag eða á morgun. Hann lagði áherslu á að mikilvægt væri að fara varlega í allar tilslakanir. Ekki liggur fyrir hvenær von er á bóluefni hingað til lands.

Herða aðgerðir í Danmörku
Faraldurinn er í örum vexti í Danmörku en illa gengur að ná tökum á honum. Ríkisstjórnin hefur boðað til hertra sóttvarnaaðgerða.

Gætu bólusett tugþúsundir manna daglega
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi verði hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum.

Neitaði að fara í sýnatöku eða sóttkví en samt hleypt inn í landið
Konu var hleypt inn í landið í gær þrátt fyrir að neita að fara í sýnatöku við landamærin. Hún greindi lögreglumönnum í flugstöðinni frá því að hún ætlaði heldur ekki í sóttkví. Hún kíkti niður í bæ í dag.

Verðum að gyrða okkur í brók ef við viljum losna undan aðgerðum
Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna hefur áhyggjur af hópamyndunum í miðbænum um helgina. Tæplega 40 mótmæltu sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli. Hann segir sorglegt ef ný bylgja færi af stað fyrir jól vegna mótmælanna.

Víðir kallaður inn á spítala
Víðir greindist með Covid-19 í síðustu viku en heilsu hans hefur hrakað undanfarna daga. Hann var kallaður inn á Covid-göngudeild Landspítalans í morgun en er nú kominn heim.

Tólf innanlandssmit — allir í sóttkví
Nýgreindum tilfellum fækkar lítillega milli daga á sama tíma og tekin voru færri innanlandssýni. Óalgengt er að smit greinist einungis hjá einstaklingum í sóttkví.

Flókið að útfæra 300 manna jólaveislu í samkomubanni
Löng hefð er fyrir því að Hjálpræðisherinn í Reykjavík bjóði til jólaveislu á aðfangadag og sóttu um 250 manns veisluna í fyrra. Faraldurinn hefur bæði haft áhrif á ásókn eftir mataraðstoð og möguleika samtakanna til fjáröflunar.

Grunur um smit um borð reyndist ekki á rökum reistur
Togaranum var siglt frá Vestfjarðamiðum til Hafnarfjarðar eftir að skipverji veiktist skyndilega um borð.

Ekki hægt að ætla að bólusetningar hefjist fljótlega eftir áramót
Litlar hópsýkingar hafa greinst undanfarna daga á leikskóla, í bænahópi, innan fjölskyldna og í vinahópum. Sóttvarnarlæknir segir að hópsýkingar beri uppi þann fjölda tilfella sem séu nú að greinast.

Um fjórðungur COVID-sjúklinga með óhefðbundin einkenni
Ný íslensk rannsókn sýnir að einkennamynstur er mjög breytilegt hjá þeim sem greinast með COVID-19. Því telja höfundar að kröfur um að einstaklingar þurfi að hafa tiltekin einkenni til að fá að gangast undir greiningarpróf muni óhjákvæmilega leiða til vangreiningar á sjúkdómnum.

64% fleiri þurft að þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir að nú sé ljóst að afleiðingar faraldursins verði mun alvarlegri og langvinnari en búist var við. Staðan sé grafalvarleg.

Ómögulegt orðið að spá fyrir um þróun faraldursins til lengri tíma
Erfiðara er að spá fyrir um framgang faraldursins nú en áður þar sem þriðja bylgjan hefur verið sveiflukennd og óútreiknanleg. Ekki stendur til að gefa út nýja spá á næstunni.

Leikskóla lokað vegna COVID-19: 85 börn í sóttkví
Sex eru smituð sem starfa á leikskóla í Njarðvík. 85 börn voru send í sóttkví.

Faraldurinn ekki í veldisvexti
Faraldurinn er áfram í línulegum vexti hér á landi en ekki er farið að bera á veldisvexti líkt og sumir óttuðust í síðustu viku. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fólk hópist sem minnst saman í desember og fari varlega.

Átján smit greindust innanlands
Nýgengi innanlandssmita síðustu fjórtán daga fer hækkandi. Einn sjúklingur lést á Landspítala síðastliðinn sólarhring vegna Covid-19.

Gögnin skýr að COVID-19 sé skaðlegri en önnur inflúensa
Erfitt er að bera saman kórónuveirufaraldur við annan inflúensufaraldur. Dauðsföll eru nú orðin 1,4 milljón samhliða miklum inngripum stjórnvalda um allan heim. Óvíst er um langtímaafleiðingar faraldursins.

Einn lést úr Covid-19 síðastliðinn sólarhring
27 einstaklingar hafa nú látist af völdum sjúkdómsins hér á landi. Þar af eru sautján í þriðju bylgju faraldursins.

Séu öll mannleg og að gera sitt besta
Víðir Reynisson hefur verið gagnrýndur fyrir að fara óvarlega skömmu áður en hann greindist með Covid-19. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum kjósa að taka ekki undir þá gagnrýni og segja það ekki sitt að dæma þá sem smitast.

Segir fólk ekki eiga að bíða til mánudags með sýnatöku
Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur fólk til að fara í sýnatöku um leið og það finnur fyrir einkennum. Það eigi ekki að bíða til mánudags sé helgi.

„Ég stofnaði fanklúbbinn"
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að sóttvarnalæknir hafi unnið verk sitt afar vel. Þó svo hann sé ekki alltaf sammála honum þá sé hann hans stærsti aðdáandi. Hann segir að landsmenn ættu ekki að gera sér grillur um meira frelsi fyrr en á næsta ári.

Óskar Reykdalsson gestur á upplýsingafundi
Upplýsingafundur almannavarna er klukkan 11 í dag.

Tölurnar skuli túlkaðar með varúð
Þórólfur Guðnason segir að túlka eigi lægri smittölur gærdagsins með varúð.

Tíu greindust innanlands í gær
Tíu greindust innanlands í gær með COVID-19. Þar af voru átta í sóttkví.

„Smit annarra sýnir svo ekki sé um villst hversu smitandi þessi veira er“
Víðir greinir frá því að auk hans og eiginkonu hans hafi fimm til viðbótar í nærumhverfi þeirra greinst með veiruna. Hann segir þungbært að þetta sé staðan þar sem hann hefur verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir.

Hvetur fólk til að gefa réttar upplýsingar við smitrakningu
Rögnvaldur Ólafsson hefur áhyggjur af því að ekki hafi tekist að rekja öll smitin sem greinst hafa undanfarna daga.

21 smit innanlands í gær
21 einstaklingur greindist með COVID-19 smit innanlands í gær.

Vísbendingar um veldisvöxt: „Við verðum að halda þetta út“
Sóttvarnayfirvöld hafa áhyggjur af því að fólk hafi slakað of mikið á og farið óvarlega síðustu daga. Stóran hluta smita sem greinst hafa undanfarna daga má rekja til hittinga og hópamyndunar um síðustu helgi.

Tuttugu innanlandssmit - ellefu utan sóttkvíar
Tuttugu greindust með kórónuveiruna í gær. Nýgengi innanlandssmita síðustu fjórtán daga hækkar á milli daga.

Smit í Öldutúnsskóla: 62 börn í sóttkví
COVID-19 smit greindist í gær í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. 62 börn eru í sóttkví og 14 starfsmenn.

Ekkert smit í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar
Kringlan segir það rangt að smit hafi greinst hjá starfsfólki þeirra. Greint var frá því á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti smita liðinna daga mætti rekja til verslunarmiðstöðva.

Lengdur opnunartími og aukin gæsla á Black Friday
Á morgun er einn stærsti verslunardagur ársins. Verslunarmiðstöðvar ætla að lengja opnunartíma og auka öryggisgæslu á göngugötu til að koma í veg fyrir hópamyndanir eða að raðir verslana skarist.

Víðir farinn að finna fyrir einkennum
Víðir Reynisson er farinn að finna fyrir einkennum eftir að hafa greinst með Covid-19 í gær.

Ellefu greindust innanlands í gær - þrír í sóttkví
Alls greindust 15 smit í gær, 11 innanlands og fjögur á landamærum. Einstaklingum í sóttkví fjölgar um 155 á milli daga.

Karl Svíaprins og Soffía prinsessa með Covid-19
Hjónin greindust með Covid-19 í gær. Þau eru nú í einangrun ásamt börnum sínum.

Víðir heima í einangrun: „Lævís og lúmsk þessi veira“
Víðir greindist með COVID-19 í dag. Hann er kominn heim í einangrun.

