Allt um COVID-19

Hér má nálgast allar upplýsingar um COVID-19 faraldurinn.

28. nóv 11:11

Hvetur fólk til að gefa réttar upp­­­lýsingar við smitrakningu

Rögnvaldur Ólafsson hefur áhyggjur af því að ekki hafi tekist að rekja öll smitin sem greinst hafa undanfarna daga.

28. nóv 11:11

21 smit innanlands í gær

21 einstaklingur greindist með COVID-19 smit innanlands í gær.

27. nóv 11:11

Vís­bendingar um veldis­vöxt: „Við verðum að halda þetta út“

Sóttvarnayfirvöld hafa áhyggjur af því að fólk hafi slakað of mikið á og farið óvarlega síðustu daga. Stóran hluta smita sem greinst hafa undanfarna daga má rekja til hittinga og hópamyndunar um síðustu helgi.

27. nóv 11:11

Tuttugu innanlandssmit - ellefu utan sóttkvíar

Tuttugu greindust með kórónuveiruna í gær. Nýgengi innanlandssmita síðustu fjórtán daga hækkar á milli daga.

27. nóv 10:11

Smit í Öldu­túns­skóla: 62 börn í sótt­kví

COVID-19 smit greindist í gær í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. 62 börn eru í sóttkví og 14 starfsmenn.

26. nóv 16:11

Ekkert smit í verslunum eða veitinga­stöðum Kringlunnar

Kringlan segir það rangt að smit hafi greinst hjá starfs­fólki þeirra. Greint var frá því á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag að hluti smita liðinna daga mætti rekja til verslunar­mið­stöðva.

26. nóv 15:11

Lengdur opnunar­tími og aukin gæsla á Black Fri­day

Á morgun er einn stærsti verslunar­dagur ársins. Verslunar­mið­stöðvar ætla að lengja opnunar­tíma og auka öryggis­gæslu á göngu­götu til að koma í veg fyrir hópa­myndanir eða að raðir verslana skarist.

26. nóv 11:11

Víðir farinn að finna fyrir einkennum

Víðir Reynisson er farinn að finna fyrir einkennum eftir að hafa greinst með Covid-19 í gær.

26. nóv 11:11

Ellefu greindust innanlands í gær - þrír í sóttkví

Alls greindust 15 smit í gær, 11 innanlands og fjögur á landamærum. Einstaklingum í sóttkví fjölgar um 155 á milli daga.

26. nóv 10:11

Karl Svíaprins og Soffía prinsessa með Covid-19

Hjónin greindust með Covid-19 í gær. Þau eru nú í einangrun ásamt börnum sínum.

25. nóv 16:11

Víðir heima í ein­angrun: „Læ­vís og lúmsk þessi veira“

Víðir greindist með COVID-19 í dag. Hann er kominn heim í einangrun.

25. nóv 15:11

Víðir greindist með COVID-19

Víðir var kominn í sóttkví eftir að smit kom upp í nærumhverfi hans. Hann greindist með Covid-19 í dag eftir að hafa verið með neikvætt sýni á mánudag.

24. nóv 12:11

Dauðir minkar koma upp úr jörðinni

Millljónir minka hafa nú verið aflífaðir í Danmörku. Hræ dýranna eru grafin á vöktuðu svæði á Vestur- Jótlandi en lofttegundir í jarðveginum valda því að hræin ýtast upp og í gegnum jarðveginn.

24. nóv 12:11

Af­lýsa æfingum eftir brot á reglu­gerð: Hvergi „skil­greind sem í­þrótta­fé­lag“

Ferðafélag Íslands taldi sig mega skipuleggja sameiginlega æfingar eða gönguferðir undirhópa sinna vegna þess að ekki er sérstaklega talað um útivist í reglugerð ráðherra um samkomutakmarkanir.

24. nóv 10:11

Níu greindust innan­­lands — fimm í sóttkví

Nýjum tilfellum fjölgar milli daga samhliða aukinni sýnatöku. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og mælist það lægsta í Evrópu.

24. nóv 06:11

Í­trekaðar tafir á af­hendingu mikil­vægs Co­vid-greininga­tækis

Ítrekaðar tafir hafa verið á komu öflugs greiningatækis sem sýkla- og veirufræðideild Landspítala hefur beðið eftir frá því í vor. Tækið mun margfalda afkastagetu deildarinnar en yfirlæknir segir óvíst hvort sú geta verði fullnýtt í bráð. Skortur á nauðsynlegu hvarfefni gæti þá reynst áskorun þar sem framleiðendur eigi nú sumir erfitt með mæta eftirspurn.

23. nóv 15:11

Fé­lag frétta­manna gagn­rýnir niður­skurð á RÚV

Félag fréttamanna gagnrýnir niðurskurð á fréttastofu RÚV.

23. nóv 11:11

Flytja síðustu CO­VID-sjúk­lingana af Landa­koti

Landlæknir skoðar nú skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti. Stefnt er að flytja síðustu sjúklingana sem eru í einangrun þar á Landspítalann svo hægt verði að koma starfsemi Landakots í eðlilegt horf.

23. nóv 11:11

Þörf á að passa landa­mærin í kjöl­far hóp­sýkinga

Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að koma í veg fyrir að lítil hópsmit verði að stórum hópsýkingum sem dreifist um samfélagið. Unnið er að því að útbúa almennar leiðbeiningar um veisluhöld og sýkingavarnir í kringum hátíðirnar.

23. nóv 10:11

Már gestur á upplýsingafundi dagsins

Upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 11 í dag.

22. nóv 21:11

Af­léttingar verði kynntar eftir viku

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna, segist telja að hægt verði að kynna til­slakanir á sam­komu­tak­mörkunum eftir rúma viku. Hann vonar að hægt verði að halda jólin undir léttari tak­mörkunum en hafa verið í gildi síðustu vikur.

22. nóv 19:11

„Fólk er að vanda sig og að leita að ástinni“

Sífellt fleiri leita á Internetið í leit að ástinni.

22. nóv 17:11

Banda­­ríkja­­menn vonast til að hefja bólu­­setningar innan mánaðar

Banda­ríkja­menn vonast til að geta hafið bólu­setningar við Co­vid-19 þann 11. desember. Mat­væla og lyfja­­eftir­­lits­­stofnun Banda­­ríkjanna tekur á­kvörðun um hvort leyfa eigi dreifingu á bólu­efni Pfizer þann 10. desember en fyrir­tækið segist ætla að hefja dreifingu á því strax og leyfið liggur fyrir.

22. nóv 15:11

Nýgengni smita lægst á Íslandi

Hvergi í Evr­ópu eru jafn fá kór­ónu­veiru­smit á hverja 100 þúsund íbúa og á Íslandi sam­kvæmt töl­um evr­ópsku sótt­varna­stofn­un­ar­inn­ar. Smit mælast nú 57,7 á hverja 100 þúsund íbúa.

22. nóv 13:11

Fjórði hver Svíi segir nei við bólusetningu

Samkvæmt nýrri rannsókn vill fjórði hver Svíi ekki láta bólusetja sig. Langflestir eru á móti því vegna hræðslu við aukaverkanir.

22. nóv 11:11

Fimm greindust innanlands í gær

Aðeins fimm greindust með Covid-19 í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Töluvert færri sýni voru tekin innanlands í gær en daginn áður.

21. nóv 11:11

Fimmtán innanlandssmit

15 greindust með Covid-19 innanlands í gær og tveir voru með virkt smit á landamærum.

20. nóv 12:11

Skóla­lokanir hafi víð­tæk á­hrif: Þriðjungur geti ekki stundað fjar­nám

Kórónuveirufaraldurinn gæti haft langvarandi slæm áhrif á börn ef yfirvöld um allan heim bregðast ekki við núna segir í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

20. nóv 11:11

Tíu ný smit innan­lands í gær - sjö virk smit á landa­mærum

Ellefu smit greindust á landamærum í gær, þar af sjö virk smit. Smitum fjölgar frá því í gær þegar aðeins fjögur smit greindust innanlands.

20. nóv 07:11

Börnin safna minningum um far­aldurinn fyrir barna­börnin

Í dag er alþjóðadagur barna. Kristín, Ísabel, Bergþóra, Baldur og Hjalti, sem eru í sjötta bekk og fulltrúar í réttindaráði Laugarnesskóla, vinna að því að allir nemendur þekki sín réttindi. Þau geta ekki beðið eftir að faraldrinum ljúki. UNICEF kallaði eftir myndum eftir börn af heiminum eftir heimsfaraldurin

19. nóv 12:11

Lang­tíma­á­hrif CO­VID-19 ó­þekkt: Vakta lýð­heilsu og geð­heil­brigði

Landlæknir hvetur almenning til að gæta vel að bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Passa upp á svefninn og borða hollan mat.

19. nóv 11:11

Þór­ólfur: „Ég er ó­sam­mála Kára“

Vinna við skipulagningu bólusetningar er hafin. Ekki er enn ljóst hver verður í forgangi en unnið er að þeirri áætlun. Sóttvarnalæknir er ekki sammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um forgang heilbrigðisstarfsfólks.

19. nóv 11:11

„Getum glaðst yfir þessum góða árángri"

Sóttvarnalæknir fagnar þeim árangri sem náðst hefur síðustu vikur. Hann skorar á alla að fara mjög gætilega næstu vikurnar þannig að ekki komi bakslag fyrir jól.

19. nóv 10:11

Fólk getur smitað eftir að það er búið að jafna sig á Co­vid-19

Einstaklingar sem hafa sýkst af Covid-19 geta seinna aftur orðið smitberar hvort sem þeir endursýkjast eða ekki. Hættan á endursýkingu hjá fólki með mótefni útilokar ekki að bólusetning gegn Covid-19 sé gagnleg.

19. nóv 10:11

Þrí­eykið á upp­lýsinga­fundi dagsins

Fundur upplýsingavarna fer fram klukkan 11 í dag.

18. nóv 21:11

Í fjar­vinnu í 40 vikur: „Heil með­ganga“

Íslensk kona sem búsett er í Danmörku hefur nú verið í fjarvinnu í alls 40 vikur. Hún segir að hún hafi lært mikið um að taka sér pásu og að passa að skil á milli vinnu og heimilis séu skýr.

18. nóv 18:11

18 manns nú á spítala vegna CO­VID-19

Alls eru nú á­tján manns inni­liggjandi á Land­spítalanum vegna CO­VID-19.

18. nóv 14:11

Litlar líkur á að skóla­bíl­stjórinn hafi smitað börnin

37 eru í sóttkví eftir að skólabílstjóri greindist með COVID-19. Þau fara í sýnatöku aftur á föstudag.

18. nóv 12:11

Skóla­forðun aukist í far­aldrinum

Þorsteinn sagði að mikið álag hafi verið á kennurum og skólastjórnendum frá því að faraldurinn hófst. Þá séu dæmi séu um að stjórnendur hafi haft eina helgi eða minna til að endurskipuleggja nám hundraða barna í samræmi við nýjar sóttvarnareglur.

18. nóv 11:11

2.700 í úr­ræði hjá VIRK: Erfitt að koma fólki í vinnu­úr­ræði

Framkvæmdastjóri VIRK sagði frá nýju átaki um góð samskipti. Hún sagði mikilvægt að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri heilsu.

18. nóv 10:11

Ellefu greindust innan­lands

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og mælist nú 56,4 á hverja 100 þúsund íbúa. 55 sjúklingar eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19.

18. nóv 10:11

Full­trúar VIRK og Skóla­stjóra­fé­lags Ís­lands á fundi dagsins

Upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 11 í dag.

17. nóv 18:11

Börn mun lengur saman í skólanum en á í­þrótta­æfingum

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, er ekki til­búinn til þess að fallast á það að það hafi verið furðu­leg for­gangs­röðun að af­létta tak­mörkunum á í­þrótta­starfi frekar en skóla­starfi.

17. nóv 16:11

For­maður Blaða­manna­fé­lags „gáttaður“ á gagn­rýni á Einar Þor­­steins

Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það hlutverk blaðamanna að spyrja spurninga. Þau verði að fá að gera það. Hann segist gáttaður á gagnrýni á Einar Þorsteins á RÚV.

17. nóv 13:11

Sýna­­taka á landa­­mærum tíma­bundið gjald­frjáls

Markmið breytinganna er að hvetja fólk til að fara í sýnatöku frekar en sóttkví.

17. nóv 12:11

Þurfum að halda þetta út til að sleppa við bak­slag rétt fyrir jól

Prófessor í líftölfræði segir að landsmenn þurfi áfram að sýna þolinmæði og reyna að fækka daglegum Covid-19 smitum enn frekar. Verði takmörkunum aflétt á næstunni geti Íslendingar átt á hættu á að „fá þetta aftur í hausinn á okkur rétt fyrir jól.“

17. nóv 11:11

Sjö greindust innanlands í gær- sex voru í sóttkví

Alls greindust sjö með Covid-19 innanlands í gær. Allir nema einn voru í sóttkví við greiningu. Fleiri sýni voru tekin í gær en undanfarna daga.

17. nóv 10:11

Covid-19 þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð

Covid-19 er þriðja algengasta dánarorsökin í Svíþjóð í ár. Alls hafa nú 6.164 látið lífið vegna sjúkdómsins í landinu. Sjálfsvígum hefur ekki fjölgað þar í landi í ár.

17. nóv 10:11

Far­þegar sem hafa fengið Co­vid-19 þurfa áfram að bera grímu

Viðskiptavinir og vagnstjórar Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verða áfram skyldaðir til að bera grímu í vögnum, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki.

17. nóv 07:11

Fólk leitar seinna og síður til lækna en áður

Erfiðara er orðið að fá tíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir breytingu á verklagi ekki skapa óöryggi hjá sjúklingum en að fólk virðist þó leita síður eða seinna til læknis.

16. nóv 20:11

Sam­komu­bannið skjóti skökku við hjá ­slökum Svíum

Íslendingur í Stokkhólmi segir hertar takmarkanir í Svíþjóð sem kynntar voru í dag vekja athygli þar í landi. Hann segir Svía hingað til hafa verið slaka vegna heimsfaraldursins og viðbrögðin róleg.

16. nóv 19:11

Í góðu lagi að mót­efna­menni séu skikkuð til að nota grímur

Víðir Reynisson, segist skilja vel afstöðu verslunareigenda sem hyggjast halda áfram að skikka alla viðskiptavini sína til þess að bera grímur, óháð því hvort þeir séu með mótefni eður ei.

16. nóv 16:11

Enn grímu­skylda í verslunum Krónunnar

Í Krónunni verður áfram grímuskylda fyrir alla.

16. nóv 13:11

Herða takmarkanir í Svíþjóð

Covid-19 smitum fjölgar hratt í Svíþjóð en nú hefur verið gripið til hertra sóttvarnaaðgerða í 20 af 21 sveitarfélagi í landinu.

16. nóv 12:11

Bólu­efni gegn Covid-19 virki í 95% til­fella

Bólu­efni bandaríska lyfjaframleiðandans Moderna er sagt fram­kalla vörn gegn Covid-19 í um 95 pró­sent til­fella, hjá þeim ein­stak­lingum sem hafa tekið þátt í klínískum rann­sóknum fyr­ir­tækisins und­an­farna mán­uði.

16. nóv 12:11

Ekki til skoðunar að opna sund­laugar fyrir al­menning

Sóttvarnalæknir segir það ekki sérstaklega til skoðunar að opna sundlaugar landsins fyrir almenning.

16. nóv 11:11

Óbreytt grímuskylda verslana til skoðunar

Til skoðunar er hvort verslanir geti sjálfar ákveðið hvort allir þurfi að bera grímu þrátt fyrir að það segi í reglugerð ráðherra að ákveðnir hópar, eins og þau sem smitast hafa af COVID-19, þurfi ekki að bera grímu.

16. nóv 11:11

„Smitrakning“ uppáhalds orð Ölmu

Dagur íslenskrar tungu: Uppáhalds orð landlæknis er smitrakning. „Það verður örugglega kosið orð ársins, eitthvað úr kófinu“ sagði Alma. Þórólfur sagði að orðið fordæmalaus kæmi fyrst upp í hugann og Rögnvaldur sagði COVID-þreyta. „Kannski því maður finnur svolítið fyrir henni sjálfur.“

16. nóv 11:11

Níu ný smit síðasta sólarhringinn

Níu einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær. Einungis 382 innanlandssýni voru tekin síðastliðinn sólarhring og hafa ekki verið jafn fá frá því um miðjan september.