Víðir greindist með COVID-19
Víðir var kominn í sóttkví eftir að smit kom upp í nærumhverfi hans. Hann greindist með Covid-19 í dag eftir að hafa verið með neikvætt sýni á mánudag.

Dauðir minkar koma upp úr jörðinni
Millljónir minka hafa nú verið aflífaðir í Danmörku. Hræ dýranna eru grafin á vöktuðu svæði á Vestur- Jótlandi en lofttegundir í jarðveginum valda því að hræin ýtast upp og í gegnum jarðveginn.

Aflýsa æfingum eftir brot á reglugerð: Hvergi „skilgreind sem íþróttafélag“
Ferðafélag Íslands taldi sig mega skipuleggja sameiginlega æfingar eða gönguferðir undirhópa sinna vegna þess að ekki er sérstaklega talað um útivist í reglugerð ráðherra um samkomutakmarkanir.

Níu greindust innanlands — fimm í sóttkví
Nýjum tilfellum fjölgar milli daga samhliða aukinni sýnatöku. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og mælist það lægsta í Evrópu.

Ítrekaðar tafir á afhendingu mikilvægs Covid-greiningatækis
Ítrekaðar tafir hafa verið á komu öflugs greiningatækis sem sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur beðið eftir frá því í vor. Tækið mun margfalda afkastagetu deildarinnar en yfirlæknir segir óvíst hvort sú geta verði fullnýtt í bráð. Skortur á nauðsynlegu hvarfefni gæti þá reynst áskorun þar sem framleiðendur eigi nú sumir erfitt með mæta eftirspurn.

Félag fréttamanna gagnrýnir niðurskurð á RÚV
Félag fréttamanna gagnrýnir niðurskurð á fréttastofu RÚV.

Flytja síðustu COVID-sjúklingana af Landakoti
Landlæknir skoðar nú skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti. Stefnt er að flytja síðustu sjúklingana sem eru í einangrun þar á Landspítalann svo hægt verði að koma starfsemi Landakots í eðlilegt horf.

Þörf á að passa landamærin í kjölfar hópsýkinga
Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að koma í veg fyrir að lítil hópsmit verði að stórum hópsýkingum sem dreifist um samfélagið. Unnið er að því að útbúa almennar leiðbeiningar um veisluhöld og sýkingavarnir í kringum hátíðirnar.

Már gestur á upplýsingafundi dagsins
Upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 11 í dag.

Afléttingar verði kynntar eftir viku
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segist telja að hægt verði að kynna tilslakanir á samkomutakmörkunum eftir rúma viku. Hann vonar að hægt verði að halda jólin undir léttari takmörkunum en hafa verið í gildi síðustu vikur.

„Fólk er að vanda sig og að leita að ástinni“
Sífellt fleiri leita á Internetið í leit að ástinni.

Bandaríkjamenn vonast til að hefja bólusetningar innan mánaðar
Bandaríkjamenn vonast til að geta hafið bólusetningar við Covid-19 þann 11. desember. Matvæla og lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna tekur ákvörðun um hvort leyfa eigi dreifingu á bóluefni Pfizer þann 10. desember en fyrirtækið segist ætla að hefja dreifingu á því strax og leyfið liggur fyrir.

Nýgengni smita lægst á Íslandi
Hvergi í Evrópu eru jafn fá kórónuveirusmit á hverja 100 þúsund íbúa og á Íslandi samkvæmt tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Smit mælast nú 57,7 á hverja 100 þúsund íbúa.

Fjórði hver Svíi segir nei við bólusetningu
Samkvæmt nýrri rannsókn vill fjórði hver Svíi ekki láta bólusetja sig. Langflestir eru á móti því vegna hræðslu við aukaverkanir.

Fimm greindust innanlands í gær
Aðeins fimm greindust með Covid-19 í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Töluvert færri sýni voru tekin innanlands í gær en daginn áður.

Fimmtán innanlandssmit
15 greindust með Covid-19 innanlands í gær og tveir voru með virkt smit á landamærum.

Skólalokanir hafi víðtæk áhrif: Þriðjungur geti ekki stundað fjarnám
Kórónuveirufaraldurinn gæti haft langvarandi slæm áhrif á börn ef yfirvöld um allan heim bregðast ekki við núna segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Tíu ný smit innanlands í gær - sjö virk smit á landamærum
Ellefu smit greindust á landamærum í gær, þar af sjö virk smit. Smitum fjölgar frá því í gær þegar aðeins fjögur smit greindust innanlands.

Börnin safna minningum um faraldurinn fyrir barnabörnin
Í dag er alþjóðadagur barna. Kristín, Ísabel, Bergþóra, Baldur og Hjalti, sem eru í sjötta bekk og fulltrúar í réttindaráði Laugarnesskóla, vinna að því að allir nemendur þekki sín réttindi. Þau geta ekki beðið eftir að faraldrinum ljúki. UNICEF kallaði eftir myndum eftir börn af heiminum eftir heimsfaraldurin

Langtímaáhrif COVID-19 óþekkt: Vakta lýðheilsu og geðheilbrigði
Landlæknir hvetur almenning til að gæta vel að bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Passa upp á svefninn og borða hollan mat.

Þórólfur: „Ég er ósammála Kára“
Vinna við skipulagningu bólusetningar er hafin. Ekki er enn ljóst hver verður í forgangi en unnið er að þeirri áætlun. Sóttvarnalæknir er ekki sammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um forgang heilbrigðisstarfsfólks.

„Getum glaðst yfir þessum góða árángri"
Sóttvarnalæknir fagnar þeim árangri sem náðst hefur síðustu vikur. Hann skorar á alla að fara mjög gætilega næstu vikurnar þannig að ekki komi bakslag fyrir jól.

Fólk getur smitað eftir að það er búið að jafna sig á Covid-19
Einstaklingar sem hafa sýkst af Covid-19 geta seinna aftur orðið smitberar hvort sem þeir endursýkjast eða ekki. Hættan á endursýkingu hjá fólki með mótefni útilokar ekki að bólusetning gegn Covid-19 sé gagnleg.

Þríeykið á upplýsingafundi dagsins
Fundur upplýsingavarna fer fram klukkan 11 í dag.

Í fjarvinnu í 40 vikur: „Heil meðganga“
Íslensk kona sem búsett er í Danmörku hefur nú verið í fjarvinnu í alls 40 vikur. Hún segir að hún hafi lært mikið um að taka sér pásu og að passa að skil á milli vinnu og heimilis séu skýr.

18 manns nú á spítala vegna COVID-19
Alls eru nú átján manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna COVID-19.

Litlar líkur á að skólabílstjórinn hafi smitað börnin
37 eru í sóttkví eftir að skólabílstjóri greindist með COVID-19. Þau fara í sýnatöku aftur á föstudag.

Skólaforðun aukist í faraldrinum
Þorsteinn sagði að mikið álag hafi verið á kennurum og skólastjórnendum frá því að faraldurinn hófst. Þá séu dæmi séu um að stjórnendur hafi haft eina helgi eða minna til að endurskipuleggja nám hundraða barna í samræmi við nýjar sóttvarnareglur.

2.700 í úrræði hjá VIRK: Erfitt að koma fólki í vinnuúrræði
Framkvæmdastjóri VIRK sagði frá nýju átaki um góð samskipti. Hún sagði mikilvægt að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri heilsu.

Ellefu greindust innanlands
Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og mælist nú 56,4 á hverja 100 þúsund íbúa. 55 sjúklingar eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

Fulltrúar VIRK og Skólastjórafélags Íslands á fundi dagsins
Upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 11 í dag.

Börn mun lengur saman í skólanum en á íþróttaæfingum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er ekki tilbúinn til þess að fallast á það að það hafi verið furðuleg forgangsröðun að aflétta takmörkunum á íþróttastarfi frekar en skólastarfi.

Formaður Blaðamannafélags „gáttaður“ á gagnrýni á Einar Þorsteins
Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það hlutverk blaðamanna að spyrja spurninga. Þau verði að fá að gera það. Hann segist gáttaður á gagnrýni á Einar Þorsteins á RÚV.

Sýnataka á landamærum tímabundið gjaldfrjáls
Markmið breytinganna er að hvetja fólk til að fara í sýnatöku frekar en sóttkví.

Þurfum að halda þetta út til að sleppa við bakslag rétt fyrir jól
Prófessor í líftölfræði segir að landsmenn þurfi áfram að sýna þolinmæði og reyna að fækka daglegum Covid-19 smitum enn frekar. Verði takmörkunum aflétt á næstunni geti Íslendingar átt á hættu á að „fá þetta aftur í hausinn á okkur rétt fyrir jól.“

Sjö greindust innanlands í gær- sex voru í sóttkví
Alls greindust sjö með Covid-19 innanlands í gær. Allir nema einn voru í sóttkví við greiningu. Fleiri sýni voru tekin í gær en undanfarna daga.

Covid-19 þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð
Covid-19 er þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð í ár. Alls hafa nú 6.164 látið lífið vegna sjúkdómsins í landinu. Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað þar í landi í ár.

Farþegar sem hafa fengið Covid-19 þurfa áfram að bera grímu
Viðskiptavinir og vagnstjórar Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verða áfram skyldaðir til að bera grímu í vögnum, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki.

Samkomubannið skjóti skökku við hjá slökum Svíum
Íslendingur í Stokkhólmi segir hertar takmarkanir í Svíþjóð sem kynntar voru í dag vekja athygli þar í landi. Hann segir Svía hingað til hafa verið slaka vegna heimsfaraldursins og viðbrögðin róleg.

Í góðu lagi að mótefnamenni séu skikkuð til að nota grímur
Víðir Reynisson, segist skilja vel afstöðu verslunareigenda sem hyggjast halda áfram að skikka alla viðskiptavini sína til þess að bera grímur, óháð því hvort þeir séu með mótefni eður ei.

Enn grímuskylda í verslunum Krónunnar
Í Krónunni verður áfram grímuskylda fyrir alla.

Herða takmarkanir í Svíþjóð
Covid-19 smitum fjölgar hratt í Svíþjóð en nú hefur verið gripið til hertra sóttvarnaaðgerða í 20 af 21 sveitarfélagi í landinu.

Bóluefni gegn Covid-19 virki í 95% tilfella
Bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna er sagt framkalla vörn gegn Covid-19 í um 95 prósent tilfella, hjá þeim einstaklingum sem hafa tekið þátt í klínískum rannsóknum fyrirtækisins undanfarna mánuði.

Ekki til skoðunar að opna sundlaugar fyrir almenning
Sóttvarnalæknir segir það ekki sérstaklega til skoðunar að opna sundlaugar landsins fyrir almenning.

Óbreytt grímuskylda verslana til skoðunar
Til skoðunar er hvort verslanir geti sjálfar ákveðið hvort allir þurfi að bera grímu þrátt fyrir að það segi í reglugerð ráðherra að ákveðnir hópar, eins og þau sem smitast hafa af COVID-19, þurfi ekki að bera grímu.

„Smitrakning“ uppáhalds orð Ölmu
Dagur íslenskrar tungu: Uppáhalds orð landlæknis er smitrakning. „Það verður örugglega kosið orð ársins, eitthvað úr kófinu“ sagði Alma. Þórólfur sagði að orðið fordæmalaus kæmi fyrst upp í hugann og Rögnvaldur sagði COVID-þreyta. „Kannski því maður finnur svolítið fyrir henni sjálfur.“

Níu ný smit síðasta sólarhringinn
Níu einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær. Einungis 382 innanlandssýni voru tekin síðastliðinn sólarhring og hafa ekki verið jafn fá frá því um miðjan september.

Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á fundi dagsins
Upplýsingafundur almannavarna verður klukkan 11 í dag.

Milljón ný smit á sex dögum
Fleiri en milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum á aðeins sex dögum. Þúsund einstaklingar láta lífið af völdum sjúkdómsins að meðaltali á dag í landinu.

Fagnar umræðu en segir Brynjar „væla eins og stunginn grís“
Nokkur styr hefur staðið um Brynjar Níelsson síðustu daga vegna gagnrýni hans á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, taka undir með Brynjari að mikilvægt sé að ræða áhrif aðgerðanna en eru ósammála nálgun hans.

Þrír greindust með Covid-19 — ekki færri í tvo mánuði
Sextán farþegar voru með jákvæða niðurstöðu á landamærum og bíða allir niðurstöðu mótefnamælingar. Yfir tvær vikur eru frá því að svo margir greindust á landamærum.

17 ný smit innanlands - þrír á gjörgæslu
Sautján greindust með COVID-19 í gær. Það eru rúmlega helmingi fleiri en í fyrradag þegar átta greindust.

Þeir sem hafa fengið Covid-19 þurfa ekki að bera grímur
Á fimmta þúsund Íslendingar verða undanskildir grímunotkun í næstu viku þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi.

Breyting um fjöldamörk breyti ekki miklu fyrir framhaldsskóla
Tveggja metra reglan gerir framhaldsskólum erfitt fyrir að nýta sér rýmkun á samkomutakmörkunum úr 10 í 25. Formaður Félags framhaldsskólakennara telur að breyting ráðherra komi sér vel fyrir list- og verkgreinar en aðrir geti illa nýtt þær.

Bein útsending: Kynning Landakotsskýrslu
Bein útsending frá kynningu á skýrslu Landspítalans um hópsýkingu COVID-19 á Landakoti.

Ísland ekki lengur flokkað sem rautt svæði
Ísland er ekki lengur á rauðum lista hjá Sóttvarnastofnun Evrópu.

Full bjartsýnt að bóluefni verði komið í janúar
Yfirmaður sóttvarna Evrópusambandsins segir full bjartsýnt að telja að bóluefni verði tilbúið í janúar 2021. Enn sé langt í land þó að rannsóknir komi vel út.

Valkvæðar aðgerðir heimilar eftir helgi fyrir norðan
Valkvæðar aðgerðir verða heimilar aftur á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir helgi. Álag er að minnka á heilbrigðiskerfinu fyrir norðan. Þrjár stórar hópsýkingar komu upp þar í þriðju bylgju.

Ástæða til bjartsýni en mikilvægt að fara varlega í afléttingar
Sóttvarnalæknir segir jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis gegn Covid-19 vera ánægjulegar. Ef allt fari að óskum verði hægt að hefja bólusetningar hér á landi á fyrri hluta næsta árs. Fram að því þurfi þó að halda áfram að notast við árangursríkar aðferðir til að halda faraldrinum í lágmarki.

25 látin vegna Covid-19 á Íslandi
Fimmtán hafa nú látist í þessari bylgju faraldursins.

18 ný smit innanlands- 14 í sóttkví
18 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær og þrjú jákvæð sýni greindust á landamærunum.

Framkvæmdastjóri lækninga á Akureyri gestur almannavarna
Fundur almannavarna fer fram klukkan 11 í dag.

Hyggjast færa Landspítala af neyðarstigi á morgun
Er það mat viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans að tök hafi náðst á faraldrinum sem upp kom á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn til að starfa á hættustigi.

Hjónin á bak við Pfizer-bóluefnið
Þýska fyrirtækið BioNTech, sem hefur framleitt bóluefni sem virkar í 90 prósentum tilfella, var stofnað af hjónunum Ugur Sahin og Özlem Türec. Sahin hélt því fram á ráðstefnu fyrir tveimur árum að hann gæti framleitt bóluefni á methraða, ef þörf væri á.

Litlar líkur á vöruskorti fyrir jól
Atvinnurekendur eru margir áhyggjufullir en telja flest að fyrirtækin lifi af næsta árið. Verslunarmenn bíða þess að sjá hvernig fyrirkomulag sóttvarna verður á aðventu og hvaða áhrif það hefur á verslun. Litlar líkur eru á vöruskorti fyrir jól.

Gruna að nokkrar nýjar hópsýkingar hafi komið upp
26 einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 síðastliðinn sólarhring, yfir tvöfalt fleiri en daginn áður. Talið er að mögulega sé um að ræða nokkrar litlar hópsýkingar.

26 greindust innanlands — rúm tvöföldun milli daga
Nýjum tilfellum fjölgar milli daga þrátt fyrir að færri sýni hafi verið tekin. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka.

Gríðarleg fjölgun í fjölda símavina hjá Rauða krossinum
Mikil fjölgun er á símavinum hjá Rauða krossi Íslands í COVID-19. Alls voru tíu pör í byrjun árs, en nú eru þau 217.

Ellefu greindust innanlands — fækkar á sjúkrahúsi
Nýjum tilfellum fækkar milli daga og nýgengi heldur áfram að minnka. Einn sjúklingur lést á Landspítala vegna Covid-19 síðastliðinn sólarhring.

Forseti Úkraínu með COVID-19
Voldymyr Zelensky forseti Úkraínu tilkynnti um jákvæða greiningu sína á Twitter í dag. Hann er við góða heilsu og sinnir embættisskyldum úr einangruninni.