16. nóv 10:11

Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á fundi dagsins

Upplýsingafundur almannavarna verður klukkan 11 í dag.

16. nóv 10:11

Milljón ný smit á sex dögum

Fleiri en milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum á aðeins sex dögum. Þúsund einstaklingar láta lífið af völdum sjúkdómsins að meðaltali á dag í landinu.

15. nóv 13:11

Fagnar um­ræðu en segir Brynjar „væla eins og stunginn grís“

Nokkur styr hefur staðið um Brynjar Níelsson síðustu daga vegna gagnrýni hans á sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, taka undir með Brynjari að mikilvægt sé að ræða áhrif aðgerðanna en eru ósammála nálgun hans.

15. nóv 10:11

Þrír greindust með Co­vid-19 — ekki færri í tvo mánuði

Sextán farþegar voru með jákvæða niðurstöðu á landamærum og bíða allir niðurstöðu mótefnamælingar. Yfir tvær vikur eru frá því að svo margir greindust á landamærum.

14. nóv 11:11

17 ný smit innan­lands - þrír á gjör­gæslu

Sautján greindust með COVID-19 í gær. Það eru rúmlega helmingi fleiri en í fyrradag þegar átta greindust.

13. nóv 18:11

Þeir sem hafa fengið Covid-19 þurfa ekki að bera grímur

Á fimmta þúsund Íslendingar verða undanskildir grímunotkun í næstu viku þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveirutakmarkanir tekur gildi.

13. nóv 15:11

Breyting um fjölda­mörk breyti ekki miklu fyrir fram­halds­skóla

Tveggja metra reglan gerir framhaldsskólum erfitt fyrir að nýta sér rýmkun á samkomutakmörkunum úr 10 í 25. Formaður Félags framhaldsskólakennara telur að breyting ráðherra komi sér vel fyrir list- og verkgreinar en aðrir geti illa nýtt þær.

13. nóv 15:11

Bein út­sending: Kynning Landa­kots­skýrslu

Bein útsending frá kynningu á skýrslu Landspítalans um hópsýkingu COVID-19 á Landakoti.

13. nóv 10:11

Ís­land ekki lengur flokkað sem rautt svæði

Ísland er ekki lengur á rauðum lista hjá Sóttvarnastofnun Evrópu.

12. nóv 16:11

Ís­lendingur lést úr CO­VID-19 í Rúss­landi

Maðurinn lést í gær.

12. nóv 13:11

Full bjartsýnt að bóluefni verði komið í janúar

Yfir­maður sótt­varna Evrópu­sam­bandsins segir full bjartsýnt að telja að bóluefni verði tilbúið í janúar 2021. Enn sé langt í land þó að rannsóknir komi vel út.

12. nóv 12:11

Val­kvæðar að­gerðir heimilar eftir helgi fyrir norðan

Valkvæðar aðgerðir verða heimilar aftur á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir helgi. Álag er að minnka á heilbrigðiskerfinu fyrir norðan. Þrjár stórar hópsýkingar komu upp þar í þriðju bylgju.

12. nóv 11:11

Á­stæða til bjart­sýni en mikil­vægt að fara var­lega í af­léttingar

Sóttvarnalæknir segir jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis gegn Covid-19 vera ánægjulegar. Ef allt fari að óskum verði hægt að hefja bólusetningar hér á landi á fyrri hluta næsta árs. Fram að því þurfi þó að halda áfram að notast við árangursríkar aðferðir til að halda faraldrinum í lágmarki.

12. nóv 11:11

25 látin vegna Covid-19 á Íslandi

Fimmtán hafa nú látist í þessari bylgju faraldursins.

12. nóv 11:11

18 ný smit innanlands- 14 í sóttkví

18 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær og þrjú jákvæð sýni greindust á landamærunum.

12. nóv 09:11

Fram­kvæmda­stjóri lækninga á Akur­eyri gestur al­manna­varna

Fundur almannavarna fer fram klukkan 11 í dag.

11. nóv 16:11

Hyggjast færa Land­spítala af neyðar­stigi á morgun

Er það mat viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans að tök hafi náðst á faraldrinum sem upp kom á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn til að starfa á hættustigi.

11. nóv 14:11

Hjónin á bak við Pfizer-bólu­efnið

Þýska fyrir­­­tækið BioN­Tech, sem hefur framleitt bóluefni sem virkar í 90 prósentum tilfella, var stofnað af hjónunum Ugur Sahin og Özlem Türec. Sahin hélt því fram á ráð­stefnu fyrir tveimur árum að hann gæti fram­leitt bólu­efni á met­hraða, ef þörf væri á.

11. nóv 12:11

Litlar líkur á vöruskorti fyrir jól

Atvinnurekendur eru margir áhyggjufullir en telja flest að fyrirtækin lifi af næsta árið. Verslunarmenn bíða þess að sjá hvernig fyrirkomulag sóttvarna verður á aðventu og hvaða áhrif það hefur á verslun. Litlar líkur eru á vöruskorti fyrir jól.

11. nóv 11:11

Gruna að nokkrar nýjar hóp­sýkingar hafi komið upp

26 einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 síðastliðinn sólarhring, yfir tvöfalt fleiri en daginn áður. Talið er að mögulega sé um að ræða nokkrar litlar hópsýkingar.

11. nóv 10:11

26 greindust innan­­lands — rúm tvö­földun milli daga

Nýjum tilfellum fjölgar milli daga þrátt fyrir að færri sýni hafi verið tekin. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka.

10. nóv 13:11

Gríðar­leg fjölgun í fjölda síma­vina hjá Rauða krossinum

Mikil fjölgun er á símavinum hjá Rauða krossi Íslands í COVID-19. Alls voru tíu pör í byrjun árs, en nú eru þau 217.

10. nóv 10:11

Ellefu greindust innan­lands — fækkar á sjúkra­húsi

Nýjum tilfellum fækkar milli daga og nýgengi heldur áfram að minnka. Einn sjúklingur lést á Landspítala vegna Covid-19 síðastliðinn sólarhring.

09. nóv 22:11

For­seti Úkraínu með CO­VID-19

Voldymyr Zelensky forseti Úkraínu tilkynnti um jákvæða greiningu sína á Twitter í dag. Hann er við góða heilsu og sinnir embættisskyldum úr einangruninni.

09. nóv 21:11

Auknar vinsældir fjar-hátíða: Ekki hægt að „bíða og fresta“ lengur

Viðburðastjórnandi segir að fólk sé nú tilbúið til að nýta tæknina í meiri mæli til að mæta á allskyns viðburði. Samkomutakmarkanir verði líklega lengur á og að ekki sé lengur hægt að fresta partíunum.

09. nóv 13:11

For­setinn greindist nei­kvæður fyrir CO­VID-19

Forseti Íslands er ekki með COVID-19. Hann þurfti að fara í sóttkví eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með veiruna í síðustu viku.

09. nóv 12:11

Land­spítalinn tekinn af neyðar­stigi í vikunni

Forstjóri Landspítalans býst við því að geta fært Landspítalann af neyðarstigi snemma í vikunni. Álag er enn mikið og margir inniliggjandi. Alls hafa 13 látist í þriðju bylgju faraldursins og 160 lagst inn. Aldur er sérstakur áhættuþáttur í þessari bylgju.

09. nóv 11:11

Hlutfall dauðsfalla hærra en í fyrstu bylgju

Fleiri hafa látið lífið af völdum Covid-19 í þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Sóttvarnalæknir segir að alvarleg veikindi séu einnig algengari nú en áður.

09. nóv 11:11

16 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring

Svo virðist sem kórónaveiran sé á undanhaldi hér á landi en smitum hefur farið fækkandi síðastliðna viku. Nærri níutíu prósent þeirra sem greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring voru í sóttkví við greiningu.

09. nóv 10:11

Tíu af þrettán andlátum tengd Landakoti

Alls hafa þrettán látist úr COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins. Tíu af þeim tengjast hópsýkingu á Landakoti.

09. nóv 09:11

Í beinni: For­­stjóri Land­­spítala á fundi al­manna­varna

Fundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis verður klukkan 11 í dag. Sýnt verður frá honum beint á vef Fréttablaðsins.

08. nóv 11:11

Tveir létust úr COVID-19 á Landspítala

Tveir einstaklingar létust úr COVID-19 á Landspítala síðastliðinn sólarhring en alls hafa nú 20 manns látist hér á landi eftir að hafa smitast.

08. nóv 11:11

Þrettán innan­lands­smit og átta við landa­mærin

Átta af þeim sem greindust innanlands voru ekki í sóttkví við greiningu. Átta greindust við landamæraskimun. Töluvert færri sýni en síðustu daga voru tekin bæði innanlands og við landamærin.

06. nóv 10:11

Nítján smit greindust innan­lands

Nýjum tilfellum fækkar áfram milli daga en 25 greindust með Covid-19 á miðvikudag. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka.

06. nóv 08:11

Danmörk á varúðarlista Breta

Danmörk er nú komið á varúðarlista Breta til að koma í veg fyrir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar berist til landsins.

05. nóv 12:11

Fólk haldi sig heima um helgina

Að sögn Víðis ætti fólk að sleppa öllum ferðalögum á meðan staða faraldursins er enn á viðkvæmum stað. Mögulega séu jákvæð teikn á lofti en mikilvægt sé að halda áfram að fara varlega.

05. nóv 11:11

Vonandi hægt að slaka á að­gerðum þann 18. nóvember

Sóttvarnalæknir segir hlutfall jákvæðra sýna fara fækkandi og að strax megi sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið var til fyrr í vikunni. Mögulega verði hægt að slaka á aðgerðum eftir tvær vikur en fara þurfi hægt í allar tilslakanir.

05. nóv 11:11

Átján látin vegna COVID-19 á Íslandi

Er þetta áttunda andlátið af völdum Covid-19 í þessari bylgju faraldursins.

05. nóv 11:11

25 ný innan­lands­smit: Rúm­lega 5 þúsund smit í heildina

Af þeim sem greindust voru 5 utan sóttkvíar við greiningu. Einn einstaklingur á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær.

05. nóv 10:11

Í beinni: Fundur almannavarna í dag

Bein útsending frá fundi almannavarna.

05. nóv 10:11

Kennari greindist með COVID-19 í Vogaskóla

Ekki er talin þörf á að senda nemendur í sóttkví vegna grímunotkunar og fjarlægðartakmarkanna. Nokkrir kennarar á unglingastigi eru í sóttkví fram á að minnsta kosti mánudag.

04. nóv 15:11

Smit á sam­býli fyrir konur með heila­bilun

Smit greindist hjá starfsmanni í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að skima alla íbúa sambýlisins.

04. nóv 12:11

Þessi bylgja faraldursins erfiðari fyrir eldri borgara

Formaður Lands­sam­bands eldri borg­ara segir að þessi bylgja faraldursins sé töluvert erfiðari en sú fyrsta. Hún segir miklar líkur séu á að eldri borgarar upplifi næringarskort í meira mæli þessa dagana.

04. nóv 12:11

„Bjart­sýni og von fóstrar seiglu“

Anna Steinsen, fyrirlesari, ræddi fjarvinnu á tímum farsóttar og álag á fullorðnum og börnum.

04. nóv 11:11

147 lagst inn á Landspítalann í þriðju bylgju

147 hafa lagst inn á spítalann vegna COVID-19 í þriðju bylgju. Í þeirri fyrstu voru það alls 105. Margt er ólíkt í samfélaginu nú frá því í fyrstu bylgju.

04. nóv 11:11

29 innanlandssmit greindust í gær

29 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær, 21 var í sóttkví. 71 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu.

04. nóv 10:11

Þrí­eykið fjar­verandi á fundi al­manna­varna í dag

03. nóv 18:11

Þarf mikið til að deildum sé lokað: „Fólk bara þarf að sjá fólkið sitt“

Mikið þarf til að deildum spítalans sé alveg lokað fyrir heimsóknir og er mikið gert svo sjúklingar og aðstandendur geti hist. Aðstoðarmaður forstjóra spítalans segir þau hafa lært mikið um það á fyrstu bylgju faraldurs og geri betur núna.

03. nóv 13:11

Skamm­tíma­vistun fyrir fatlaða lokað vegna Co­vid-19

Um eða yfir 30 starfsmenn og notendur þjónustunnar þurfa að fara í sóttkví vegna málsins.

03. nóv 11:11

Ekki verður af sögulegri þátttöku KA/Þórs þetta árið

Handknattleiksdeild KA/Þórs hefur ákveðið að draga kvennalið félagsins úr keppni í Evrópubikarnum vegna kórónaveirunnnar.

03. nóv 10:11

Sautján látin vegna COVID-19 á Íslandi

Alls hafa nú 17 látið lífið vegna COVID-19 á Íslandi.

03. nóv 07:11

Börn eiga griðastað í skólum

Kennari í Hagaskóla segir mikilvægt að halda skólum opnum með sem minnstum skerðingum og framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur tekur undir. Sálfræðingur segir röskun valda börnum óöryggi.

02. nóv 12:11

Sigvaldi í sóttkví - Arnór Þór aftur inn í hópinn

Enn þarf að gera breytingar á leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta fyrir komandi leik liðsins í undankeppni EM 2022 gegn Litháen sem fram fer í Laugardalshöllinn á miðvikudaginn kemur.

02. nóv 12:11

Makar og að­stand­endur bíði úti í bíl

Hvorki makar né aðrir aðstandendur þungaðra kvenna mega fylgja þeim í ómskoðun á fósturgreiningu 21B frá og með morgundeginum.

02. nóv 11:11

Erum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt

Enn eru að greinast litlar hópsýkingar á landinu. Sóttvarnalæknir segir að næstu dagar muni skera úr um hvernig staðan sé raunuverulega.

02. nóv 11:11

For­dæmir ó­sátta við­skipta­vini: „Þetta er svo mikið kjaft­æði“

Víðir hvatti rekstraraðila sem „eru ekki beinlínis með lífsnauðsynlega starfsemi“ um að sleppa því að sækja um undanþágur frá sóttvarnareglum. Erfitt sé að ná markmiðum aðgerðanna ef allir fái undanþágur.

02. nóv 09:11

Bjarki Már með Covid-19

Bjarki Már Elísson spilar ekki með íslenska landsliðinu gegn Litáen á miðvikudaginn en hann hefur greinst með kórónuveiruna.

01. nóv 11:11

24 innan­lands­smit síðast­liðinn sólar­hring

Færri smit hafa ekki greinst í rúman mánuð. Sjö þeirra sem greind­ust í gær voru utan sótt­kví­ar við grein­ingu.

01. nóv 11:11

24 innan­lands­smit síðast­liðinn sólar­hring

Færri smit hafa ekki greinst í rúman mánuð. Sjö þeirra sem greind­ust í gær voru utan sótt­kví­ar við grein­ingu.

01. nóv 11:11

Tveir létust vegna COVID-19 í nótt

Alls hafa fimmtán látist vegna Covid-19 hér á landi í kórónuveirufaraldrinum, fimm í þessari bylgju faraldursins.

30. okt 20:10

Auð­velt að velja á milli þess að klára önnina eða bjarga manns­lífum

Ásta þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar hún fékk þau skila­boð að séð yrði til þess að tekjur hennar af bak­varða­störfum myndu ekki skerða náms­lánið. Fyrir tveimur vikum horfði hún upp á mikla fram­færslu­skerðingu næsta skóla­árið vegna starfa sinna á Land­spítalanum í vor.

30. okt 13:10

Skólarnir áfram opnir en með takmörkunum

„Við ætlum að koma öllum aftur í skóla og vera bjartsýn og sýna þrautseigju,“ sagði Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu í dag. Skólar verða áfram opnir en með aukinni hólfaskiptingu.

30. okt 13:10

Íþróttastarfsemi lögð niður á öllu landinu næstu vikurnar

Allt íþróttastarf á Íslandi mun leggjast í dvala næstu tvær til þrjár vikurnar en ríkisstjórn Íslands kynnti hertar aðgerðir í sóttvörnum á fundi í Hörpu í hádeginu í dag.