Auknar vinsældir fjar-hátíða: Ekki hægt að „bíða og fresta“ lengur
Viðburðastjórnandi segir að fólk sé nú tilbúið til að nýta tæknina í meiri mæli til að mæta á allskyns viðburði. Samkomutakmarkanir verði líklega lengur á og að ekki sé lengur hægt að fresta partíunum.

Forsetinn greindist neikvæður fyrir COVID-19
Forseti Íslands er ekki með COVID-19. Hann þurfti að fara í sóttkví eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með veiruna í síðustu viku.

Landspítalinn tekinn af neyðarstigi í vikunni
Forstjóri Landspítalans býst við því að geta fært Landspítalann af neyðarstigi snemma í vikunni. Álag er enn mikið og margir inniliggjandi. Alls hafa 13 látist í þriðju bylgju faraldursins og 160 lagst inn. Aldur er sérstakur áhættuþáttur í þessari bylgju.

Hlutfall dauðsfalla hærra en í fyrstu bylgju
Fleiri hafa látið lífið af völdum Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Sóttvarnalæknir segir að alvarleg veikindi séu einnig algengari nú en áður.

16 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring
Svo virðist sem kórónaveiran sé á undanhaldi hér á landi en smitum hefur farið fækkandi síðastliðna viku. Nærri níutíu prósent þeirra sem greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring voru í sóttkví við greiningu.

Tíu af þrettán andlátum tengd Landakoti
Alls hafa þrettán látist úr COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins. Tíu af þeim tengjast hópsýkingu á Landakoti.

Í beinni: Forstjóri Landspítala á fundi almannavarna
Fundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis verður klukkan 11 í dag. Sýnt verður frá honum beint á vef Fréttablaðsins.

Tveir létust úr COVID-19 á Landspítala
Tveir einstaklingar létust úr COVID-19 á Landspítala síðastliðinn sólarhring en alls hafa nú 20 manns látist hér á landi eftir að hafa smitast.

Þrettán innanlandssmit og átta við landamærin
Átta af þeim sem greindust innanlands voru ekki í sóttkví við greiningu. Átta greindust við landamæraskimun. Töluvert færri sýni en síðustu daga voru tekin bæði innanlands og við landamærin.

Nítján smit greindust innanlands
Nýjum tilfellum fækkar áfram milli daga en 25 greindust með Covid-19 á miðvikudag. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka.

Danmörk á varúðarlista Breta
Danmörk er nú komið á varúðarlista Breta til að koma í veg fyrir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar berist til landsins.

Fólk haldi sig heima um helgina
Að sögn Víðis ætti fólk að sleppa öllum ferðalögum á meðan staða faraldursins er enn á viðkvæmum stað. Mögulega séu jákvæð teikn á lofti en mikilvægt sé að halda áfram að fara varlega.

Vonandi hægt að slaka á aðgerðum þann 18. nóvember
Sóttvarnalæknir segir hlutfall jákvæðra sýna fara fækkandi og að strax megi sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrr í vikunni. Mögulega verði hægt að slaka á aðgerðum eftir tvær vikur en fara þurfi hægt í allar tilslakanir.

Átján látin vegna COVID-19 á Íslandi
Er þetta áttunda andlátið af völdum Covid-19 í þessari bylgju faraldursins.

25 ný innanlandssmit: Rúmlega 5 þúsund smit í heildina
Af þeim sem greindust voru 5 utan sóttkvíar við greiningu. Einn einstaklingur á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær.

Kennari greindist með COVID-19 í Vogaskóla
Ekki er talin þörf á að senda nemendur í sóttkví vegna grímunotkunar og fjarlægðartakmarkanna. Nokkrir kennarar á unglingastigi eru í sóttkví fram á að minnsta kosti mánudag.

Smit á sambýli fyrir konur með heilabilun
Smit greindist hjá starfsmanni í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að skima alla íbúa sambýlisins.

Þessi bylgja faraldursins erfiðari fyrir eldri borgara
Formaður Landssambands eldri borgara segir að þessi bylgja faraldursins sé töluvert erfiðari en sú fyrsta. Hún segir miklar líkur séu á að eldri borgarar upplifi næringarskort í meira mæli þessa dagana.

„Bjartsýni og von fóstrar seiglu“
Anna Steinsen, fyrirlesari, ræddi fjarvinnu á tímum farsóttar og álag á fullorðnum og börnum.

147 lagst inn á Landspítalann í þriðju bylgju
147 hafa lagst inn á spítalann vegna COVID-19 í þriðju bylgju. Í þeirri fyrstu voru það alls 105. Margt er ólíkt í samfélaginu nú frá því í fyrstu bylgju.

29 innanlandssmit greindust í gær
29 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær, 21 var í sóttkví. 71 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu.

Þríeykið fjarverandi á fundi almannavarna í dag

Þarf mikið til að deildum sé lokað: „Fólk bara þarf að sjá fólkið sitt“
Mikið þarf til að deildum spítalans sé alveg lokað fyrir heimsóknir og er mikið gert svo sjúklingar og aðstandendur geti hist. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir þau hafa lært mikið um það á fyrstu bylgju faraldurs og geri betur núna.

Skammtímavistun fyrir fatlaða lokað vegna Covid-19
Um eða yfir 30 starfsmenn og notendur þjónustunnar þurfa að fara í sóttkví vegna málsins.

Ekki verður af sögulegri þátttöku KA/Þórs þetta árið
Handknattleiksdeild KA/Þórs hefur ákveðið að draga kvennalið félagsins úr keppni í Evrópubikarnum vegna kórónaveirunnnar.

Sautján látin vegna COVID-19 á Íslandi
Alls hafa nú 17 látið lífið vegna COVID-19 á Íslandi.

Börn eiga griðastað í skólum
Kennari í Hagaskóla segir mikilvægt að halda skólum opnum með sem minnstum skerðingum og framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur tekur undir. Sálfræðingur segir röskun valda börnum óöryggi.

Sigvaldi í sóttkví - Arnór Þór aftur inn í hópinn
Enn þarf að gera breytingar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi leik liðsins í undankeppni EM 2022 gegn Litháen sem fram fer í Laugardalshöllinn á miðvikudaginn kemur.

Makar og aðstandendur bíði úti í bíl
Hvorki makar né aðrir aðstandendur þungaðra kvenna mega fylgja þeim í ómskoðun á fósturgreiningu 21B frá og með morgundeginum.

Erum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt
Enn eru að greinast litlar hópsýkingar á landinu. Sóttvarnalæknir segir að næstu dagar muni skera úr um hvernig staðan sé raunuverulega.

Fordæmir ósátta viðskiptavini: „Þetta er svo mikið kjaftæði“
Víðir hvatti rekstraraðila sem „eru ekki beinlínis með lífsnauðsynlega starfsemi“ um að sleppa því að sækja um undanþágur frá sóttvarnareglum. Erfitt sé að ná markmiðum aðgerðanna ef allir fái undanþágur.

Bjarki Már með Covid-19
Bjarki Már Elísson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Litáen á miðvikudaginn en hann hefur greinst með kórónuveiruna.

24 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring
Færri smit hafa ekki greinst í rúman mánuð. Sjö þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu.

24 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring
Færri smit hafa ekki greinst í rúman mánuð. Sjö þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu.

Tveir létust vegna COVID-19 í nótt
Alls hafa fimmtán látist vegna Covid-19 hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, fimm í þessari bylgju faraldursins.

Auðvelt að velja á milli þess að klára önnina eða bjarga mannslífum
Ásta þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún fékk þau skilaboð að séð yrði til þess að tekjur hennar af bakvarðastörfum myndu ekki skerða námslánið. Fyrir tveimur vikum horfði hún upp á mikla framfærsluskerðingu næsta skólaárið vegna starfa sinna á Landspítalanum í vor.

Skólarnir áfram opnir en með takmörkunum
„Við ætlum að koma öllum aftur í skóla og vera bjartsýn og sýna þrautseigju,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Skólar verða áfram opnir en með aukinni hólfaskiptingu.

Íþróttastarfsemi lögð niður á öllu landinu næstu vikurnar
Allt íþróttastarf á Íslandi mun leggjast í dvala næstu tvær til þrjár vikurnar en ríkisstjórn Íslands kynnti hertar aðgerðir í sóttvörnum á fundi í Hörpu í hádeginu í dag.

Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti
Heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir. Í minnisblaði hans til ráðherra segir að smit í samfélaginu sé enn mikið, þrátt fyrir aðgerðir sem gripið var til 20. október síðastliðinn.

75 smit og fjölgar á gjörgæslu
Greint var frá 42 nýjum tilfellum í gær. Gert er ráð fyrir því að hertar sóttvarnaraðgerðir verði kynntar síðar í dag. Faraldurinn er áfram í miklum vexti á Norðurlandi eystra.

Veiran mögulega meira smitandi en áður
Þríeykið lýsti yfir áhyggjum sínum af aukinni útbreiðslu kórónaveirunnar hér á landi. Tíðni samfélagssmita virðist vera á uppleið og hlutfallslega fleiri hafa verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju faraldursins.

Dauðsföllum vegna Covid-19 fjölgað um 54% á einni viku
Útlitið er svart í Evrópu. Smitum og dauðsföllum vegna Covid-19 fer ört fjölgandi.

Ekki seinna vænna að herða aðgerðir
Kári Stefánsson segir það ekki seinna vænna að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi vegna fjölda nýgreindra smita.

117 smit vegna hópsýkingar á Landakoti
Alls má rekja 117 smit til stórrar hópsýkingar sem greindist á Landakoti fyrri helgi.

Leik Íslands og Ísrael frestað - HSÍ ósátt við þá ákvörðun
Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísrael í undankeppni EM 2022 sem fram átti að fara laugardaginn 7. nóvember í Laugardalshöllinni vegna ferðatakmarkana sökum kórónaveirufaraldursins. Hanknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur mótmælt þessari ákvörðun.

Tólf látnir úr COVID-19
Einn lést úr COVID-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring.

Allt að 3,5 milljarðar í tekjufallsstyrki til ferðaþjónustuaðila
Samkvæmt frumvarpi munu styrkirnir jafngilda rekstrarkostnaði á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020. Þeir geta þó ekki orðið hærri en 400 þúsund krónur fyrir hvert stöðugildi á mánuði.

86 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring
Ekki hafa jafn margir greinst með Covid-19 hér á landi síðan 13. október og aldrei hafa jafn margir verið inniliggjandi á Landsspítalanum.

Jólatónleikum Björgvins streymt gegn greiðslu á netinu
Árlegir jólatónleikar Björgvins Halldórssonar hafa eðli málsins samkvæmt verið slegnir af í sinni hefðbundnu mynd. Tónleikarnir munu hins vegar fara fram í beinni útsendingu á netinu og verður hægt að fylgjast með þeim gegn greiðslu. Að sögn skipuleggjanda verða tónleikarnir haldnir í fullri stærð.

Fjöldi innlagðra sjúklinga tvöfaldast á sólarhring
Stór hópsýking á Landakoti hefur haft mikil áhrif á Landspítalann. 120 sjúklingar hafa nú verið lagðir inn vegna COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins, fleiri en í fyrstu bylgjunni í vor.

COVID-19 geti valdið heilablóðfalli hjá ungu fólki
Ekki hefur verið sýnt fram á að kórónaveiran geti sýkt heilavef og valdið þar skaða. Þó er ljóst að COVID-19 getur haft ýmis áhrif á heilann og miðtaugakerfið.

Starfsmaður Síðuskóla greindist með COVID-19
Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Gagnrýnir viðbrögð landlæknis og segir þau grafa undan samstöðu
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala segir það ekki vera við hæfi að sérstök rannsókn verði gerð á upptökum hópsmitsins sem kom upp á Landakotsspítala. Hjúkrunarfræðingur gagnrýnir umfjöllun fjölmiðla og sakar þá um að leita sökudólga.

Aðgerðum frestað tímabundið
Valkvæðum og ífarandi aðgerðum verður frestað tímabundið. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október.

Bjartsýn á að bóluefni verði samþykkt fyrir árslok
Á sama tíma og baráttan við COVID-19 harðnar víða um heim bíða flestir í ofvæni eftir því að öruggt og áhrifaríkt bóluefni komi á markað. Eru sumir sérfræðingar orðnir bjartsýnir á að það eigi eftir að gerast á næstu mánuðum.

Búa sig undir mjög erfiðar vikur
115 sjúklingar hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins og eru nú orðnir fleiri en í fyrstu bylgjunni. Forstjóri spítalans segir óvissu ríkja um það hvernig ástandið mun þróast næstu daga.

50 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring aðeins 22 í sóttkví
Aðeins 22 af þeim 50 sem greindust með Covid-19 í gær voru í sóttkví við greiningu. Aldrei hafa jafn margir verið innlagðir á Landspítala vegna sjúkdómsins og nú.

Endurmeta hvort starfsfólk spítalans þurfi reglulegar skimanir
Reglulegar skimanir fyrir einhverja hópa starfsfólks Landspítala eru til skoðunar. Einnig hvort sniðugt sé að ráðast í skimun á úrtaki sjúklinga og starfsmanna spítalans, sem þó er ekki talin hætta á að hafi orðið útsett fyrir smiti.

Draga úr valkvæðum skurðaðgerðum til að létta á álagi
„Annað verður að bíða og fara til hliðar á þessum hápunkti,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að draga úr valkvæðum skurðaðgerðum til að létta á álagi á Landspítala eftir að lýst var yfir neyðarstigi.

Landspítalinn á neyðarstigi: Blaðamannafundur klukkan 15
Landspítalinn starfar á neyðarstigi. Spítalinn og almannavarnir hafa bæði boðað til blaðamannafundar í dag. Fundur Landspítalans hefst klukkan 15 en fundur almannavarna verður svo haldinn beint í kjölfarið.

58 ný innanlandssmit
Innlendum kórónuveirusmitum fjölgaði um 58 í gær. Mjög hátt hlutfall var í sóttkví við greiningu.

Þrír sjúklingar til viðbótar greinast með COVID-19
Páll Matthíasson segir líklegt að rekja megi hópsmitin á Landakoti til starfsmanna. „Við verðum enn að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að gæta ýtrustu varúðar og smitgátar og auðvitað ef fólk hefur minnsta grun um að það sé eitthvert veikt fyrir.“

Smit á Vogi: „Nokkrir starfsmenn þurfa að fara í sóttkví“
Sjúklingur á Vogi greindist í dag með COVID-19. Formaður SÁÁ segir að nokkrir starfsmenn þurfi að fara í sóttkví og búið sé að senda nokkra sjúklinga heim í sóttkví.

Starfsmenn í sóttkví kallaðir til starfa
„Við gerum ráð fyrir að geta sinnt því sem þarf,“ segir Anna Sigrún, aðstoðarmaður forstjóra LSH, um stöðuna á Landspítala. Tólf voru lagðir inn en tíu af þeim eru sjúklingar á Landakoti. Búið er að kalla út starfsfólk í sóttkví-b til starfa þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi sjúklinga án vinnuframlags þeirra.

Fjölgar um einn á gjörgæsludeild
Sex sjúklingar sem eru í eftirliti hjá COVID-göngudeild Landspítalans eru taldir líklegir til að verða lagðir inn á spítalann.

Nokkur smit á Landakotsspítala
Nokkrir starfsmenn á Landakotsspítala eru smitaðir af Covid-19 og einn sjúklingur á öldrunardeild.

30 greindust innanlands í gær
30 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær, 18 voru í sóttkví við greiningu. Alls voru tekin 1.844 sýni í gær.

88 smitast á líkamsræktarstöðvum í þriðju bylgjunni
Mikið hefur verið rætt um starfsemi líkamsræktarstöðva síðustu daga eftir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi sem leyfði hópatíma með takmörkunum.

Akureyringar fylgdu ekki reglum
Kórónaveirutilfellum hefur fjölgað nokkuð á Akureyri og Norðurlandi eystra að undanförnu og hefur lögreglan brýnt fyrir íbúum að gæta að eigin sóttvörnum og takmarka samneyti við fólk eins og kostur er.

HSÍ frestar mótahaldi til 11. nóvember
Nú liggur fyrir að ekki verður keppt í mótum á vegum handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fyrr en eftir 11. nóvember næstkomandi.

Faraldurinn er á niðurleið innanlands
Ísland er eitt fjögurra landa í Evrópu þar sem tíðni daglegra smita og meðaltal síðustu sjö daga fer minnkandi. Allsstaðar annars staðar í álfunni er faraldurinn á uppleið.

33 innanlandssmit síðastliðin sólarhring
Alls greindust 33 innanlandssmit hér á landi síðastliðinn sólarhring og 17 greindust með Covid-19 við landamæraskimun.