30. okt 13:10

Tíu manna sam­komu­bann tekur gildi á mið­nætti

Heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir. Í minnisblaði hans til ráðherra segir að smit í samfélaginu sé enn mikið, þrátt fyrir aðgerðir sem gripið var til 20. október síðastliðinn.

30. okt 11:10

75 smit og fjölgar á gjörgæslu

Greint var frá 42 nýjum tilfellum í gær. Gert er ráð fyrir því að hertar sóttvarnaraðgerðir verði kynntar síðar í dag. Faraldurinn er áfram í miklum vexti á Norðurlandi eystra.

29. okt 11:10

Veiran mögulega meira smitandi en áður

Þríeykið lýsti yfir áhyggjum sínum af aukinni útbreiðslu kórónaveirunnar hér á landi. Tíðni samfélagssmita virðist vera á uppleið og hlutfallslega fleiri hafa verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju faraldursins.

28. okt 22:10

Dauðsföllum vegna Covid-19 fjölgað um 54% á einni viku

Útlitið er svart í Evrópu. Smitum og dauðsföllum vegna Covid-19 fer ört fjölgandi.

28. okt 20:10

Ekki seinna vænna að herða aðgerðir

Kári Stefánsson segir það ekki seinna vænna að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi vegna fjölda nýgreindra smita.

28. okt 18:10

117 smit vegna hópsýkingar á Landakoti

Alls má rekja 117 smit til stórrar hópsýkingar sem greindist á Landakoti fyrri helgi.

28. okt 14:10

Leik Íslands og Ísrael frestað - HSÍ ósátt við þá ákvörðun

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísrael í undankeppni EM 2022 sem fram átti að fara laugardaginn 7. nóvember í Laugardalshöllinni vegna ferðatakmarkana sökum kórónaveirufaraldursins. Hanknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur mótmælt þessari ákvörðun.

28. okt 11:10

Tólf látnir úr CO­VID-19

Einn lést úr CO­VID-19 hér á landi síðast­liðinn sólar­hring.

28. okt 11:10

Allt að 3,5 milljarðar í tekju­falls­styrki til ferða­þjónustu­aðila

Samkvæmt frumvarpi munu styrkirnir jafngilda rekstrarkostnaði á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020. Þeir geta þó ekki orðið hærri en 400 þúsund krónur fyrir hvert stöðugildi á mánuði.

28. okt 11:10

86 innan­lands­smit síðast­liðinn sólar­hring

Ekki hafa jafn margir greinst með Covid-19 hér á landi síðan 13. október og aldrei hafa jafn margir verið inniliggjandi á Landsspítalanum.

28. okt 07:10

Jóla­tón­leikum Björg­vins streymt gegn greiðslu á netinu

Ár­legir jóla­tón­leikar Björg­vins Hall­dórs­sonar hafa eðli málsins sam­kvæmt verið slegnir af í sinni hefð­bundnu mynd. Tón­leikarnir munu hins vegar fara fram í beinni út­sendingu á netinu og verður hægt að fylgjast með þeim gegn greiðslu. Að sögn skipu­leggjanda verða tón­leikarnir haldnir í fullri stærð.

27. okt 16:10

Fjöldi inn­lagðra sjúk­linga tvö­faldast á sólar­hring

Stór hópsýking á Landakoti hefur haft mikil áhrif á Landspítalann. 120 sjúklingar hafa nú verið lagðir inn vegna COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins, fleiri en í fyrstu bylgjunni í vor.

27. okt 12:10

CO­VID-19 geti valdið heila­blóð­falli hjá ungu fólki

Ekki hefur verið sýnt fram á að kórónaveiran geti sýkt heilavef og valdið þar skaða. Þó er ljóst að COVID-19 getur haft ýmis áhrif á heilann og miðtaugakerfið.

27. okt 12:10

Starfs­maður Síðu­skóla greindist með CO­VID-19

Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

27. okt 11:10

Gagn­rýnir við­brögð land­læknis og segir þau grafa undan sam­stöðu

Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala segir það ekki vera við hæfi að sérstök rannsókn verði gerð á upptökum hópsmitsins sem kom upp á Landakotsspítala. Hjúkrunarfræðingur gagnrýnir umfjöllun fjölmiðla og sakar þá um að leita sökudólga.

26. okt 17:10

Aðgerðum frestað tímabundið

Valkvæðum og ífarandi aðgerðum verður frestað tímabundið. Frestunin tekur gildi frá og með morgundeginum á höfuðborgarsvæðinu en skipulagðar aðgerðir utan höfuðborgarsvæðisins eru heimilar dagana 27. og 28. október.

26. okt 12:10

Bjart­sýn á að bólu­efni verði sam­þykkt fyrir árs­lok

Á sama tíma og baráttan við COVID-19 harðnar víða um heim bíða flestir í ofvæni eftir því að öruggt og áhrifaríkt bóluefni komi á markað. Eru sumir sérfræðingar orðnir bjartsýnir á að það eigi eftir að gerast á næstu mánuðum.

26. okt 11:10

Búa sig undir mjög erfiðar vikur

115 sjúklingar hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna COVID-19 í þriðju bylgju faraldursins og eru nú orðnir fleiri en í fyrstu bylgjunni. Forstjóri spítalans segir óvissu ríkja um það hvernig ástandið mun þróast næstu daga.

26. okt 11:10

50 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring aðeins 22 í sóttkví

Aðeins 22 af þeim 50 sem greindust með Covid-19 í gær voru í sóttkví við greiningu. Aldrei hafa jafn margir verið innlagðir á Landspítala vegna sjúkdómsins og nú.

25. okt 16:10

Endur­­­­­meta hvort starfs­­­fólk spítalans þurfi reglu­­­legar skimanir

Reglu­legar skimanir fyrir ein­hverja hópa starfs­fólks Land­spítala eru til skoðunar. Einnig hvort sniðugt sé að ráðast í skimun á úr­taki sjúk­linga og starfs­manna spítalans, sem þó er ekki talin hætta á að hafi orðið út­sett fyrir smiti.

25. okt 16:10

Draga úr valkvæðum skurðaðgerðum til að létta á álagi

„Annað verður að bíða og fara til hliðar á þessum hápunkti,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að draga úr valkvæðum skurðaðgerðum til að létta á álagi á Landspítala eftir að lýst var yfir neyðarstigi.

25. okt 14:10

Land­spítalinn á neyðar­stigi: Blaða­manna­fundur klukkan 15

Land­spítalinn starfar á neyðar­stigi. Spítalinn og al­manna­varnir hafa bæði boðað til blaða­manna­fundar í dag. Fundur Land­spítalans hefst klukkan 15 en fundur al­manna­varna verður svo haldinn beint í kjöl­farið.

25. okt 11:10

58 ný innan­lands­smit

Inn­­lendum kórónu­veiru­­smitum fjölgaði um 58 í gær. Mjög hátt hlut­fall var í sótt­kví við greiningu.

24. okt 19:10

Þrír sjúklingar til viðbótar greinast með COVID-19

Páll Matthíasson segir líklegt að rekja megi hópsmitin á Landakoti til starfsmanna. „Við verðum enn að brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að gæta ýtrustu varúðar og smitgátar og auðvitað ef fólk hefur minnsta grun um að það sé eitthvert veikt fyrir.“

24. okt 19:10

Smit á Vogi: „Nokkrir starfsmenn þurfa að fara í sóttkví“

Sjúklingur á Vogi greindist í dag með COVID-19. Formaður SÁÁ segir að nokkrir starfsmenn þurfi að fara í sóttkví og búið sé að senda nokkra sjúklinga heim í sóttkví.

24. okt 18:10

Starfsmenn í sóttkví kallaðir til starfa

„Við gerum ráð fyrir að geta sinnt því sem þarf,“ segir Anna Sigrún, aðstoðarmaður forstjóra LSH, um stöðuna á Landspítala. Tólf voru lagðir inn en tíu af þeim eru sjúklingar á Landakoti. Búið er að kalla út starfsfólk í sóttkví-b til starfa þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi sjúklinga án vinnuframlags þeirra.

23. okt 16:10

Fjölgar um einn á gjör­gæslu­deild

Sex sjúklingar sem eru í eftirliti hjá COVID-göngudeild Landspítalans eru taldir líklegir til að verða lagðir inn á spítalann.

23. okt 12:10

Nokkur smit á Landa­kots­­spít­ala

Nokkrir starfsmenn á Landakotsspítala eru smitaðir af Covid-19 og einn sjúklingur á öldrunardeild.

23. okt 11:10

30 greindust innanlands í gær

30 einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands í gær, 18 voru í sóttkví við greiningu. Alls voru tekin 1.844 sýni í gær.

22. okt 23:10

88 smitast á líkams­­ræktar­­stöðvum í þriðju bylgjunni

Mikið hefur verið rætt um starfsemi líkamsræktarstöðva síðustu daga eftir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi sem leyfði hópatíma með takmörkunum.

22. okt 19:10

Akur­eyringar fylgdu ekki reglum

Kórónaveirutilfellum hefur fjölgað nokkuð á Akureyri og Norðurlandi eystra að undanförnu og hefur lögreglan brýnt fyrir íbúum að gæta að eigin sóttvörnum og takmarka samneyti við fólk eins og kostur er.

22. okt 13:10

HSÍ frestar mótahaldi til 11. nóvember

Nú liggur fyrir að ekki verður keppt í mótum á vegum handknattleikssambands Íslands, HSÍ, fyrr en eftir 11. nóvember næstkomandi.

22. okt 11:10

Faraldurinn er á niðurleið innanlands

Ísland er eitt fjögurra landa í Evrópu þar sem tíðni daglegra smita og meðaltal síðustu sjö daga fer minnkandi. Allsstaðar annars staðar í álfunni er faraldurinn á uppleið.

22. okt 11:10

33 innanlandssmit síðastliðin sólarhring

Alls greindust 33 innanlandssmit hér á landi síðastliðinn sólarhring og 17 greindust með Covid-19 við landamæraskimun.

21. okt 13:10

Einn í öndunarvél

Þrír sjúklingar eru nú á gjörgæslu með Covid-19 þar af einn í öndurnarvél.

21. okt 11:10

45 innan­lands­smit - 21 í sótt­kví

Í gær greindust 45 með Covid-19 innanlands. Tæplega helmingur var í sóttkví við greiningu. Tveir hafa útskrifast af spítala síðan í gær en 23 einstaklingar eru nú inniliggjandi vegna Covid-19 á Landspítalanum.

20. okt 11:10

62 ný innan­lands­smit: Tæplega helmingur í sóttkví

Alls greindust 62 ný innanlandssmit í gær en rúmlega helmingur þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Á spítala eru nú 25 manns inniliggjandi, þar af þrír á gjörgæslu.

19. okt 21:10

Meiri­hluti á­hafnarinnar með CO­VID-19

Skipið var á veiðum þegar niðurstöður úr sýnatökum urðu ljósar en það er væntanlegt til Ísafjarðar á morgun.

19. okt 17:10

Keppast við að ná utan um út­breiðslu CO­VID-19 í jaðar­hópi

Lögreglan hefur unnið hörðum höndum að því að ná til fólks í jaðarhópi þar sem COVID-19 hefur náð útbreiðslu. Yfirlögregluþjónn fagnar opnun nýs sóttvarnarhúss sem sé sérstaklega ætlað viðkvæmum einstaklingum.

19. okt 11:10

Hvetur skóla til að slaka á námskröfum

Heimili og skóli - Landssamtök foreldra hvetja skólayfirvöld til að slaka á námskröfum og leggja áherslu á geðheilsu barna og unglinga í mesta stormi kórónaveirufaraldursins. „Sama gildir um nemendur og okkar fullorðna fólk: mörg verkefni á sama tíma valda streitu,“ segir Hrefna framkvæmdastjóri.

18. okt 19:10

Tíundi hver ung­lingur nú í sótt­kví

Tíundi hver ung­lingur í grunn­skólum Reykja­víkur er í sótt­kví nú um mundir.

18. okt 16:10

Stað­festir til­lögur sótt­varna­læknis í megin­at­riðum

Heil­brigðis­ráð­herra hefur fallist á megin­at­riði þeirra breytinga sem sótt­varna­læknir hefur lagt til á sótt­varnar­ráð­stöfunum og taka munu gildi þann 20. októ­ber næst­komandi.

17. okt 10:10

Aldrei fleiri smitast á Ítalíu

Um tíu þúsund manns greindust með Covid-19 á Ítalíu í gær. Þegar faraldurinn náði hámarki þar í vor smituðust mest rúmlega 6.500 manns.

16. okt 14:10

Búið að útskrifa alla COVID-sjúklinga á Eir

Setti hjúkrunarheimilið upp sérstaka einangrunardeild innan heimilisins fyrir COVID-sjúklinga í stað þess að einangra hvern og einn.

16. okt 11:10

Lést á Land­spítala vegna CO­VID-19

Er þetta ellefta andlátið af völdum COVID-19 hér á landi en tíu einstaklingar létu lífið völdum sjúkdómsins í fyrstu bylgju faraldursins í vor.  

16. okt 11:10

67 greindust innan­lands

Nýjum tilfellum fækkar milli daga en nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka og mælist nú 289,1. Hefur það aldrei mælst hærra hér á landi. Allir þeir átján farþegar sem greindust við landamæraskimun á miðvikudag voru með virkt smit.

15. okt 20:10

Óréttlátt að vera refsað fyrir að bjóða fram að­stoð í neyðar­á­standi

Sjúkraliði gerði ráð fyrir því að sömu stjórnvöld og óskuðu ítrekað eftir aðstoð nema í vor myndu sjá til þess að tekjurnar skertu ekki námslánin þeirra. Hún á­kvað að bjóða fram krafta sína til að að­stoða heil­brigðis­kerfið og reyna að bæta upp tekju­fall unnustans en horfir nú upp á um­tals­vert skarð í heimilis­bók­haldinu fram á næsta sumar.

15. okt 13:10

Fíkni­geð­deild Land­spítalans lokað vegna smits

Forstöðumaður geðsviðs Landspítalans segir að tilfellið eigi ekki að hafa mikil áhrif á þjónustu sviðsins. Áfram verði hægt að taka á móti sjúklingum sem þurfi á innlögn að halda.

15. okt 11:10

COVID-19 er fjölþátta sjúkdómur

Fólk sem hefur greinst með COVID-19 hefur greint frá einkennum frá hjarta- og æðakerfi, frá meltingarkerfi, frá taugakerfi, blóðstorku kerfi og nýrum. Alma D. Möller landlæknir segir kórónaveirusjúkdóminn vera fjölþátta sjúkdóm.

15. okt 11:10

81 greindist með Covid-19 innanlands í gær - fjölgar á sjúkrahúsi

26 einstaklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél.

14. okt 14:10

Aldrei fleiri smit greinst í Evrópu

Kórónuveirusmitum fjölgar hratt í Evrópu þessa dagana og mörg ríki hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða. Í Tékklandi er bannað að drekka áfengi utan einkaheimila.

14. okt 14:10

Sjö smit í Akurskóla

Um hundrað nemendur við skólann voru sendir í sóttkví á dögunum þegar fyrstu tilfellin greindust. Hefur staðarkennsla hjá 7. til 10. bekk verið felld niður vegna smitanna.

14. okt 11:10

88 smit greindust innanlands í gær

88 einstaklingar greindust með Covid-19 síðastliðinn sólarhring. 24 eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

14. okt 10:10

Allir í sótt­kví vegna smits í leik­­skóla á Akur­eyri

Smitið hefur áhrif á sautján börn og sjö starfsmenn. Leikskóladeildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum sem er staðsettur á öðrum stað.

13. okt 16:10

Þorgrímur sá smitaði í starfsliðinu

Rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson er sá starfsmaður knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, sem er smitaður af kórónaveirunni. Vegna smits Þorgríms er starfslið íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu komið í sóttkví.

13. okt 15:10

Rögn­valdur Ólafs­son með veiruna

Rögn­valdur Ólafs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hefur reynst já­kvæður fyrir CO­VID-19.

13. okt 14:10

Ronaldo með kórónaveiruna

Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo greindist með kórónaveiruna en portúgalska knattspyrnusambandið staðfesti þetta í dag.

13. okt 14:10

Hamrén og starfslið hans í sóttkví

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er ásamt öllu starfsliði liðsins í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni liðsins.