Einn í öndunarvél
Þrír sjúklingar eru nú á gjörgæslu með Covid-19 þar af einn í öndurnarvél.

45 innanlandssmit - 21 í sóttkví
Í gær greindust 45 með Covid-19 innanlands. Tæplega helmingur var í sóttkví við greiningu. Tveir hafa útskrifast af spítala síðan í gær en 23 einstaklingar eru nú inniliggjandi vegna Covid-19 á Landspítalanum.

62 ný innanlandssmit: Tæplega helmingur í sóttkví
Alls greindust 62 ný innanlandssmit í gær en rúmlega helmingur þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Á spítala eru nú 25 manns inniliggjandi, þar af þrír á gjörgæslu.

Meirihluti áhafnarinnar með COVID-19
Skipið var á veiðum þegar niðurstöður úr sýnatökum urðu ljósar en það er væntanlegt til Ísafjarðar á morgun.

Keppast við að ná utan um útbreiðslu COVID-19 í jaðarhópi
Lögreglan hefur unnið hörðum höndum að því að ná til fólks í jaðarhópi þar sem COVID-19 hefur náð útbreiðslu. Yfirlögregluþjónn fagnar opnun nýs sóttvarnarhúss sem sé sérstaklega ætlað viðkvæmum einstaklingum.

Hvetur skóla til að slaka á námskröfum
Heimili og skóli - Landssamtök foreldra hvetja skólayfirvöld til að slaka á námskröfum og leggja áherslu á geðheilsu barna og unglinga í mesta stormi kórónaveirufaraldursins. „Sama gildir um nemendur og okkar fullorðna fólk: mörg verkefni á sama tíma valda streitu,“ segir Hrefna framkvæmdastjóri.

Tíundi hver unglingur nú í sóttkví
Tíundi hver unglingur í grunnskólum Reykjavíkur er í sóttkví nú um mundir.

Staðfestir tillögur sóttvarnalæknis í meginatriðum
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á meginatriði þeirra breytinga sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á sóttvarnarráðstöfunum og taka munu gildi þann 20. október næstkomandi.

Aldrei fleiri smitast á Ítalíu
Um tíu þúsund manns greindust með Covid-19 á Ítalíu í gær. Þegar faraldurinn náði hámarki þar í vor smituðust mest rúmlega 6.500 manns.

Búið að útskrifa alla COVID-sjúklinga á Eir
Setti hjúkrunarheimilið upp sérstaka einangrunardeild innan heimilisins fyrir COVID-sjúklinga í stað þess að einangra hvern og einn.

Lést á Landspítala vegna COVID-19
Er þetta ellefta andlátið af völdum COVID-19 hér á landi en tíu einstaklingar létu lífið völdum sjúkdómsins í fyrstu bylgju faraldursins í vor.

67 greindust innanlands
Nýjum tilfellum fækkar milli daga en nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka og mælist nú 289,1. Hefur það aldrei mælst hærra hér á landi. Allir þeir átján farþegar sem greindust við landamæraskimun á miðvikudag voru með virkt smit.

Óréttlátt að vera refsað fyrir að bjóða fram aðstoð í neyðarástandi
Sjúkraliði gerði ráð fyrir því að sömu stjórnvöld og óskuðu ítrekað eftir aðstoð nema í vor myndu sjá til þess að tekjurnar skertu ekki námslánin þeirra. Hún ákvað að bjóða fram krafta sína til að aðstoða heilbrigðiskerfið og reyna að bæta upp tekjufall unnustans en horfir nú upp á umtalsvert skarð í heimilisbókhaldinu fram á næsta sumar.

Fíknigeðdeild Landspítalans lokað vegna smits
Forstöðumaður geðsviðs Landspítalans segir að tilfellið eigi ekki að hafa mikil áhrif á þjónustu sviðsins. Áfram verði hægt að taka á móti sjúklingum sem þurfi á innlögn að halda.

COVID-19 er fjölþátta sjúkdómur
Fólk sem hefur greinst með COVID-19 hefur greint frá einkennum frá hjarta- og æðakerfi, frá meltingarkerfi, frá taugakerfi, blóðstorku kerfi og nýrum. Alma D. Möller landlæknir segir kórónaveirusjúkdóminn vera fjölþátta sjúkdóm.

81 greindist með Covid-19 innanlands í gær - fjölgar á sjúkrahúsi
26 einstaklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél.

Aldrei fleiri smit greinst í Evrópu
Kórónuveirusmitum fjölgar hratt í Evrópu þessa dagana og mörg ríki hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða. Í Tékklandi er bannað að drekka áfengi utan einkaheimila.

Sjö smit í Akurskóla
Um hundrað nemendur við skólann voru sendir í sóttkví á dögunum þegar fyrstu tilfellin greindust. Hefur staðarkennsla hjá 7. til 10. bekk verið felld niður vegna smitanna.

88 smit greindust innanlands í gær
88 einstaklingar greindust með Covid-19 síðastliðinn sólarhring. 24 eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

Allir í sóttkví vegna smits í leikskóla á Akureyri
Smitið hefur áhrif á sautján börn og sjö starfsmenn. Leikskóladeildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum sem er staðsettur á öðrum stað.

Þorgrímur sá smitaði í starfsliðinu
Rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson er sá starfsmaður knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, sem er smitaður af kórónaveirunni. Vegna smits Þorgríms er starfslið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu komið í sóttkví.

Rögnvaldur Ólafsson með veiruna
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur reynst jákvæður fyrir COVID-19.

Ronaldo með kórónaveiruna
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo greindist með kórónaveiruna en portúgalska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

Hamrén og starfslið hans í sóttkví
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ásamt öllu starfsliði liðsins í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni liðsins.

83 greindust í gær
Alls greindust 83 með COVID-19 í gær. Þetta kemur fram á covid.is.

Minni umferð eftir að hertar takmarkanir tóku gildi
Í langflestum vikum það sem af er ári hefur umferð á höfuðborgarsvæðinu mælst minni en á sama tíma árið 2019. Vegagerðin telur að hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi í síðustu viku hafi ýtt undir frekari samdrátt.

Alma minnir á 10 heilræði til að hlúa að heilsunni
Alma D. Möller landlæknir fór yfir stöðuna í heilbrigðiskerfinu í dag og minnti landsmenn á tíu heilræði til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.

50 innanlandssmit
Alls greindust 50 með COVID-19 í gær. Þetta kemur fram á covid.is.

Er mjög montinn af Sigríði Andersen
Meira hefur farið fyrir gagnrýni á ráðstafanir stjórnvalda nú en í fyrri bylgjum faraldursins og hefur Kári ekki farið varhluta af því. Hann segir eðlilegt að spurningum sé velt upp um áhrif og árangur aðgerðanna.

60 greindust innanlands í gær
Nýjum tilfellum fækkar milli daga. Nýgengi innanlandssmita heldur þó áfram að hækka og mælist nú 237,3 á hverja 100 þúsund íbúa.

Ekkert barn hafi verið lagt inn vegna COVID-19
146 börn eru nú í einangrun með virkt smit eða um fimmtán prósent þeirra sem eru í einangrun hér á landi.

Ekki komið til greina að loka skólum tímabundið
Mikið hefur verið fjallað um kórónaveirusmit í skólum undanfarna daga. Þó hafa engar hópsýkingar komið upp og lítið verið um það að fólk smitist inn í skólunum sjálfum. Menntamálaráðherra fylgist vel með þróun faraldursins.

87 greindust innanlands
Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka og mælist nú 226,3 smit á hverja 100 þúsund íbúa. 3.409 einstaklingar eru nú í sóttkví og fækkar um 511 milli daga.

Aftur metfjöldi sjúkraflutninga
Mikið álag hefur verið á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að undanförnu en sérstakur viðbúnaður er til staðar þegar grunur er um sjúklingur sé með COVID-19.

Afbókuðu sumarbústaðaferðir
Þrjú af stærstu stéttarfélögum landsins, VR, Efling og Sameyki, buðu félagsmönnum sínum endurgreiðslu á bókuðu sumarhúsi um helgina. Félagsmenn brugðust hratt við og afbókuðu og ætla að vera heima um helgina.

Skerðing á réttindum getur líka reynst plága
Í nýrri vísindagrein er fjallað um hættuna sem stafað getur af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda heimsins fyrir lýðræði og vernd mannréttinda. Afleiðingarnar geti verið jafn alvarlegar og sjúkdómurinn sem þeim er ætlað að hefta.

Rannsaka hvaða samsetning aðgerða virki best gegn útbreiðslu
Hópur vísindamanna við Háskóla Íslands mun rannsaka áhrif sóttvarnaaðgerða á þróun Covid-19 faraldursins. Markmiðið er að komast að því hvaða samsetning samfélagslegra aðgerða henti best til að takast á við faraldurinn.

Tæplega hundrað ný innanlandssmit
Alls greindust tæplega eitt hundrað manns með COVID-19 innanlandssmit í gær auk þess sem átta greindust á landamærunum. Nú eru 24 inniliggjandi á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu.

Smit í Salaskóla
Nemendur í 1.- 4.bekk í Salaskóla hafa allir verið sendir í úrvinnslusóttkví á meðan að smitrakningu stendur yfir vegna smits hjá starfsmanni á yngsta stigi skólans.

Þrjú smit í viðbót hjá Ítölum - leikur við Ísland í óvissu
Fjórir leikmenn og einn starfsmaður hjá ítalska U-21 árs landsliðsinu í knattspyrnu kara hafa greinst með kórónaveiruna síðusta dagana. Liðið á að mæta Íslandi í undankeppni EM 2021 á Víkingsvellinum í dag.

Dagdvöl hjá Hrafnistu lokað vegna smits
Dagdvölinni Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur verið lokað tímabundið. Gestur dvalarinnar greindist með Covid-19 á miðvikudag en Hrafnistu var gert viðvart í gær.

Óvinnufært vegna COVID kvíða
Fjölmargir starfa heima vegna nýrra samkomutakmarkana en Óskar og Una segja faraldurinn geta verið meðvirkandi þáttur í að fólk verði óvinnufært vegna kvíða. Sálfræðingar fyrir fullorðna eru á öllum stöðvum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ.

600 manns í sýnatöku á hverri klukkustund
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að til standi að lengja vinnudaginn þar sem sýnatökur fara fram til þess að dreifa þeim betur yfir daginn. Vanalega fara 400 manns í sýnatöku hverja klukkustund í Orkuhúsinu en í dag náði sú tala upp í 600.

Yfir 4.000 ný smit í Þýskalandi síðasta sólarhring
Veiran er í miklum vexti í Þýsklandi en ekki hafa greinst jafn mörg smit þar í landi frá því í apríl síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra Þýskalands hefur þungar áhyggjur að ástandið muni versna og að veiran fari að dreifa sér stjórnlaust um allt land.

Landspítalinn hafi getu umfram svörtustu spár
Búast má við auknu álagi á Landspítalanum næstu vikur. Hátt í þrjú hundruð smit greindust síðustu þrjá sólarhringa en Páll Matthíasson forstjóri segir Landspítalann hafa getu til að takast á við það versta.

Töluvert eftir á í að ná til þeirra sem ættu að vera í sóttkví
Gríðalegt álag er á smitrakningarteyminu þessa dagana en það getur tekið allt upp í tvo sólarhringa að ná utan um þá hópa sem eiga að fara í sóttkví. Smitaðir einstaklingar eru beðnir um að hafa samband við þá sem þeir hafa verið í samskiptum við tveimur sólarhringum áður en einkenni komu fram.

Ritstjórar virtasta vísindarits heims fordæma aðgerðir í Bandaríkjunum
„Þeir umbreyttu hættuástandi í harmleik,“ segja ritstjórar The New England Journal of Medicine um yfirvöld í Bandaríkjunum og viðbrögð þeirra við kórónaveirufaraldrinum. Þetta er í fyrsta sinn sem ritstjórar eins elsta og virtasta vísindarits heims taka pólitíska afstöðu.

94 greindust innanlands í gær
Að sögn sóttvarnalæknis má gera ráð fyrir að mikill fjöldi smita muni greinast næstu daga. 23 liggja nú á Landspítalanum með COVID-19.

Þriðja smitið staðfest hjá Hrafnistu
Í samræmi við verkferla er nú unnið eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu sem er á vakt allan sólarhringinn í tilfellum sem þessum til að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfsmanna.

Smit á bráðamóttökunni - 27 starfsmenn og einn sjúklingur í sóttkví
Hátt í 30 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður bráðamóttökunnar greindist með Covid-19 á mánudag.

87 ný innanlandssmit og átján á sjúkrahúsi
Alls greindust 87 manns með veiruna innanlands í gær en rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Fólki í sóttkví fjölgar um tæplega 500 manns milli daga.

Loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu
Lokunin kemur samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum sem sóttvarnarlæknir hyggst mæla fyrir. 99 smit greindust innanlands í gær, þar af 95 á höfuðborgarsvæðinu.

Fjórir á gjörgæslu
15 einstaklingar eru nú inniliggjandi vegna Covid-19 á Landspítalanum, fjórir eru á gjörgæslu og þar af þrír í öndunarvél. Sóttvarnarlæknir segir að faraldurinn virðist vera í veldisvexti.

Fólk eigi að vera lítið á ferðinni og vinna heima
Sóttvarnaryfirvöld biðja íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að hafa hægt um sig næstu vikurnar. Mikið álag er nú á rakningateymi almannavarna og bið er eftir plássi í sóttvarnarhúsinu.

Víðir býst við því að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, telur sterk rök hníga til þess að leikur Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM 2021 fari fram á fimmtudagsvöldið kemur.

Tveggja metra reglan aftur í gildi á höfuðborgarsvæðinu
Sóttvarnarlæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að veitingahúsum verði lokað fyrr, nándarmörk verði skilgreind aftur sem tveir metrar og að keppnistarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur.

Þjónusta borgarinnar taki breytingum
Öll mál voru tekin af dagskrá borgarstjórnarfundar í dag og aðeins stuttlega rætt um neyðarstig almannavarna. Borgarstjóri sagði ljóst að þjónusta borgarinnar muni taka breytingum vegna þess vaxtar sem er í faraldrinum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Leik Hauka og Selfoss frestað - mótanefnd KKÍ fundar
Ákveðið hefur verið að fresta leik Hauka og Selfoss sem spila átti í 32 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta karla í kvöld.

Líklegast hlé gert á öllum keppnum
Líklegt er að nýjar aðgerðir heilbrigðisráðherra til að hindra frekari útbreiðslu kórónaveirunnar nái til íþróttalífs á Íslandi og er því ólíklegt að deildarkeppnir hér fái að halda áfram á næstu dögum.

Hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu brátt kynntar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að lagðar verði fram tillögur um hertar aðgerðir gegn útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Smit í Breiðholtslaug
Smit hefur komið upp hjá starfsmanni Breiðholtslaugar í Reykjavík. Laugin verður því lokuð næstu daga en stefnt er að því að hún opni að nýju föstudaginn 9.október.

Starfsmaður Krónunnar greindist með COVID-19
Er nú unnið að því að sótthreinsa verslunina í Flatahrauni og munu starfsmenn úr öðrum verslunum Krónunnar koma til með að leysa þá af sem fóru í sóttkví.

99 smit greindust innanlands í gær
Ekki hafa svo mörg smit greinst á einum degi frá því í vor þegar 99 smit bættust við þann 1. apríl.

Sjaldan erfiðara að vera fangi á Íslandi
Afstaða hefur lengi talað fyrir því að fangelsismálayfirvöld geri föngum kleift að eiga rafræn samskipti við sína nánustu. Formaður félagsins segir að aldrei hafi verið jafn mikilvægt fyrir fanga að hafa aðgang að internetinu nú þegar lokað hefur verið fyrir heimsóknir og leyfi.

Galið að litlum stöðvum sé lokað en hópíþróttir leyfðar
Á miðnætti tók gildi ný auglýsing heilbrigðisráðherra sem kveður meðal annars á um að öllum líkamsræktarstöðvum verði lokað næstu tvær vikurnar hið minnsta.

Engin viðurlög við því að leyna upplýsingum
Dæmi eru um að fólk reyni að leyna upplýsingum um ferðir sínar til að komast hjá því að senda annað fólk í sóttkví.

Viðbúið að erfiðara verði að ná tökum á faraldrinum núna
Sóttvarnarlæknir tók undir með Thor Aspelund líftölfræðing sem hefur sagt að yfirstandandi bylgja sé ófyrirsjáanlegri en þær fyrri.

Eðlilegt að finna fyrir farsóttarþreytu
Landlæknir hvetur fólk til að þétta sinn innri kjarna, forðast margmenni, spritta á sér hendurnar áður en og eftir að maður snertir hluti í sameiginlegum rýmum.