13. okt 11:10

83 greindust í gær

Alls greindust 83 með CO­VID-19 í gær. Þetta kemur fram á co­vid.is.

13. okt 10:10

Minni um­ferð eftir að hertar tak­markanir tóku gildi

Í langflestum vikum það sem af er ári hefur umferð á höfuðborgarsvæðinu mælst minni en á sama tíma árið 2019. Vegagerðin telur að hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi í síðustu viku hafi ýtt undir frekari samdrátt.

12. okt 11:10

Alma minnir á 10 heilræði til að hlúa að heilsunni

Alma D. Möller landlæknir fór yfir stöðuna í heilbrigðiskerfinu í dag og minnti landsmenn á tíu heilræði til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu.

12. okt 11:10

50 innan­lands­smit

Alls greindust 50 með CO­VID-19 í gær. Þetta kemur fram á co­vid.is.

11. okt 12:10

Er mjög montinn af Sigríði Andersen

Meira hefur farið fyrir gagnrýni á ráðstafanir stjórnvalda nú en í fyrri bylgjum faraldursins og hefur Kári ekki farið varhluta af því. Hann segir eðlilegt að spurningum sé velt upp um áhrif og árangur aðgerðanna.

11. okt 10:10

60 greindust innanlands í gær

Nýjum tilfellum fækkar milli daga. Nýgengi innanlandssmita heldur þó áfram að hækka og mælist nú 237,3 á hverja 100 þúsund íbúa.

10. okt 15:10

Ekkert barn hafi verið lagt inn vegna COVID-19

146 börn eru nú í einangrun með virkt smit eða um fimmtán prósent þeirra sem eru í einangrun hér á landi.

10. okt 15:10

Ekki komið til greina að loka skólum tíma­bundið

Mikið hefur verið fjallað um kórónaveirusmit í skólum undanfarna daga. Þó hafa engar hópsýkingar komið upp og lítið verið um það að fólk smitist inn í skólunum sjálfum. Menntamálaráðherra fylgist vel með þróun faraldursins.

10. okt 11:10

87 greindust innan­lands

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka og mælist nú 226,3 smit á hverja 100 þúsund íbúa. 3.409 einstaklingar eru nú í sóttkví og fækkar um 511 milli daga.

10. okt 10:10

Aftur met­fjöldi sjúkra­flutninga

Mikið álag hefur verið á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að undanförnu en sérstakur viðbúnaður er til staðar þegar grunur er um sjúklingur sé með COVID-19.

10. okt 09:10

Af­bókuðu sumar­bú­staða­ferðir

Þrjú af stærstu stéttarfélögum landsins, VR, Efling og Sameyki, buðu félagsmönnum sínum endurgreiðslu á bókuðu sumarhúsi um helgina. Félagsmenn brugðust hratt við og afbókuðu og ætla að vera heima um helgina.

10. okt 09:10

Skerðing á réttindum getur líka reynst plága

Í nýrri vísindagrein er fjallað um hættuna sem stafað getur af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda heimsins fyrir lýðræði og vernd mannréttinda. Afleiðingarnar geti verið jafn alvarlegar og sjúkdómurinn sem þeim er ætlað að hefta.

09. okt 17:10

Rann­saka hvaða sam­setning að­gerða virki best gegn út­breiðslu

Hópur vísinda­manna við Há­skóla Ís­lands mun rann­saka á­hrif sótt­varna­að­gerða á þróun Co­vid-19 far­aldursins. Mark­miðið er að komast að því hvaða sam­setning sam­fé­lags­legra að­gerða henti best til að takast á við far­aldurinn.

09. okt 11:10

Tæplega hundrað ný innanlandssmit

Alls greindust tæplega eitt hundrað manns með COVID-19 innanlandssmit í gær auk þess sem átta greindust á landamærunum. Nú eru 24 inniliggjandi á Landspítala, þar af þrír á gjörgæslu.

09. okt 10:10

Smit í Sala­skóla

Nemendur í 1.- 4.bekk í Salaskóla hafa allir verið sendir í úrvinnslusóttkví á meðan að smitrakningu stendur yfir vegna smits hjá starfsmanni á yngsta stigi skólans.

09. okt 09:10

Þrjú smit í viðbót hjá Ítölum - leikur við Ísland í óvissu

Fjórir leikmenn og einn starfsmaður hjá ítalska U-21 árs landsliðsinu í knattspyrnu kara hafa greinst með kórónaveiruna síðusta dagana. Liðið á að mæta Íslandi í undankeppni EM 2021 á Víkingsvellinum í dag.

09. okt 08:10

Dagdvöl hjá Hrafnistu lokað vegna smits

Dagdvölinni Röst hjá Hrafnistu við Sléttuveg hefur verið lokað tímabundið. Gestur dvalarinnar greindist með Covid-19 á miðvikudag en Hrafnistu var gert viðvart í gær.

09. okt 07:10

Óvinnufært vegna COVID kvíða

Fjölmargir starfa heima vegna nýrra samkomutakmarkana en Óskar og Una segja faraldurinn geta verið meðvirkandi þáttur í að fólk verði óvinnufært vegna kvíða. Sálfræðingar fyrir fullorðna eru á öllum stöðvum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu nema í Mosfellsbæ.

08. okt 14:10

600 manns í sýnatöku á hverri klukkustund

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að til standi að lengja vinnudaginn þar sem sýnatökur fara fram til þess að dreifa þeim betur yfir daginn. Vanalega fara 400 manns í sýnatöku hverja klukkustund í Orkuhúsinu en í dag náði sú tala upp í 600.

08. okt 13:10

Yfir 4.000 ný smit í Þýskalandi síðasta sólarhring

Veiran er í miklum vexti í Þýsklandi en ekki hafa greinst jafn mörg smit þar í landi frá því í apríl síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra Þýskalands hefur þungar áhyggjur að ástandið muni versna og að veiran fari að dreifa sér stjórnlaust um allt land.

08. okt 11:10

Landspítalinn hafi getu umfram svörtustu spár

Búast má við auknu álagi á Landspítalanum næstu vikur. Hátt í þrjú hundruð smit greindust síðustu þrjá sólarhringa en Páll Matthíasson forstjóri segir Landspítalann hafa getu til að takast á við það versta.

08. okt 11:10

Töluvert eftir á í að ná til þeirra sem ættu að vera í sóttkví

Gríðalegt álag er á smitrakningarteyminu þessa dagana en það getur tekið allt upp í tvo sólarhringa að ná utan um þá hópa sem eiga að fara í sóttkví. Smitaðir einstaklingar eru beðnir um að hafa samband við þá sem þeir hafa verið í samskiptum við tveimur sólarhringum áður en einkenni komu fram.

08. okt 10:10

Ritstjórar virtasta vísindarits heims fordæma aðgerðir í Bandaríkjunum

„Þeir umbreyttu hættuástandi í harmleik,“ segja ritstjórar The New England Journal of Medicine um yfirvöld í Bandaríkjunum og viðbrögð þeirra við kórónaveirufaraldrinum. Þetta er í fyrsta sinn sem ritstjórar eins elsta og virtasta vísindarits heims taka pólitíska afstöðu.

08. okt 10:10

94 greindust innan­lands í gær

Að sögn sóttvarnalæknis má gera ráð fyrir að mikill fjöldi smita muni greinast næstu daga. 23 liggja nú á Landspítalanum með COVID-19.

07. okt 19:10

Þriðja smitið stað­fest hjá Hrafnistu

Í sam­ræmi við verk­ferla er nú unnið eftir verk­lagi neyðar­stjórnar Hrafnistu sem er á vakt allan sólar­hringinn í til­fellum sem þessum til að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfs­manna.

07. okt 14:10

Smit á bráða­mót­tökunni - 27 starfs­menn og einn sjúk­lingur í sótt­kví

Hátt í 30 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður bráðamóttökunnar greindist með Covid-19 á mánudag.

07. okt 11:10

87 ný innan­lands­smit og átján á sjúkrahúsi

Alls greindust 87 manns með veiruna innanlands í gær en rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Fólki í sóttkví fjölgar um tæplega 500 manns milli daga.

06. okt 16:10

Loka öllum sund­laugum á höfuð­borgar­svæðinu

Lokunin kemur samhliða hertum sóttvarnaraðgerðum sem sóttvarnarlæknir hyggst mæla fyrir. 99 smit greindust innanlands í gær, þar af 95 á höfuðborgarsvæðinu.

06. okt 16:10

Fjórir á gjörgæslu

15 einstaklingar eru nú inniliggjandi vegna Covid-19 á Landspítalanum, fjórir eru á gjörgæslu og þar af þrír í öndunarvél. Sóttvarnarlæknir segir að faraldurinn virðist vera í veldisvexti.

06. okt 15:10

Fólk eigi að vera lítið á ferðinni og vinna heima

Sóttvarnaryfirvöld biðja íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að hafa hægt um sig næstu vikurnar. Mikið álag er nú á rakningateymi almannavarna og bið er eftir plássi í sóttvarnarhúsinu.

06. okt 15:10

Víðir býst við því að leikur Íslands og Rúmeníu fari fram

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, telur sterk rök hníga til þess að leikur Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM 2021 fari fram á fimmtudagsvöldið kemur.

06. okt 15:10

Tveggja metra reglan aftur í gildi á höfuð­borgar­svæðinu

Sóttvarnarlæknir leggur til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að veitingahúsum verði lokað fyrr, nándarmörk verði skilgreind aftur sem tveir metrar og að keppnistarfi í íþróttum á höfuðborgarsvæðinu verði frestað um tvær vikur.

06. okt 14:10

Þjónusta borgarinnar taki breytingum

Öll mál voru tekin af dagskrá borgarstjórnarfundar í dag og aðeins stuttlega rætt um neyðarstig almannavarna. Borgarstjóri sagði ljóst að þjónusta borgarinnar muni taka breytingum vegna þess vaxtar sem er í faraldrinum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

06. okt 13:10

Leik Hauka og Selfoss frestað - mótanefnd KKÍ fundar

Ákveðið hefur verið að fresta leik Hauka og Selfoss sem spila átti í 32 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta karla í kvöld.

06. okt 12:10

Líklegast hlé gert á öllum keppnum

Líklegt er að nýjar aðgerðir heilbrigðisráðherra til að hindra frekari útbreiðslu kórónaveirunnar nái til íþróttalífs á Íslandi og er því ólíklegt að deildarkeppnir hér fái að halda áfram á næstu dögum.

06. okt 12:10

Hertar að­gerðir á höfuð­borgar­svæðinu brátt kynntar

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, hyggst leggja til við heil­brigðis­ráð­herra að lagðar verði fram til­lögur um hertar að­gerðir gegn út­breiðslu kórónu­veirunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

06. okt 10:10

Smit í Breið­holts­laug

Smit hefur komið upp hjá starfs­manni Breið­holts­laugar í Reykja­vík. Laugin verður því lokuð næstu daga en stefnt er að því að hún opni að nýju föstudaginn 9.október.

06. okt 09:10

Starfs­maður Krónunnar greindist með CO­VID-19

Er nú unnið að því að sótthreinsa verslunina í Flatahrauni og munu starfsmenn úr öðrum verslunum Krónunnar koma til með að leysa þá af sem fóru í sóttkví.

06. okt 09:10

99 smit greindust innan­lands í gær

Ekki hafa svo mörg smit greinst á einum degi frá því í vor þegar 99 smit bættust við þann 1. apríl.

05. okt 16:10

Sjaldan erfiðara að vera fangi á Ís­landi

Afstaða hefur lengi talað fyrir því að fangelsismálayfirvöld geri föngum kleift að eiga rafræn samskipti við sína nánustu. Formaður félagsins segir að aldrei hafi verið jafn mikilvægt fyrir fanga að hafa aðgang að internetinu nú þegar lokað hefur verið fyrir heimsóknir og leyfi.

05. okt 14:10

Galið að litlum stöðvum sé lokað en hóp­í­þróttir leyfðar

Á miðnætti tók gildi ný auglýsing heilbrigðisráðherra sem kveður meðal annars á um að öllum líkamsræktarstöðvum verði lokað næstu tvær vikurnar hið minnsta.

05. okt 12:10

Engin viður­lög við því að leyna upp­lýsingum

Dæmi eru um að fólk reyni að leyna upplýsingum um ferðir sínar til að komast hjá því að senda annað fólk í sóttkví.

05. okt 11:10

Við­búið að erfiðara verði að ná tökum á far­aldrinum núna

Sóttvarnarlæknir tók undir með Thor Aspelund líftölfræðing sem hefur sagt að yfirstandandi bylgja sé ófyrirsjáanlegri en þær fyrri.

05. okt 11:10

Eðlilegt að finna fyrir farsóttarþreytu

Landlæknir hvetur fólk til að þétta sinn innri kjarna, forðast margmenni, spritta á sér hendurnar áður en og eftir að maður snertir hluti í sameiginlegum rýmum.

05. okt 11:10

59 tilfelli innanlands og 15 á sjúkrahúsi

Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smita síðustu fjórtán daga á hverja 100 þúsund íbúa, hækkar milli daga og mælist nú 156,3.

05. okt 09:10

Grímuskylda tekið gildi í Strætó

Viðskiptavinir Strætó eru ábyrgir fyrir því að útvega sér andlitsgrímur og eru hvattir til þess að nota snertilausar leiðir til að greiða fargjaldið.

05. okt 09:10

Þessar takmarkanir eru nú í gildi

Hertar samkomureglur hafa tekið gildi og eru í takt við aðgerðir frá því í fyrstu bylgju faraldursins.

04. okt 14:10

Upp­­­lýsinga­fundir fram­vegis á nýjum tíma

Upp­lýsinga­fundir al­manna­varna verða haldnir klukkan 11 fyrir há­degi en ekki klukkan 14 eins og verið hefur hingað til. Á­fram verða fundirnir haldnir á mánu­dögum og fimmtu­dögum.

04. okt 13:10

Smitaðir reyni margir að gefa sem minnst upp

Lágt hlut­fall þeirra sem eru í sótt­kví við greiningu á kórónu­veiru­smiti gæti skýrst af smit­skömm fólks. Margir virðast reyna að segja smitrakningar­teyminu sem minnst um ferðir sínar og það fólk sem það hefur um­gengist.

04. okt 11:10

47 ný innan­lands­smit

Innlendum kórónuveirusmitum fjölgaði um 47 á landinu í gær. Fimm útskrifuðust af sjúkrahúsi í gær en enn liggja þrír á gjörgæslu.

04. okt 10:10

Met­fjöldi smita í Bret­landi og Frakk­landi

Met­fjöldi kjó­rónu­veiru­smita greindist bæði í Bret­landi og Frakk­landi í gær. Í báðum löndum létu 49 lífið eftir bar­áttu við Co­vid-19.

02. okt 16:10

Joe Biden ekki með COVID-19

Áður höfðu faraldsfræðingar lýst því yfir að Biden hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti á meðan hann atti kappi við Trump í forsetakappræðum á þriðjudag.

02. okt 14:10

Áfram tvöföld skimun til 1. desember

Fyrirkomulagið tók fyrst gildi þann 19. ágúst síðastliðinn. Ákvörðunin er sögð byggjast á stöðu faraldursins hér innanlands og erlendis.

02. okt 13:10

Engin áhætta tekin - Freyr heima með kvef

Ákveðið var að gæta fyllstu varúðar á blaðamannafundi sem KSÍ heldur þessa stundina. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er með kvef og mætti ekki á fundinn í eigin persónu.

01. okt 16:10

Starfs­maður Rúm­fata­lagersins greindist með smit

Starfs­maður í verslun Rúm­fata­lagersins við Bílds­höfða hefur greinst já­kvæður fyrir Co­vid veirunni.

01. okt 16:10

Ó­ljóst hvort veiran berist meira í við­kvæmari hópa

Þrettán sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala með COVID-19. Þar af eru tveir á gjörgæslu í öndunarvél.

01. okt 15:10

Tvö í öndunarvél og Landspítali á hættustigi

Landspítalinn er á hættustigi en 95 starfsmenn eru í sóttkví og 37 í einangrun. Þrettán eru inniliggjandi og tvö á gjörgæslu í öndunarvél.

01. okt 13:10

Loka eftir smit hjá starfsmanni

Allir starfsmenn staðarins eru komnir í sóttkví. Munu þeir sem starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu og smitrakningateymi almannavarna snæða frítt hjá Hlöllabátum á meðan lokunin stendur yfir.

01. okt 13:10

Erfðaefni Neanderdals-manna hefur slæm áhrif á COVID-19

Einstaklingar með erfðaefni Neanderdalsmanna í genamengi sínu eru líklegri til þess að fá alvarleg og langvarandi eftirköst eftir að hafa sýkst af kórónaveirunni samkvæmt rannsókn sem birt var á dögunum.

01. okt 11:10

36 greindust innanlands

Fjölgar nýjum tilfellum milli daga en 33 smit greindust á þriðjudag. Rúmur helmingur smita greindist í sóttkví. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi síðar í dag.

30. sep 20:09

Smit á rit­stjórn Morgun­blaðsins

Starfs­maður rit­stjórnar Morgun­blaðsins og mbl.is hefur greinst smitaður af kóróna­veirunni og var starfsfólki Árvakurs greint frá þessu í kvöld.

30. sep 17:09

Bíða fimm skip­verja með CO­VID-19 ein­kenni

Von er á togara til Seyðis­fjarðar í kvöld með fimm skip­verja innan­borðs sem fundið hafa til ein­kenna sem svipa mjög til CO­VID-19.

30. sep 11:09

Smitum fjölgar á Eir hjúkrunar­heimili

Tvær hæðir eru nú í sóttkví og hafa íbúarnir verið fluttir á sérútbúna COVID-deild. Tímabundið hefur verið lokað fyrir komu gesta á hjúkrunarheimilið.

30. sep 11:09

33 smit og átta á sjúkrahúsi með COVID-19

Átta manns eru nú á sjúkrahúsi hér á landi með COVID-19, þar af tveir á gjörgæsludeild. 33 smit greindust hér á landi í gær samanborið við 32 smit á mánudag.

28. sep 16:09

Tveir íbúar til viðbótar með Covid-19

Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið lokað fyrir heimsóknum en í gær greindust tveir íbúar til viðbótar með Covid-19.

28. sep 16:09

Smit greindist í Vest­manna­eyjum

Áður höfðu engin ný smit greinst þar frá því 22. ágúst.

28. sep 15:09

Jafn margir inniliggjandi vegna veirunnar og í maí

Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins leikur Dani nú grátt en alls eru hundrað og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og hafa ekki verið fleiri frá því í maí síðastliðinn.

28. sep 15:09

Fimm inni­liggjandi á Land­spítala með CO­VID-19

Landlæknir hefur áhyggjur af stöðunni en Landspítalinn hefur hafið undirbúning undir fjölgun innlagna.

28. sep 15:09

„Spurning um það hvernig sam­fé­lagi við viljum búa í“

Víðir telur að óhóflegt lögreglueftirlit með því hvort fólk fylgi reglum um sóttkví sé ekki til bóta. Lögregla þurfti um helgina að hafa afskipti af fjórum ferðamönnum sem brutu reglur um sóttkví.

28. sep 14:09

„Þessi staða er áhyggjuefni"

Landlæknir segir að róðurinn sé byrjaður að þyngjast verulega innan heilbrigðiskerfisins. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða en um 300 starfsmenn Landspítalans eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun.

28. sep 14:09

Áhöfn Þórunnar í sóttkví eftir að skipverji greindist með smit

Skipverji um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE lauk túrnum sínum á miðvikudag í síðustu viku og greindist með COVID-19 á laugardag. Áhöfnin er nú í sóttkví og er skipstjórinn í stöðugu sambandi við rakningarteymið.

28. sep 14:09

Ó­næmir geti enn borið smit

Þrí­eykið minnir á að þeir sem ó­næmir eru fyrir CO­VID-19 og hafa áður smitast geta enn borið smit á milli ein­stak­linga, meðal annars í gegnum snerti­smit.

28. sep 14:09

Ekki ástæða til að grípa til hertra aðgerða

Þórólfur Guðnason telur ekki ástæður til að herða aðgerðir þrátt fyrir aukin smit. Samfélagssmit eru að ganga niður og stór hluti nýrra smita greinast í sóttkví. „Þetta er alls ekki búið.“

28. sep 11:09

Skipverjar Valdimars GK fóru í land á Djúpavogi

Allir fjórtán skipverjar línu­skipsins Valdimars GK greindust með kórónuveiruna eftir sýnatöku í gær.

28. sep 11:09

39 smit greindust innan­lands

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka en ekki hafa fleiri greinst í sóttkví í þriðju bylgju. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag.

28. sep 10:09

Ís­land komið á rauðan lista hjá Sviss­lendingum

Farþegar frá Íslandi þurfa nú að sæta tíu daga sóttkví við komuna til Sviss. Hröð fjölgun kórónaveirusmita hér á landi hefur gert íslenskum ferðalöngum erfitt fyrir.

28. sep 08:09

Rúmlega milljón látnir af völdum COVID-19

Samkvæmt tölfræðiveitunni Worldometers hafa rúmlega milljón manns látist á heismsvísu vegna COVID-1 9 faraldursins.

27. sep 11:09

20 smit í gær og einn á gjör­gæslu

Fjórir eru á sjúkra­húsi hér á landi með CO­VID-19 og einn á gjör­gæslu. Alls greindust 20 kórónu­veiru­smit hér á landi í gær.

26. sep 15:09

Mörg þúsund manns á CO­VID-mót­mælum í London

Flöskum var kastað í átt að lög­reglu­mönnum sem leystu upp mót­mæli á Trafalgar-torgi í Lundúnum aðra helgina í röð. Mót­mælendur telja að­gerðir yfir­valda til að hefta út­breiðslu CO­VID-19 ganga of langt.

26. sep 14:09

Starfsmaður í Lundarskóla með COVID-19

Starfsmaður við Lundarskóla á Akureyri greindist með COVID-19. Skólahald fyrir nemendur í 1. til 6. bekk Lundarskóla á Akureyri fellur niður meðan að smitrakning fer fram.

26. sep 13:09

Hertar að­gerðir til skoðunar

Frá 18. septem­ber síðast­liðnum hafa greinst 352 kórónu­veiru­smit hér á landi. Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að hann verði fljótur að skila til­lögum um harðari að­gerðir ef á þarf að halda.

26. sep 11:09

38 smit greindust í gær

CO­VID-19 far­aldurinn er á svipuðu róli og undan­farna daga. Í gær greindust 38 smit en rétt rúmur helmingur var í sótt­kví við greiningu.

25. sep 11:09

45 smit greindust innanlands

Nýgreindum tilfellum fjölgar milli daga og nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka. 2.362 einstaklingar eru nú í almennri sóttkví og fækkar milli daga.

24. sep 22:09

Annar Ís­lendinganna með al­var­lega lungna­sýkingu

Einar Logi Einars­son segir að Ís­lendingarnir sem liggja á sjúkra­húsi á Kanarí­eyjum hafi verið lagðir inn vegna lungna­bólgu annars vegar og hjartaáfalls hins vegar. Báðir hafi þeir greinst með CO­VID-19 við inn­lögn á sjúkra­húsið.

24. sep 13:09

Tveir Ís­lendingar sagðir á gjör­gæslu á Kanarí­eyjum vegna CO­VID-19

Landspítalinn og borgaraþjónusta utanríkiráðuneytisins hafa fengið staðfest að einn Íslendingur sé á spítala í Las Palmas.

24. sep 13:09

Zlatan með COVID-19

Zlatan spilar ekki í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.

24. sep 12:09

Smit greindist á æfingu á vegum KSÍ

Kórónaveirumit greindist hjá leikmanni sem tók þátt í æfingu í hæfileikamótun stráka hjá KSÍ um síðustu helgi. Af þeim sökum hefur hæfileikamótun stelpna sem fram átti að fara um næstu helgi verið frestað.

24. sep 11:09

33 greindust innan­lands í gær – 14 í sóttkví

Færri sýni voru tekin að þessu sinni en metfjöldi var tekinn á þriðjudag. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi klukkan 14 í dag.

23. sep 21:09

Undirbúa sig undir fjölgun COVID-19 innlagna

Í ljós kemur á næstu dögum hvort álag á heilbrigðiskerfið verði í líkingu við það sem var í fyrstu bylgju faraldursins.

23. sep 11:09

Hópsýking í Stykkishólmi

Gripið hefur verið til varúðarráðstafana í Stykkishólmi vegna fjölgunar smita. Á Vesturlandi eru nú 11 með staðfest smit, þar af 7 í Stykkishólmi.

23. sep 11:09

57 smit innanlands í gær – helmingur í sóttkví

Alls greindust 57 einstaklingar með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring. Það fjölgar um 127 í sóttkví.

22. sep 11:09

38 greindust með Co­vid-19 síðast­liðinn sólar­hring

Alls eru 281 manns í einangrun hér á landi vegna Covid-19 en 38 einstaklingar greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring.

22. sep 09:09

Börn sem sóttu frí­stunda­heimilið Krakka­kot í sótt­kví

Áður hafði verið greint frá því að allur 4. bekkur skólans hafi verið sendur í sóttkví eftir að tveir starfsmenn greindust með COVID-19.

21. sep 15:09

Áréttaði hvar fólki væri skylt að nota grímur

Sóttvarnarlæknir sagði grímurnar bera árangur við vissar aðstæður og að tilmæli yfirvalda væru í takti við það. Einnig sagði hann að forsvarsmönnum stofnanna væri heimilt að gera þá kröfu að fólk bæri andlitsgrímu.

21. sep 12:09

Endur­vekja bak­varða­sveitina vegna fjölda nýrra smita

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir fólki sem er tilbúið til að ganga til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en ákveðið var að endurvekja bakvarðasveitina í ljósi þess hvernig COVID-19 faraldurinn hefur þróast hér á landi.

21. sep 11:09

Starfsmaður Naustavarar smitaður

Starfsmaður Naustavarar greindist með kórónaveirusmit um helgina. Starfsmenn félagsins og Sjómannadagsráðs hafa nú verið sendir í sóttkví auk tveggja starfsmanna á stoðdeild Hrafnistu í Hafnarfirði.

21. sep 11:09

30 smit greindust hér á landi í gær

Þetta er nokkuð lægri fjöldi en undanfarna daga, en á föstudag greindust 75 smit og 38 smit á laugardag. Fimmtán voru í sóttkví við greiningu og fimmtán utan sóttkvíar.

20. sep 17:09

Langar raðir í sýnatöku við Landspítalann í Fossvogi

Aldrei hafa jafn margir verið skimaðir fyrir veirunni á Covid-19 göngudeild Landspítalans og í dag. Langar bílraðir hafa verið við Landspítalann Fossvogi.

20. sep 14:09

Ungt fólk í meiri­hluta smitaðra

Ekki er talin ástæða til hertari sóttvarnaraðgerða en þegar eru í gildi. Sóttvarnarlæknir mun þó mæla með því við ráðherra að lokað verði á krám og skemmtistöðum í viku í viðbót.

20. sep 14:09

Ungt fólk í meiri­hluta smitaðra

Ekki er talin ástæða til hertari sóttvarnaraðgerða en þegar eru í gildi. Sóttvarnarlæknir mun þó mæla með því við ráðherra að lokað verði á krám og skemmtistöðum í viku í viðbót.

20. sep 11:09

Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra, er kominn í sóttkví.

20. sep 11:09

Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra, er kominn í sóttkví.

20. sep 11:09

38 ný smit - 17 ekki í sóttkví

38 ný smit af Covid-19 greindust inn­an­lands í gær. 36 smitanna greindust hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Ís­lenskri erfðagrein­ingu.

20. sep 11:09

38 ný smit - 17 ekki í sóttkví

38 ný smit af Covid-19 greindust inn­an­lands í gær. 36 smitanna greindust hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Ís­lenskri erfðagrein­ingu.

19. sep 21:09

Ekki þykir ástæða til að nafngreina fleiri staði

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir telja ekki þörf á að rekja frekar útsetta einstaklinga í tengslum við þá staði sem hafa verið til skoðunar hjá smitrakningarteyminu. The Irishman Pub og BrewDog hafa tilkynnt að viðskiptavinir þeirra hafi verið útsettir fyrir smiti síðustu helgi.

19. sep 19:09

Smitaður nemandi í HR notaði sameiginlega lesaðstöðu

Smitrakningarteymið hefur óskað eftir því að nemendur sem notuðu lesrýmið á miðvikudaginn síðastliðinn, fari í skimun sem fyrst, gæti mjög vel að persónulegum sóttvörnum og komi alls ekki í skólann ef þeir finna fyrir einkennum.

19. sep 18:09

Starfsmaður BrewDog með veiruna

Talið er að starfsmaðurinn hafi smitast af viðskiptavini sem kom á staðinn síðustu helgi.

19. sep 15:09

Hækki yfir í neyðar­stig almannavarna á höfuð­borgar­svæðinu

Víðir Reynis­son, yfirlögregluþjónn, segir höfuð­borgar­svæðið vera í rauðum flokki í við­búnaðar­stigi al­manna­varna.

19. sep 14:09

Þór­ólfur skoðar hert sam­komu­bann: „Tengist skemmtanalífinu“

Til skoðunar er að herða nú­gildandi sam­komu­tak­mörk frekar vegna gríðar­legrar aukningu í fjölda smitaðra á landinu.

19. sep 13:09

Aldrei fleiri smit á einum sólar­hring í Dan­mörku

Alls greindust 589 með Co­vid-19 í Dan­mörku í gær og var það annar dagurinn í röð sem met­fjöldi greindist í landinu.

19. sep 13:09

Alvarleg staða: „Þetta eru mjög sterk við­vörunar­merki“

Víðir Reynis­son segir lands­menn ekki lengur glíma við for­dæma­lausa tíma. Nú skipti öllu að hafa lært af fyrri bylgju far­aldursins.

19. sep 11:09

75 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring

Alls greindust 75 með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring, af þeim voru 37 í sóttkví.

18. sep 13:09

Fjórir starfs­menn í­búða­kjarna með CO­VID-19

Greint var frá því á miðvikudag að stór hópur starfsmanna í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk hafi þurft að fara í sóttkví vegna smita.

18. sep 12:09

78 milljarða halli á öðrum árs­fjórðungi

Gert er ráð fyrir því að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 13,9% á öðrum ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil í fyrra. Heimsfaraldur kórónaveiru hafði umtalsverð áhrif á afkomu ríkisins.

18. sep 10:09

Megi rök­styðja að um nýja bylgju sé að ræða

Thor Aspelund, prófessor í líf­tölu­fræði, segir yfir­völd nú bíða á­tekta til þess að geta upp­fært spá­líkan stjórn­valda vegna CO­VID-19 far­aldursins hér á landi í sam­ræmi við þann fjölda nýrra smita sem greinst hefur undan­farna daga.

18. sep 10:09

Skemmtistöðum og börum lokað

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um lokun skemmtistaða og bara á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

17. sep 19:09

Leggur til að skemmti­stöðum og krám verði lokað

Fyrr í dag var greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frá því að af þeim 32 sem hafa greinst með kórónaveiruna síðastliðna tvo sólarhringa megi rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar.

17. sep 17:09

Fjöldi fólks verið út­settur fyrir smiti á The Iris­hman Pub

Talið er að nokkurn fjölda nýrra smita megi rekja til staðarins. Til skoðunar er hvort vín­veitinga­stöðum á höfuðborgarsvæðinu verði gert að loka tíma­bundið til þess að bregðast við nýrri bylgju smita hér á landi.

17. sep 14:09

Til skoðunar að vín­veitinga­stöðum verði gert að loka

Vín­veitinga­stöðum verður mögu­lega gert að loka tíma­bundið á höfuð­borgar­svæðinu, til þess að bregðast við nýrri bylgju smita hér­lendis. Til skoðunar er að grípa til ýmissa staðbundinna aðgerða á svæðinu.

17. sep 14:09

Smit síðustu daga má rekja til ferða­manna sem brutu reglur um sóttkví

Nýr stofn veirunnar er að dreifast hér á landi um þessar mundir sem rekja má til ferðamanna sem brutu reglur um einangrun og sóttkví í ágúst líkleagst. Sótt­varna­læknir segir að verið sé að skoða hvort eitt­hvað hafi farið úr­skeiðis.