59 tilfelli innanlands og 15 á sjúkrahúsi
Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smita síðustu fjórtán daga á hverja 100 þúsund íbúa, hækkar milli daga og mælist nú 156,3.

Grímuskylda tekið gildi í Strætó
Viðskiptavinir Strætó eru ábyrgir fyrir því að útvega sér andlitsgrímur og eru hvattir til þess að nota snertilausar leiðir til að greiða fargjaldið.

Þessar takmarkanir eru nú í gildi
Hertar samkomureglur hafa tekið gildi og eru í takt við aðgerðir frá því í fyrstu bylgju faraldursins.

Upplýsingafundir framvegis á nýjum tíma
Upplýsingafundir almannavarna verða haldnir klukkan 11 fyrir hádegi en ekki klukkan 14 eins og verið hefur hingað til. Áfram verða fundirnir haldnir á mánudögum og fimmtudögum.

Smitaðir reyni margir að gefa sem minnst upp
Lágt hlutfall þeirra sem eru í sóttkví við greiningu á kórónuveirusmiti gæti skýrst af smitskömm fólks. Margir virðast reyna að segja smitrakningarteyminu sem minnst um ferðir sínar og það fólk sem það hefur umgengist.

47 ný innanlandssmit
Innlendum kórónuveirusmitum fjölgaði um 47 á landinu í gær. Fimm útskrifuðust af sjúkrahúsi í gær en enn liggja þrír á gjörgæslu.

Metfjöldi smita í Bretlandi og Frakklandi
Metfjöldi kjórónuveirusmita greindist bæði í Bretlandi og Frakklandi í gær. Í báðum löndum létu 49 lífið eftir baráttu við Covid-19.

Joe Biden ekki með COVID-19
Áður höfðu faraldsfræðingar lýst því yfir að Biden hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti á meðan hann atti kappi við Trump í forsetakappræðum á þriðjudag.

Áfram tvöföld skimun til 1. desember
Fyrirkomulagið tók fyrst gildi þann 19. ágúst síðastliðinn. Ákvörðunin er sögð byggjast á stöðu faraldursins hér innanlands og erlendis.

Engin áhætta tekin - Freyr heima með kvef
Ákveðið var að gæta fyllstu varúðar á blaðamannafundi sem KSÍ heldur þessa stundina. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er með kvef og mætti ekki á fundinn í eigin persónu.

Starfsmaður Rúmfatalagersins greindist með smit
Starfsmaður í verslun Rúmfatalagersins við Bíldshöfða hefur greinst jákvæður fyrir Covid veirunni.

Óljóst hvort veiran berist meira í viðkvæmari hópa
Þrettán sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með COVID-19. Þar af eru tveir á gjörgæslu í öndunarvél.

Tvö í öndunarvél og Landspítali á hættustigi
Landspítalinn er á hættustigi en 95 starfsmenn eru í sóttkví og 37 í einangrun. Þrettán eru inniliggjandi og tvö á gjörgæslu í öndunarvél.

Loka eftir smit hjá starfsmanni
Allir starfsmenn staðarins eru komnir í sóttkví. Munu þeir sem starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu og smitrakningateymi almannavarna snæða frítt hjá Hlöllabátum á meðan lokunin stendur yfir.

Erfðaefni Neanderdals-manna hefur slæm áhrif á COVID-19
Einstaklingar með erfðaefni Neanderdalsmanna í genamengi sínu eru líklegri til þess að fá alvarleg og langvarandi eftirköst eftir að hafa sýkst af kórónaveirunni samkvæmt rannsókn sem birt var á dögunum.

36 greindust innanlands
Fjölgar nýjum tilfellum milli daga en 33 smit greindust á þriðjudag. Rúmur helmingur smita greindist í sóttkví. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi síðar í dag.

Smit á ritstjórn Morgunblaðsins
Starfsmaður ritstjórnar Morgunblaðsins og mbl.is hefur greinst smitaður af kórónaveirunni og var starfsfólki Árvakurs greint frá þessu í kvöld.

Bíða fimm skipverja með COVID-19 einkenni
Von er á togara til Seyðisfjarðar í kvöld með fimm skipverja innanborðs sem fundið hafa til einkenna sem svipa mjög til COVID-19.

Smitum fjölgar á Eir hjúkrunarheimili
Tvær hæðir eru nú í sóttkví og hafa íbúarnir verið fluttir á sérútbúna COVID-deild. Tímabundið hefur verið lokað fyrir komu gesta á hjúkrunarheimilið.

33 smit og átta á sjúkrahúsi með COVID-19
Átta manns eru nú á sjúkrahúsi hér á landi með COVID-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. 33 smit greindust hér á landi í gær samanborið við 32 smit á mánudag.

Tveir íbúar til viðbótar með Covid-19
Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið lokað fyrir heimsóknum en í gær greindust tveir íbúar til viðbótar með Covid-19.

Smit greindist í Vestmannaeyjum
Áður höfðu engin ný smit greinst þar frá því 22. ágúst.

Jafn margir inniliggjandi vegna veirunnar og í maí
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins leikur Dani nú grátt en alls eru hundrað og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og hafa ekki verið fleiri frá því í maí síðastliðinn.

Fimm inniliggjandi á Landspítala með COVID-19
Landlæknir hefur áhyggjur af stöðunni en Landspítalinn hefur hafið undirbúning undir fjölgun innlagna.

„Spurning um það hvernig samfélagi við viljum búa í“
Víðir telur að óhóflegt lögreglueftirlit með því hvort fólk fylgi reglum um sóttkví sé ekki til bóta. Lögregla þurfti um helgina að hafa afskipti af fjórum ferðamönnum sem brutu reglur um sóttkví.

„Þessi staða er áhyggjuefni"
Landlæknir segir að róðurinn sé byrjaður að þyngjast verulega innan heilbrigðiskerfisins. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða en um 300 starfsmenn Landspítalans eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun.

Áhöfn Þórunnar í sóttkví eftir að skipverji greindist með smit
Skipverji um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE lauk túrnum sínum á miðvikudag í síðustu viku og greindist með COVID-19 á laugardag. Áhöfnin er nú í sóttkví og er skipstjórinn í stöðugu sambandi við rakningarteymið.

Ónæmir geti enn borið smit
Þríeykið minnir á að þeir sem ónæmir eru fyrir COVID-19 og hafa áður smitast geta enn borið smit á milli einstaklinga, meðal annars í gegnum snertismit.

Ekki ástæða til að grípa til hertra aðgerða
Þórólfur Guðnason telur ekki ástæður til að herða aðgerðir þrátt fyrir aukin smit. Samfélagssmit eru að ganga niður og stór hluti nýrra smita greinast í sóttkví. „Þetta er alls ekki búið.“

Skipverjar Valdimars GK fóru í land á Djúpavogi
Allir fjórtán skipverjar línuskipsins Valdimars GK greindust með kórónuveiruna eftir sýnatöku í gær.

39 smit greindust innanlands
Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka en ekki hafa fleiri greinst í sóttkví í þriðju bylgju. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag.

Ísland komið á rauðan lista hjá Svisslendingum
Farþegar frá Íslandi þurfa nú að sæta tíu daga sóttkví við komuna til Sviss. Hröð fjölgun kórónaveirusmita hér á landi hefur gert íslenskum ferðalöngum erfitt fyrir.

Rúmlega milljón látnir af völdum COVID-19
Samkvæmt tölfræðiveitunni Worldometers hafa rúmlega milljón manns látist á heismsvísu vegna COVID-1 9 faraldursins.

20 smit í gær og einn á gjörgæslu
Fjórir eru á sjúkrahúsi hér á landi með COVID-19 og einn á gjörgæslu. Alls greindust 20 kórónuveirusmit hér á landi í gær.

Mörg þúsund manns á COVID-mótmælum í London
Flöskum var kastað í átt að lögreglumönnum sem leystu upp mótmæli á Trafalgar-torgi í Lundúnum aðra helgina í röð. Mótmælendur telja aðgerðir yfirvalda til að hefta útbreiðslu COVID-19 ganga of langt.

Starfsmaður í Lundarskóla með COVID-19
Starfsmaður við Lundarskóla á Akureyri greindist með COVID-19. Skólahald fyrir nemendur í 1. til 6. bekk Lundarskóla á Akureyri fellur niður meðan að smitrakning fer fram.

Hertar aðgerðir til skoðunar
Frá 18. september síðastliðnum hafa greinst 352 kórónuveirusmit hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann verði fljótur að skila tillögum um harðari aðgerðir ef á þarf að halda.