17. sep 12:09

Helgi Hrafn er með veiruna

Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, hefur greinst með CO­VID-19.

17. sep 11:09

„Það þýðir ekkert að slaka á“

„Þessi smit berast á milli vegna ein­hverja að­stæðna,“ segir Víðir í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir fólk víðast hvar nú slaka á í einstaklingsbundnum sóttvörnum. Tölurnar undanfarna daga sýni að það þýði ekki.

17. sep 11:09

Fjórir til við­bótar smitaðir í HR

Stað­fest hefur verið að fjórir nem­endur til við­bótar hafi smitast af CO­VID-19 í Há­skólanum í Reykja­vík.

17. sep 11:09

Tólf af nítján utan sóttkvíar

Stað­fest er að ní­tján smit greindust innan­lands í gær.

17. sep 10:09

„Við erum að borga prísinn“

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að fjöldi nýrra smita hérlendis sé uggvænlegur. Hann hefur fulla trú á landamæraaðgerðum sem eru í gildi nú en segir Íslendinga borga prísinn nú fyrir að hafa ekki gripið til þeirra fyrr.

17. sep 08:09

Ní­tján smit greindust í gær

Thor Aspelund, prófessor í líf­töl­fræði við Há­skóla Ís­lands, greindi frá þessu í morgun. Ekki liggur fyrir hversu margir þeirra sem smituðust voru í sótt­kví.

16. sep 17:09

Tveir nem­endur við HR með CO­VID-19

Einnig kom fram í dag að tveir starfsmenn Háskóla Íslands hafi verið meðal þeirra þrettán sem greindust í gær.

16. sep 14:09

Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með COVID-19

Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk hafa greinst með COVID-19 og þurfa því 26 starfsmenn að fara í sóttkví. Neyðarstjórn velferðarsviðs fundaði í morgun um málið. Tveir starfsmenn HÍ greindust einnig með COVDI-19.

16. sep 13:09

Kári segir lands­mönnum að búa sig undir nýja bylgju

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir lands­mönnum að búa sig undir nýja bylgju kórónu­veirufar­aldursins hér á landi.

16. sep 13:09

Allir starfs­menn Ís­lenskrar erfða­greiningar sendir í skimun

Nemandi sem hafði unnið við verkefni hjá fyrirtækinu greindist með kórónaveirusmit í gær og hafa því allir starfsmenn verið sendir í skimun. Kári Stefánsson segir í samtali við mbl að smitið hafi alls konar áhrif.

16. sep 11:09

Þrettán ný innan­lands­smit - Einn á sjúkrahúsi

Þrettán innanlandssmit greindust í gær en af þeim sem smituðust var aðeins einn í sóttkví. Einn hefur nú verið lagður inn á spítala með COVID-19.

15. sep 11:09

Sex innan­lands­smit greindust í gær

Sex innan­lands­smit greindust í gær. Helmingur þeirra var í sótt­kví en hinn helmingurinn ekki.

15. sep 10:09

Níu af hverjum tíu myndu lík­lega þiggja bólu­setningu

Íslendingar virðast vera með þeim líklegustu til að þiggja bóluefni þegar byrjað verður að bjóða upp á það. Af þeim sem sögðu ólíklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðust 80 prósent vilja bíða eftir að meiri reynsla verði komin á bólusetningu. Marktækur munur var á svörum fólks eftir því hvaða flokk það kysi á Alþingi.

14. sep 14:09

Á­hyggju­efni að far­aldurinn skuli vera í upp­sveiflu í Evrópu

Þórólfur sagði það vera áhyggjuefni að faraldurinn væri í uppsveiflu í mörgum löndum í Evrópu en hér á landi hefur kúrvan verið að fara hægt og bítandi niður. Hann sagði það óráðlegt að fara of hratt í tilslakanir á landamærum.

14. sep 14:09

Starfs­maður sýktur og rektor í sótt­kví

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands er í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 um helgina.

14. sep 11:09

Tvö virk innanlandssmit og eitt virkt smit á landa­mær­um

Tvö ný innanlandssmit greindust í gær en þrjú á landamærum.

14. sep 08:09

Dánar­tíðni muni aukast í Evrópu: „Þetta verður erfiðara“

Met var slegið í fjölda nýrra tilfella kórónaveirusmits á einum sólarhring en alls greindust rúmlega 307 þúsund ný tilfelli á heimsvísu í gær. Yfirmaður WHO í Evrópu segir að næstu tveir mánuðir muni reynast erfiðir.

13. sep 11:09

Tvö ný innan­lands­smit

Tvö smit greindust í gær innan­lands. Ekkert smit greindist hins­vegar á landa­mærunum.

12. sep 22:09

Tilteknar ríkisstjórnir noti faraldurinn til að brjóta gegn mannréttindum

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlandanna lýsa yfir áhyggjum um að tilteknar ríkisstjórnir notfæri sér ástandið og noti heimsfaraldurinn sem yfirskin til að brjóta gegn mannréttindum.

12. sep 20:09

Klínískar prófanir hefjast á ný hjá Oxford og AstraZeneca

AstraZeneca og háskólinn í Oxford hefja klínískar prófanir á bóluefni gegn COVID-19 á ný eftir stutt hlé vegna mögulegra aukaverkana.

12. sep 06:09

Aðsókn til sálfræðinga hefur stóraukist með faraldrinum

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir aðsókn hafa aukist stórlega að undanförnu. Margir finni fyrir auknum kvíða í kjölfar COVID-19 og sumir geti ekki leitað aðstoðar vegna fjárhags.

11. sep 16:09

Ríkislögreglustjóri auglýsir stöðu Víðis

Ríkislögreglustjóri hefur auglýst til umsóknar fjórar stöður innan embættisins, þar á meðal stöðu Víðis Reynissonar.

11. sep 15:09

Undar­legt haust hjá Strætó sem skilaði 211 milljóna tapi

Önnur bylgja heimsfaraldursins kom á erfiðum tíma fyrir Strætó og hefur haft mikil áhrif á farþegafjölda Strætó í haust. Tekjur af fargjöldum drógust saman um 34% á fyrri helmingi ársins og var 211 milljóna króna tap af rekstrinum.

11. sep 12:09

Féllst á tillögu Þórólfs um styttingu á sóttkví

Heilbrigðisráðherra féllst venju samkvæmt á tillögur sóttvarnarlæknis sem hann lagði fram í gær. Ekki verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi við landamærin fram að 6. október.

11. sep 11:09

Engin ný smit greindust innan­lands

Síðast greindust engin smit innanlands á sunnudag. Alls hafa 241 innanlandssmit greinst frá og með 15. júní síðastliðnum

10. sep 19:09

Dreifing bóluefnis stærsta fraktverkefni í sögu flugs

IATA segir þörf á átta þúsund júmbó-þotum til að dreifa 7,8 milljarða skömmtum af bóluefni gegn COVID-19. Ólíklegt er að átta þúsund þotur þurfi til að dreifa því um heimsbyggðina þar sem ekki er fyrirhugað að veita öllum í heiminum bóluefni.

10. sep 11:09

Fjögur ný innanlandssmit

Af þeim sem greindust innanlands voru tveir í sóttkví. Beðið er mótefnamælingar úr þremur sýnum sem greindust við landamærin.

09. sep 15:09

Tveir nem­endur til við­bótar smitaðir í Valla­skóla

Tveir nem­endur til við­bótar eru smitaðir í Valla­skóla á Selfossi. Um er að ræða nem­endur sem eru með nemanda sem smitaðist á dögunum í bekk.

09. sep 11:09

Tvö tilfelli greindust innan­­lands

Fjöldi einstaklinga í einangrun fækkar milli daga. 61% þeirra innanlandssmita sem greinst hafa frá 15. júní greindust í sóttkví.

08. sep 13:09

Vonast til að bólu­efni við CO­VID verði til­búið í næsta mánuði

Framkvæmdarstjóri BioNTech telur að bóluefni fyrirtækisins sem var unnið í samstarfi við Pfizer gegn COVID-19 gæti verið tilbúið um miðjan október.

08. sep 11:09

Sex greindust innan­­lands og einn á sjúkra­húsi

Fjöldi innanlandssmita tekur nokkuð stökk milli daga en ekkert tilfelli greindist á sunnudag. Þar hafði þó áhrif að fá einkennasýni voru tekin á sunnudag samhliða því að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

07. sep 16:09

Smitaður fékk 350 þúsund króna sekt

Karl­maður sem smitaður er af kóróna­veirunni fékk 350 þúsund króna sekt eftir að hafa nýtt sér leigu­bíla­þjónustu og skráð sig á hótel, vitandi að hann væri smitaður.

07. sep 16:09

Leikmennirnir sektaðir um 250.000 krónur fyrir brot sín

Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hafa játað brot sín á sóttvarnarreglum og munu þeir greiða 250.000 íslenskar krónur í sekt hvor um sig fyrir brot sín.

07. sep 15:09

Enska knatt­spyrnu­sam­bandið biður KSÍ afsökunar

Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem þeir segja að rannsókn sé framundan á hegðun Phil Foden og Mason Greenwood ásamt því að KSÍ er beðið afsökunar.

07. sep 14:09

„Undar­legt“ að sumum þyki stefna stjórn­valda ó­skýr

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, blæs á þá full­yrðingu sumra að stefna stjórn­valda vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins hafi verið ó­skýr. Hann segir dæmi þess að fólk hafi ekki skilið hvað felist í heim­komu­smit­gát.

07. sep 14:09

Manchester-liðin tjá sig um brot Greenwood og Foden

Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og Manchester United hafa tjáð sig um brot leikmanna sinna, Phil Foden og Mason Greenwood, á sóttvarnarreglum á meðan þeir dvöldu hér á landi um síðustu helgi.

07. sep 12:09

Sout­hgate segir stúlkurnar ekki hafa komið á hæð enska ­liðsins

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, staðfesti að Phil Foden og Mason Greenwood hefðu brotið reglur enska landsliðsins um sóttkví og væru á heimleið eftir að hafa boðið íslenskum stúlkum á hótel enska landsliðsins.

07. sep 11:09

Greenwood og Foden reknir heim eftir hitting með ís­lenskum stúlkum

Mason Greenwood og Phil Foden fara ekki með enska landsliðinu til Danmerkur þar sem enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeild UEFA á morgun.

07. sep 10:09

Tveir leik­­menn Eng­lands brutu sótt­varnar­reglur: Buðu stúlkum upp á her­bergi

Ungstirnin Phil Foden og Mason Greenwood gætu verið í vandræðum eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur þegar þeir buðu íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi til sín um helgina.

07. sep 08:09

Eins metra reglan nú í gildi

Nú er í gildi eins metra regla í stað tveggja. Samkvæmt nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman á ný.

06. sep 23:09

Braut sóttkví og ráfaði ölvaður í rangt hús

Var maðurinn óviðræðuhæfur þegar lögregla kom á staðinn. Er gert ráð fyrir því að hann verði sektaður fyrir brot á sóttvarnarlögum.

06. sep 22:09

Sá ógnandi mann anda framan í aldraða: „Það er verið að ljúga að ykkur!“

Karl­maður var með ógnandi til­burði í garð eldri borgara á Laugaveginum fyrir helgi og virti sótt­varnar­ráð­stafanir þeirra að vettugi. Ekki er vitað til þess að upp­á­koman hafi haft eftir­mála.

06. sep 15:09

Fjór­tán nem­endur og tveir kennarar í sótt­kví

Að sögn skólastjóra Verslunarskólans greindist smit hjá nemanda skólans í gær og voru því fjórtán nemendur og tveir kennarar sendir í sóttkví.

06. sep 13:09

„Það er dýrkeypt fyrir alla að bíða“

Bjarni Benediktsson sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ríkisstjórnin hafi gert ýmislegt til að bregðast við kórónaveirufaraldrinum hér á landi en Þorgerður Katrín sagði stjórnvöld þurfa að gera meira til að bæta framtíðarhorfur landsmanna.

06. sep 11:09

Þrír greindust innanlands en enginn við landamærin

Allir sem greindust í gær með innanlandssmit voru í sóttkví við greiningu. Virkum smitum fækkar um sjö frá því í gær.

05. sep 21:09

16 af 25 Ís­lendingum í Ischgl fengu CO­VID-19

Sjö Íslendingar eru hluti af hópmálsókn gegn yfirvöldum í héraðinu Tíról, sem Ischgl tilheyrir. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu gáfu lítið fyrir viðvaranir íslenskra sóttvarnaryfirvalda.

04. sep 11:09

Sex greindust innanlands í gær

Níu einstaklingar greindust með COVID-19 í gær. Sex voru innanlandssmit og þrjú við landamærin.

03. sep 15:09

Öryggismál að fólk mæti á réttum tíma í sýnatöku

Mikilvægt er að fólk mæti á réttum tíma í sýnatöku upp á umferðaröryggi. „Segjum að við byrjum klukkan tólf að taka sýni. Við erum að taka tvö sýni á mínútu þannig að eftir þrjátíu mínútur ef fólk mætir hálftíma fyrr þá eru komnir sextíu bílar í röð.“

03. sep 14:09

Hræddir um að missa af al­var­legum sjúk­dóms­greiningum

Forstjóri Heilsugæslunnar segir mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar með aðrar sjúkdómsgreiningar en COVID-19. Hann hafi áhyggjur af vetrinum; að þá gæti komið í ljós fjöldi alvarlegra sjúkdómsgreininga sem hefði átt að greina fyrr.

03. sep 14:09

Leggur til að 200 manns megi koma saman með einn metra á milli

Þórólfur greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldatakmarkanir verði hækkaðar úr 100 í 200 og að eins metra reglan taki gildi í stað tveggja metra reglunnar.

03. sep 11:09

Allir starfs­menn Lands­bankans í Mjóddinni sendir í sótt­kví

Þrettán starfsmenn útibúsins hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni en útibúinu hefur verið lokað tímabundið vegna málsins.

03. sep 11:09

Fjögur ný smit greindust

Tveir af þeim fjórum sem greindust hér á landi voru í sótt­kví. Þrjú smit greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar úr þeim.

03. sep 09:09

Fylki búi sig undir dreifingu bólu­efnis fyrir lok októ­ber

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur beðið heilbrigðisyfirvöld fylkja um að búa sig undir það að hægt verði að dreifa bóluefni við COVID-19 fyrir lok október þrátt fyrir að bóluefnið sjálft verði ekki endilega tilbúið á þeim tíma.

02. sep 21:09

Berlu­sconi með CO­VID-19

Læknir fyrrum forsætisráðherrans greinir frá því að Berlusconi sé einkennalaus en hann er nú í einangrun á heimili sínu í Mílan.

02. sep 15:09

Greiddu 7,4 milljónir í matarsendingar og akstursþjónustu

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi tæpar 7,4 milljónir króna í akstursþjónustu vegna COVID-19 til að senda mat heim til eldri borgara sem ekki gátu mætt í hádegismat hjá félagsmiðstöðvum sem lokuðu. Einnig var greitt fyrir sértækan akstur vegna smithættu.

02. sep 14:09

Neymar og Di Maria með kórónaveiruna

Þrír leikmenn karlaliðs PSG í knattspyrnu greindust með kórónaveiruna í vikunni. Félagið hefur staðfest þessi tíðindi.

02. sep 11:09

Ferða­skrif­stofur vilja 2,3 milljarða vegna endur­greiðslna

Ferðaþjónustuaðilar hafa sótt um lán úr Ferðaábyrgðasjóði fyrir ríflega 2,3 milljarða króna. Atvinnuveganefnd Alþingis leggur til að skilyrði sjóðsins verði rýmkuð vegna hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda.

02. sep 11:09

Fimm ný innan­lands­smit og átta smit við landamærin

Þrír sem greindust með innanlandssmit voru ekki í sóttkví við greiningu. Virk smit á landinu eru nú 99 talsins.

02. sep 11:09

Ekkert COVID smit innan íslenska hópsins

Enginn leikmaður né starfsmaður íslenska karlalandsliðsins reyndist vera með jákvætt smit af COVID-19 en sýni voru tekin úr öllum fyrir komandi verkefni.

01. sep 11:09

Fimm greindust innan­lands í gær

Alls hafa 210 tilfelli greinst innanlands frá 15. júní. Á sama tíma hafa 98 virk smit greinst við landamærin. Fram kom í máli sóttvarnalæknis í gær að útlit sé fyrir að stjórnvöld séu að ná betri tökum á faraldrinum.

31. ágú 15:08

Gott að sjá aftur líf við skólann

Kennsla hófst í dag við Háskóla Íslands en forseti Stúdentaráðs HÍ segir að nemendum gangi vel að fylgja þeim takmörkunum sem eru í gildi. Á fimmta þúsund nýnemar hefja nú nám við skólann og er reynt eftir fremsta megni að halda utan um þá sem og aðra nemendur.

31. ágú 15:08

„Við treystum skólunum“

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segist treysta skólunum með útfærslu á skólastarfinu í samræmi við sóttvarnarreglur.

31. ágú 14:08

Nauð­syn­legt að fara hægt í til­slakanir

Þórólfur sagði mikilvægt að landsmenn gleymi ekki þeim árangri sem hefur náðst í baráttuna við veiruna hér á landi. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í hvers kyns tilslakanir og leggur til að byrjað verði á takmörkunum innanlands.

31. ágú 12:08

Ís­lendingar 71% gesta á gisti­stöðum í júlí

Hagstofan áætlar að gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júlí hafi dregist saman um 80% á milli ára. Mestur samdráttur var í kringum höfuðborgarsvæðið.

31. ágú 10:08

Aldrei mælst meiri sam­dráttur í lands­fram­leiðslu hérlendis

Heimsfaraldur kórónaveiru og þær aðgerðir sem gripið var til að hefta útbreiðslu hans höfðu mikil áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Sé litið til annara landa benda fyrstu niðurstöður til að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér. Þó hefur hann mælst minni á hinum Norðurlöndunum.

30. ágú 11:08

Tvö ný innan­lands­smit

Tveir greindust með inn­lent kórónu­veiru­smit á landinu í gær. Þeim fækkar sem eru í ein­angrun eða sótt­kví á landinu milli daga.

30. ágú 09:08

Sums staðar of stutt bil á milli hópa

Of stutt bil var á milli hópa inni á nokkrum veitinga­stöðum í gær­kvöldi. Lög­regla heim­sótti sam­tals 24 staði um helgina til að kanna hvort sótt­varna­reglum væri fylgt.

29. ágú 11:08

Fimm ný innan­lands­smit

Fimm greindust með inn­lent Co­vid-19 smit á landinu í gær. Þeir voru allir í sótt­kví við greiningu. Tveir til við­bótar greindust með virkt smit við landa­mærin.

28. ágú 19:08

Saka fjár­mála­ráð­herra um að snið­ganga launa­fólk

Forystukonur ASÍ, BHM og BSRB eru ósáttar með skipan starfshóps á vegum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Ekki hafi verið óskað eftir þátttöku launþegasamtaka í mati á efnahagslegum áhrifum sóttvarnaaðgerða.

28. ágú 18:08

Isavia segir upp 133 starfs­mönnum

Forstjóri Isavia segir fyrri forsendur félagsins vera brostnar eftir að stjórnvöld hertu takmarkanir á landamærum. Ráðist hafi verið í miklar hagræðingaraðgerðir eftir að heimsfaraldurinn skall á til að bregðast við samdrætti í flugumferð.

28. ágú 17:08

Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni

Íslendingar munu kaupa bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Þegar hefur sambandið tryggt sér aðgang að bóluefni AstraZeneca sem vonast er til að verði tilbúið í lok árs eða byrjun 2021.

28. ágú 11:08

Þrjú greindust með COVID-19 í gær

Innanlandssmitum fær fækkandi en í gær greindust þrjú ný smit.

27. ágú 14:08

Börn þurfi ekki alltaf að fara í sóttkví

Mismunandi er eftir aðstæðum, aldri og getu hvort börn þurfi að fara í sóttkví með foreldrum. Skynsamlegt sé að hafa börn heima í sólarhring meðan beðið er eftir niðurstöðum úr skimun.

27. ágú 13:08

Vísinda­menn telja að lama­dýr geymi lausn við CO­VID-19

Rannsakendur í Norður-Kaliforníu telja sig hafa búið til efni sem geti komð í veg fyrir að fólk smitist af kórónaveirunni.

27. ágú 11:08

Fleiri í sótt­kví í Ingunnar­skóla

Alls eru nú fjórir starfsmenn í Ingunnarskóla í Grafarholti í sóttkví. Greint var frá því í gær að smit hefði komið upp hjá starfsmanni skólans.

27. ágú 10:08

Þrjú ný innan­lands­smit í gær

Einstaklingum í einangrun fækkar milli daga þar sem fleiri luku einangrun en greindust með nýtt smit. Búið er að útskrifa eina sjúklinginn sem lá inni á sjúkrahúsi með COVID-19.

27. ágú 10:08

Boða til upplýsingafundar í dag

Þar verður að venju farið yfir stöðu faraldursins í íslensku samfélagi.

27. ágú 07:08

Of­­fita mun mögu­­lega minnka virkni bólu­efnis

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að offita hafi meiri áhrif á dánartíðni vegna kórónaveirunnar en áður var talið.

27. ágú 07:08

Segir aðgerðir stjórnvalda ekki duga einar

Samfylkingin er með frumvarp í vinnslu sem verður lagt fram nú þegar þing kemur saman þar sem lagðar eru til frekari aðgerðir til að mæta aðstæðum á vinnumarkaði.

27. ágú 07:08

Von á niður­stöðum starfs­hóps Sigurðar Inga

Starfshópurinn safnaði upplýsingum um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og framtíðarhorfur.

27. ágú 06:08

Ekkert okkar óhult fyrr en við erum öll óhult

Aðstoðarforstjóri CEPI segist þakklátur fyrir fjárveitingu Íslands sem styðji beint við rannsóknir og þróun bóluefnis gegn COVID-19. Árangur COVAX-verkefnisins veltur á þátttöku þjóða og enn er þörf á frekara fjármagni. Niðurstöður Oxford lofa góðu.

Myndband neðst í fréttinni: Viðtal Fréttablaðsins við Frederik Kristensen.

27. ágú 06:08

Færri leitað á sjúkrahús í faraldrinum

Hjartaþræðingum hefur fækkað um tæp tólf prósent og kransæðavíkkunum um rúm 14 prósent það sem af er þessu ári. Sjúklingar veigra sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna hjartaáfalla.

26. ágú 16:08

Þrír skjólstæðingar Borgarsels með COVID-19

Þrjú hafa greinst með COVID-19 í tengslum við smit starfsmanns.

26. ágú 14:08

Starfs­maður við Mela­skóla í sótt­kví

Starfs­maður við Mela­skóla er kominn í sótt­kví þar sem maki hans greindist með kórónu­veiruna. Átta starfsmenn voru beðnir um að halda sig við heima í dag.

26. ágú 13:08

Telja að rekja megi 20 þúsund smit til ráð­­stefnu

Vísindamenn segja fullkomnar aðstæður hafa verið til staðar á ráðstefnunni til að stórauka dreifingu kórónaveirunnar. Fáir hafi gert sér grein fyrir því að veiran hafi náð fótfestu í bandarísku samfélagi þegar hún var haldin í lok febrúar.

26. ágú 11:08

Sex innan­lands­smit greindust í gær

Áfram fjölgar einstaklingum sem hafa lokið einangrun og stendur fjöldi virkra smita því nánast í stað milli daga. Einn er enn innlagður á sjúkrahús með COVID-19.

26. ágú 10:08

Usain Bolt smitaður af CO­VID-19

Umboðsmaður Bolt greinir frá því að spretthlauparinn hafi greinst með veirunna eftir að hafa farið í skimun á laugardaginn.

26. ágú 10:08

Iceland Airwaves aflýst

Skipuleggjendur sjá ekki fram á að geta haldið tónlistarhátíðina með öruggum hætti í nóvember næstkomandi. Hefur hún nú verið færð yfir á næsta ár.

26. ágú 07:08

Hlut­deildar­lán klár úr nefnd öðru hvorum megin við helgi

Hlutdeildarlán, sem voru hluti aðgerða stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn, eru hugsuð fyrir ungt fólk og tekjulága. Þau myndu þá nýtast sem útborgun við íbúðarkaup og bera enga vexti.

26. ágú 07:08

Erfið­ir tím­ar fyr­ir veit­ing­a­menn

Margir veitingastaðir treysta á erlenda ferðamenn. Erfiðir tímar eru fram undan sérstaklega hjá veitingastöðum á landsbyggðinni. Ýmsir munu bregða á það ráð að fara í híði. Tekjur veitingastaða lækkuðu verulega við tveggja metra regluna. Veitingamenn í miðborginni bera sig vel. Laun í veitingageiranum hafa hækkað skarpt frá árinu 2015 en nú munu tekjur veitingahúsa dragast saman.

26. ágú 07:08

Segir að nýjar reglur muni breyta öllu fyrir leikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er ánægð með þær tilslakanir sem Svandís Svavarsdóttir boðaði í gær sem fela í sér að snertingar verða leyfðar á nýjan leik í sviðslistum og tónlist.

26. ágú 06:08

Leita sér að­stoðar á Vogi eftir að hafa drukkið spritt

Sala á áfengi jókst töluvert í COVID-19 faraldrinum. Tæplega þriðjungi meira var selt af áfengi í apríl en í sama mánuði í fyrra. Yfirlæknir á Vogi segir fólk koma veikara inn en áður, þá sé fólk farið að drekka spritt sem sé til víða.

26. ágú 06:08

Beita ríkissjóði til viðspyrnu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um breytingu á gildandi fjármálastefnu. Þar koma fram viðbrögð við efnahagskreppu sem orðið hefur vegna kórónaveirufaraldursins.  

25. ágú 17:08

Nýja tækið eykur afköst og öryggi við greiningu CO­VID-19

Mikil eftirspurn er eftir slíkum tækjabúnaði um heim allan vegna heimsfaraldursins og er löng bið eftir nýjum tækjum. Enn er beðið eftir öflugasta greiningartækinu sem getur greint allt að 4.000 sýni á sólarhring. Mun það gjörbreyta stöðu deildarinnar.  

25. ágú 12:08

Lista­menn mega snertast frá og með föstu­deginum

Meðal helstu breytinga í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum eru breytingar á ákvæði um tveggja metra regluna og að snertingar í sviðslistum, tónlist og kvikmyndatöku verði leyfðar.

24. ágú 22:08

Starfsmaður Eirar með COVID-19

Starfsmaðurinn á dagdvöl fyrir fólk með heilabilun hefur greinst með COVID-19. Stjórnendur hafa lokað dagdvölinni og funda í fyrramálið um stöðuna.

24. ágú 20:08

Tvö í einangrun um borð í Norrænu

Ekki er vitað hvort þetta séu ný eða gömul smit. Farþegar sem koma til landsins geta ekki beðið eftir niðurstöðum á tjaldsvæðum enda þurfa þeir að sæta sóttkví á meðan.

24. ágú 15:08

Fyrsta stað­festa endur­smitið greint í Hong Kong

Karl­maður á fer­tugs­aldri hefur greinst aftur með kórónu­veiruna fjórum og hálfum mánuði eftir að hann greindist fyrst með veiruna.

24. ágú 15:08

Fólk með ein­kenni verður að halda sig heima

Landlæknir segir að brögð séu á því að fólk með einkenni, sem reynist vera kórónuveirusmit, sé á ferðinni.

24. ágú 12:08

Sundferð gæti endað með 250 þúsund króna sekt

Ákæra vegna brots á sóttkví hefur verið send til ákæruvalds. 114 voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Að sögn lögreglu nema álagðar sektir vegna þessara mála nærri 2,5 milljónum króna.

24. ágú 11:08

Ekkert nýtt smit á Ísafirði

Fjölskyldumeðlimir eldri borgara sem greindist með COVID-19 um helgina voru skimaðir í gær auk annarra íbúa á Hlíf. Uppruni smitsins er enn óljós og verða íbúðirnar áfram lokaðar fyrir heimsóknum.

24. ágú 11:08

Sex innan­lands­smit greindust í gær

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka milli daga. 55% þeirra sem hafa greinst með innanlandssmit frá 15. júní hafa verið í sóttkví við greiningu.

24. ágú 10:08

Segir vonbrigðin hafa verið mikil

Katrín Jakobsdóttir segir að baráttunni við veiruna sé hvergi nærri lokið. Ríkisstjórnin hafi metið að ferðatakmarkanir væru vægari skerðing réttinda en ýmsar þær hömlur sem gripið var til í vor.

21. ágú 15:08

Harry Kane sloppinn úr sóttkví fyrir leikinn gegn Íslandi

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í sóttkví þessa stundina. Kane verður hins vegar kominn úr sóttkví þegar England sækir Ísland heim í leik liðanna í Þjóðadeildinni í byrjun september.

21. ágú 15:08

Hundruð mögu­lega í sótt­kví vegna smitanna á Hótel Rang­á

Mögu­lega munu tugir eða hundruð einstaklinga þurfa að fara í sótt­kví sem tengjast smitunum á Hótel Rangá beint eða ó­beint.

21. ágú 11:08

Tíu innan­lands­smit greindust í gær

Helmingur þeirra sem sem greindust voru í sóttkví. Ekki hafa fleiri smit greinst á einum degi frá 5. ágúst en síðustu daga hafa tvö til fjögur smit greinst daglega.

20. ágú 22:08

Starfs­maður hótels þar sem ríkis­stjórnin snæddi greindist já­kvæður

Starfs­maður hótels á Suður­landi þar sem ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar snæddu á þriðju­daginn greindist með kórónu­veiru­smit í dag.

20. ágú 16:08

Þórdís í sóttkví í fjórða sinn: „Ég kláraði Netflix í fyrstu sóttkvínni"

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sína fjórðu sóttkví í sumar. Hún segir að verkefnið sé ekki skemmtilegt en göngutúrar og útivera skipti miklu máli. Netflix er hins vegar búið.

20. ágú 16:08

Stjórn­völd á­kveðið að slátra mjólkur­kúnni

Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Gray Line sér fram á svartan vetur. Mikil óvissa sé fram undan og þá einkum gagnvart starfsfólki. Hann kallar eftir því að stjórnvöld komi til móts við fyrirtæki sem hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna hertari landamærareglna.

20. ágú 15:08

Ó­skýrar upp­lýsingar hafi boðið upp á mis­skilning

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sögðu að misræmi hafi verið milli orðalags í reglugerð heilbrigðisráðherra og leiðbeiningum sem birtar voru á covid.is. Lykilmáli skipti að laga það og vinna áfram saman að settu marki.

20. ágú 14:08

Útbúa nýtt viðvörunarkerfi: „Það eru hættumerki á lofti“

Það er til skoðunar að taka upp stigskipt viðvörunarkerfi vegna Covid-19 sem minnir á litakóðaðar veðurviðvaranir.

20. ágú 14:08

Smitum fækkar innanlands en fjölgar við landamæri

Sóttvarnarlæknir segir í pípunum að fara að slaka á hömlum innanlands. Landamæramitum fer fjölgandi meðan innanlandssmitum fer fækkandi.

20. ágú 14:08

Far­þegar um þriðjungur af á­ætluðum fjölda

Móttaka farþega á Keflavíkurflugvelli gekk vel í gær þegar hertar reglur tóku gildi á landamærum. Þurfa nú allir að fara í sóttkví við komuna til landsins.

20. ágú 14:08

Nokkrir far­þegar Nor­rænu virtu ekki reglur um sótt­kví

Að sögn lögreglunnar á Austurlandi fengu allir farþegar leiðbeiningar um gildandi reglur við komuna en örfáir virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og fóru í kjörbúð við komuna.

20. ágú 13:08

Von­laust að gera reglur sem henta öllum

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, út­skýrði tveggja metra regluna og sagði ekki standa til að fella hana úr gildi.

20. ágú 13:08

KR-ingar á leið í sóttkví í þriðja skipti

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur frestað leik Selfoss og KR sem fara átti fram í Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. RÚV greinir frá því að kórónaveirusmit hafi greinst í starfsliði KR-liðsins.

20. ágú 13:08

„Við erum að hefja nýjan kafla“

Heilbrigðisráðherra segir nýjan kafla vera að hefjast í viðbrögðum yfirvalda við kórónaveirunni til langs tíma í íslensku samfélagi. Áhersla verði lögð á samráð við almenning.

20. ágú 10:08

Tvö ný innan­lands­smit

Annar þeirra sem greindist í gær var í sóttkví við greiningu. Alls hafa 153 greinst með innanlandssmit frá því um miðjan júní.

20. ágú 07:08

Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir erfitt haust

Umsóknum um aðstoð hefur fjölgað um 41 prósent síðustu fimm mánuði samanborið við sama tíma í fyrra. Fræðslufulltrúi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að þau séu að búa sig undir þungt haust, margir séu að klára uppsagnarfrest og fleiri fari á ótekjutengdar atvinnuleysisbætur.

19. ágú 18:08

Telja að þúsundir geti misst vinnuna vegna nýju reglanna

Ferða­þjónustu­aðilar telja að þúsundir muni vissa vinnuna vegna nú­verandi fyrir­komu­lags á landa­mærunum sem tók gildi í dag.

19. ágú 16:08

Rútu­fyrir­tækin túlka til­mæli land­læknis með ó­líkum hætti

Nokkuð skýrt er kveðið á um í tilmælum landlæknis að ferðamenn á leið í sóttkví megi einungis nota einkabíl, leigubíl eða bílaleigubíl. Kynnisferðir hyggjast þó halda áfram að flytja farþega frá Keflavíkurflugvelli þar til frekari skýringar fáist frá embættinu.

19. ágú 14:08

Ekkert af Norður­landa­ráðs­þingi í Reykja­vík þetta árið

Ákvörðun var tekin um að aflýsa þinginu á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í dag. Óljóst er hvað kemur í staðinn fyrir viðburðinn .

19. ágú 11:08

Of stuttur fyrirvari um hertar aðgerðir: „Allt í uppnámi“

Mikið álag var á starfsfólki Norrænu að ná í alla farþega til að kynna nýjar hertar aðgerðir við landamærin. Forstjóri Smyril Line á Íslandi segir fyrirvarann hafa verið allt of stuttan. „Það er eiginlega allt í uppnámi.“

19. ágú 11:08

Erfitt að draga á­lyktanir um sam­band milli magns veiru og al­var­leika sjúk­dóms

Fræðilegur möguleiki er á því að magn veiru sem berst til einstaklinga hafi áhrif á það hvort fólk sýkist og þá hversu alvarlega en ekki er hægt að segja hvað gildir fyrir COVID-19. Öruggast sé þó að ganga út frá því að magn veirunnar skipti máli.

19. ágú 11:08

Fjögur innan­lands­smit bættust við

Nýjum tilfellum innanlands fjölgar milli daga á sama tíma og einstaklingum í sóttkví fer áfram fækkandi. Alls hafa 149 innanlandssmit greinst frá 15. júní síðastliðnum.

19. ágú 10:08

Hæsti­réttur dæmir upp­haf út­göngu­bannsins ó­lög­legt

Landið hefur komið betur út úr faraldrinum en flest önnur ríki. Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi settu á fimm vikna útgöngubann þann 26. mars.

19. ágú 08:08

Allt að 500 þúsund króna sekt vegna brota á reglum um grímuskyldu

Nú er sektað vegna grímu­skyldu hér á landi og nema sektirnar á bilinu 10 til 500 þúsund króna. Ríkissaksóknari hefur gefið út uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum.

19. ágú 05:08

Ís­lendingar vilja helst bara svartar grímur

Jóhanna Viborg saumakona hannar og selur þriggja laga andlitsgrímur ásamt Eygló dóttur sinni og hvetur Íslendinga til að poppa upp á stílinn með litríkum grímum. Skortur er á teygjum í heiminum og stefnir í bómullarskort.

18. ágú 21:08

Nýju reglurnar þurfi að gilda í marga mánuði til að halda veirunni úti

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að til þess að halda veirunni utan Ís­lands verði þær ráð­stafanir sem taka gildi á mið­nætti að gilda í marga mánuði.

18. ágú 16:08

Yfir sjö­tíu starfs­menn Bakka­varar með CO­VID-19

Hópsmit hefur greinst í starfsstöð fyrirtækisins í Newark en enn á eftir að skima um helming starfsfólks. Hafa 33 náð bata að sögn heilbrigðisyfirvalda á staðnum.

13. ágú 14:08

Ó­tíma­bært að hefja eftir­lit með inn­fluttum mat­vælum

Yfirvöld í Kína segjast hafa greint kórónaveiruna í innfluttum kjúklingavængjum og á umbúðum utan um frosnar rækjur. Óljóst er hvort raunveruleg ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að fólk komist í snertingu við veiruna við neyslu innpakkaðra matvæla.

13. ágú 12:08

Tvö smit bættust við í Vest­manna­eyjum og eru 76 í sótt­kví

Eru þar nú sex með staðfest smit. Alls greindust sex innanlandssmit á landsvísu síðasta sólarhringinn og eru 720 í sóttkví.

13. ágú 07:08

Ísland líklega af komulista Breta

Talið er að Ísland verði eitt þeirra ríkja sem verður fjarlægt af komulista Bretlands á næstu dögum vegna fjölgun tilfella Covid-19.

11. ágú 09:08

Yfir 20 milljón Covid-19 tilvik á heimsvísu

Á síðastliðnum 20 dögum bættust rúmlega fimm milljón manna í hóp smitaðra í heiminum.

10. ágú 11:08

Tvö ný innan­­lands­­smit og færri í sóttkví

Tveir greindust með inn­­­­lent kórónu­veiru­­­­smit síðasta sólar­hringinn. Báðir greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu. Færri eru í sóttkví í dag en í gær.

09. ágú 15:08

Á fjórða tug starfs­manna Torgs í sótt­kví

36 starfsmenn hjá miðlum Torgs eru komnir í sóttkví. Ekki verður truflun á starfsemi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

09. ágú 14:08

Byrja að sekta og loka veitinga­stöðum sem fylgja ekki til­mælum

Fram hefur komið í dag að lögreglumenn hafi jafnvel ekki treyst sér til að fara inn á marga staði við eftirlit í gær vegna smithættu.

09. ágú 14:08

Ein­stak­lingur á ní­ræðis­aldri kominn á sjúkra­hús

Tveir eru nú innlagðir á sjúkrahús með COVID-19. Öll innanlandssmitin sem bættust við í gær greindust hjá fólki í sóttkví.

09. ágú 13:08

Í beinni: Upplýsingafundur almannavarna

Daglegur upp­lýsinga­fundur al­manna­varna og landlæknis hefst venju samkvæmt klukkan 14:03.

09. ágú 13:08

31 í sótt­kví hjá lög­reglunni

Enginn er í sóttkví hjá embættum lögreglunnar á Austurlandi, Norðurlandi vestra, Vesturlandi eða Vestfjörðum.

09. ágú 11:08

Þrjú innan­­lands­­smit bættust við

Greint var frá jafnmörgum nýjum innanlandssmitum í gær. Virk smit eru nú 114 og eru 962 í sóttkví.

08. ágú 14:08

Grunur um smit hjá íbúa á hjúkrunarheimili Hrafnistu

Tvær deildir hafa verið settar í sóttkví á meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku. Grunur vaknaði eftir að heimilismaðurinn var fluttur á Landspítala.

07. ágú 16:08

Hópsýking á bar í mið­bæn­um

Allt að sjö ein­staklingar fóru á sama bar, sama dag í júlí sem varð til þess að all­ir smit­uð­ust.

07. ágú 14:08

Gæti orðið erfiðara að stöðva út­breiðsluna í þetta skiptið

Gera má ráð fyrir því að fyrirtæki byrji aftur að senda starfsfólk sitt í fjarvinnu, að sögn sóttvarnalæknis. Næstu dagar munu skera úr um það hvort gripið veri til svipaðra takmarkana og giltu í mars og apríl.

03. ágú 16:08

„Þetta lítur ekkert vel út“

Prófessor í líftölfræði sem átti þátt í að útbúa áreiðanlegt spálíkan fyrir þróun faraldursins í vor segir þróunina síðustu daga valda áhyggjum. Næstu vikur muni þó gefa skýrari mynd af því hvert faraldurinn stefnir.

01. ágú 14:08

„Ég held að við séum bara í nokkuð góðum málum“

Sjö innanlandssmit greindust í gær og eru nú 58 einstaklingar í einangrun með virkt smit hér á landi. 454 eru í sóttkví.

31. júl 15:07

Æskilegra að nota einnota grímur

Landlæknir segir að líklega þurfi að herða á og slaka á til skiptist hér á landi þar til bóluefni gegn kórónuveirunni er tilbúið. Verið er að skoða hvort starfsmenn á hjúkrunarheimilum sem ferðast erlendis fari í tveggja vikna sóttkví áður en þeir snúi aftur til vinnu.

31. júl 10:07

Tæplega 40 virk smit í Færeyjum

Þeir smituðu eru allir skipverjar sem komu til landsins á togurum og flutningaskipum. Enginn Færeyingur er með virkt smit.

30. júl 12:07

Herða tak­markanir á ný vegna smita síðustu daga

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans taldi rétt á þessum tímapunkti að grípa til ráðstafana vegna hópsýkinga síðustu daga.

30. júl 11:07

24 manna hópsýking á suðvesturhorninu

Ekki er vitað hver uppruni innanlandssmitanna er. Reiknað er með að fleiri verði sendir í sóttkví þegar líður á daginn.

30. júl 10:07

Kynna breytingar á sóttvarnaraðgerðum klukkan 11

Sóttvarnalæknir sendi tillögur að breytingum á samkomutakmörkunum til heilbrigðisráðherra í fyrradag. Ríkisstjórnin fundaði um tillögurnar í morgun.

30. júl 06:07

Fyrrum yfirmaður á COVID-deild vill herða reglur og forða stórslysi

Fyrrum yfirlæknir á COVID-19 deild Landspítalans hvetur heilbrigðisráðherra eindregið til þess að herða aðgerðir fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Hann hefur áhyggjur af því að smitrakning gangi illa. Alþingismaður telur einangrun og höft alvarlegra vandamál enda útlit fyrir að veiran verði á sveimi næstu ár

29. júl 13:07

Tak­marka heim­sóknir á hjúkrunar­heimili

Er aðgerðunum ætlað að vernda viðkvæma íbúa heimilanna nú þegar innanlandssmitum fer fjölgandi.

29. júl 12:07

Búist við minnis­blaði frá sótt­varna­lækni í dag

Búist er við því að Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skili ráð­herra minnis­blaði með til­lögum um hertar sótt­varna­að­gerðir á landinu síðar í dag. Ó­víst er að hvaða leyti hann hyggst herða tak­markanir fyrir verslunar­manna­helgi.

29. júl 12:07

Spítalar í Hong Kong á barmi falls

Strangari reglur þegar kemur að samkomum tóku við í Hong Kong í dag þar sem mikill fjöldi nýrra tilfella kórónaveirusmits hafa komið upp. Æðsti stjórnandi sjálfstjórnarhéraðsins varar við því að heilbrigðiskerfið ráði ekki við álagið.

29. júl 11:07

Þrír COVID-19 flutningar í gær

Óvenju mikið annríki var hjá sjúkraflutningamönnum í nótt þegar sjúkrabílar voru boðaðir í 51 skipti á höfuðborgarsvæðinu.

29. júl 11:07

„Engum líkar vel við mig“

Trump fór mikinn á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í gær en hann ræddi þróun nýs bóluefnis og velgengni Bandaríkjanna þegar kemur að skimunum. Hann sagðist þó ekki skilja af hverju hann njóti ekki frekari vinsælda og gekk út af fundinum í kjölfar spurningar blaðamanns.

29. júl 10:07

Fjögur ný innan­­lands­­smit - Upp­runi tveggja óljós

Fjögur ný innan­lands­smit greindust í gær. Virk smit á landinu eru nú 28. Þrír þeirra fjögurra sem greindust voru ekki í sótt­kví.

29. júl 10:07

Sam­ráðs­hópur fundaði um hertar tak­­markanir

Sam­ráðs­hópur al­manna­varna, heil­brigðis­yfir­valda og stjórn­valda fundaði í dag til að ræða næstu skref eftir fjölda innan­lands­smita sem greinst hafa síðustu daga. Tals­verðar líkur eru á hertum sam­komu­tak­mörkunum á landinu fyrir verslunar­manna­helgi.

25. apr 06:04

Breskur COVID-19 vefur hrundi á nokkrum mínútum

Vefsíða breska ríkisins þar sem fólk getur skráð sig í sýna­töku fyrir COVID-19 var borin ofur­liði skömmu eftir að hún opnaði. Hátt í 10 milljón manns í landinu eiga nú rétt á því að fá sýnatöku fyr­ir COVID-19.

23. mar 07:03

Faraldurinn hægir á stríðsrekstri í Jemen

Nú eru fimm ár frá því að hið gleymda stríð í Jemen hófst. Kórónaveiran hefur hægt á stríðsrekstrinum, þar sem stríðandi fylkingar undirbúa sóttvarnir. Stríðshrjáð landið hefur litla sem enga getu til að takast á við veirufaraldur.

21. mar 08:03

Faraldurinn dregur úr loftmengun

Út­breiðsla kóróna­veirunnar dregur veru­lega úr loft­mengun og losun gróður­húsa­loft­tegunda. At­vinnu­lífið hægir á sér og fólk flýgur minna. Skamm­góður vermir, nema sam­fé­lög heims verði endur­skipu­lögð.

21. mar 08:03

Standa saman sterk er sól verður hæst á lofti

„Látum ekki óttann ná tökum á okkur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem eins og margir starfsfélagar hans og sveitarstjórnir hvetur íbúa til dáða í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

20. mar 18:03

Bæjarfulltrúi í Garðabæ með COVID-19: „Ég hef verið með kvefskít í einhverjar tvær vikur“

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ, greindist í dag með COVID-19 sjúkdóminn. Hún sat bæjarstjórnarfund í gær en þar sem ítrustu reglum var fylgt þurfa aðrir bæjarfulltrúar ekki að fara í sóttkví.

20. mar 07:03

Ungt fólk í meiri hættu af smiti en talið hefur verið

Bandaríkjanna segir fólk á miðjum aldri líklegra til að veikjast alvarlega af COVID-19 sjúkdómnum en áður var talið. Um 40 prósent sjúklinga á sjúkrahúsum vestan hafs eru á aldrinum 20 til 54. Hættan á andláti er þó mun meiri hjá eldra fólki. Aðeins mjög lítill hluti barna þarf sjúkrahúsvist.

20. mar 07:03

Eyjaskeggjar uggandi vegna farsóttarinnar

Hrísey og Grímsey hafa þá sérstöðu að vera ekki landtengdar en ferju og flugsamgöngur eru óbreyttar. Íbúarnir eru margir hverjir rosknir og eyjarnar skilgreindar sem brothættar byggðir.

20. mar 07:03

Skoða að nýta gamla Orkuhúsið undir COVID-19 starfsemi

Í skoðun er að nota Suðurlandsbraut 34 sem tímabundið húsnæði vegna COVID-19 faraldursins

13. mar 13:03

Kári boðar til fundar vegna óánægju með sýnatöku í Turninum

Starfsfólk í Turninum í Kópavogi er undrandi yfir sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar sem hófst í morgun í húsinu. Átta hundrað manns starfa í húsinu og deilir starfsfólk lyftum með einstaklingum á leið í sýnatöku. Kári Stefánsson hyggst funda með starfsfólki síðar í dag til að lægja öldurnar.

03. mar 07:03

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í viðbragðsstöðu á Rauðarárstíg

Sjúkratryggingar Íslands hafa leigt Fosshótel Lind sem varúðarráðstöfun til næstu tveggja mánaða. Þar munu erlendir ferðamenn sem þurfa að sæta sóttkví dveljast og þeir sem geta ekki verið í sóttkví heima hjá sér.

03. mar 07:03

Kórónaveiran gæti gengið yfir á tveimur mánuðum á Íslandi

Níu Íslendingar hafa nú verið greindir hér á landi með COVID-19 sjúkdóminn. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu en ekki er vitað hvernig sá níundi smitaðist. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hugsanlegt að meira en tvo mánuði taki fyrir veiruna að ganga yfir hér. Mikilvægt sé að halda sóttkví.

Auglýsing Loka (X)