Allt um COVID-19

Hér má nálgast allar upplýsingar um COVID-19 faraldurinn.

28. sep 16:09

Tveir íbúar til viðbótar með Covid-19

Hjúkrunarheimilið Eir hefur verið lokað fyrir heimsóknum en í gær greindust tveir íbúar til viðbótar með Covid-19.

28. sep 16:09

Smit greindist í Vest­manna­eyjum

Áður höfðu engin ný smit greinst þar frá því 22. ágúst.

28. sep 15:09

Jafn margir inniliggjandi vegna veirunnar og í maí

Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins leikur Dani nú grátt en alls eru hundrað og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og hafa ekki verið fleiri frá því í maí síðastliðinn.

28. sep 15:09

Fimm inni­liggjandi á Land­spítala með CO­VID-19

Landlæknir hefur áhyggjur af stöðunni en Landspítalinn hefur hafið undirbúning undir fjölgun innlagna.

28. sep 15:09

„Spurning um það hvernig sam­fé­lagi við viljum búa í“

Víðir telur að óhóflegt lögreglueftirlit með því hvort fólk fylgi reglum um sóttkví sé ekki til bóta. Lögregla þurfti um helgina að hafa afskipti af fjórum ferðamönnum sem brutu reglur um sóttkví.

28. sep 14:09

„Þessi staða er áhyggjuefni"

Landlæknir segir að róðurinn sé byrjaður að þyngjast verulega innan heilbrigðiskerfisins. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða en um 300 starfsmenn Landspítalans eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun.

28. sep 14:09

Áhöfn Þórunnar í sóttkví eftir að skipverji greindist með smit

Skipverji um borð í Þórunni Sveinsdóttur VE lauk túrnum sínum á miðvikudag í síðustu viku og greindist með COVID-19 á laugardag. Áhöfnin er nú í sóttkví og er skipstjórinn í stöðugu sambandi við rakningarteymið.

28. sep 14:09

Ó­næmir geti enn borið smit

Þrí­eykið minnir á að þeir sem ó­næmir eru fyrir CO­VID-19 og hafa áður smitast geta enn borið smit á milli ein­stak­linga, meðal annars í gegnum snerti­smit.

28. sep 14:09

Ekki ástæða til að grípa til hertra aðgerða

Þórólfur Guðnason telur ekki ástæður til að herða aðgerðir þrátt fyrir aukin smit. Samfélagssmit eru að ganga niður og stór hluti nýrra smita greinast í sóttkví. „Þetta er alls ekki búið.“

28. sep 11:09

Skipverjar Valdimars GK fóru í land á Djúpavogi

Allir fjórtán skipverjar línu­skipsins Valdimars GK greindust með kórónuveiruna eftir sýnatöku í gær.

28. sep 11:09

39 smit greindust innan­lands

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka en ekki hafa fleiri greinst í sóttkví í þriðju bylgju. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag.

28. sep 10:09

Ís­land komið á rauðan lista hjá Sviss­lendingum

Farþegar frá Íslandi þurfa nú að sæta tíu daga sóttkví við komuna til Sviss. Hröð fjölgun kórónaveirusmita hér á landi hefur gert íslenskum ferðalöngum erfitt fyrir.

28. sep 08:09

Rúmlega milljón látnir af völdum COVID-19

Samkvæmt tölfræðiveitunni Worldometers hafa rúmlega milljón manns látist á heismsvísu vegna COVID-1 9 faraldursins.

27. sep 11:09

20 smit í gær og einn á gjör­gæslu

Fjórir eru á sjúkra­húsi hér á landi með CO­VID-19 og einn á gjör­gæslu. Alls greindust 20 kórónu­veiru­smit hér á landi í gær.

26. sep 15:09

Mörg þúsund manns á CO­VID-mót­mælum í London

Flöskum var kastað í átt að lög­reglu­mönnum sem leystu upp mót­mæli á Trafalgar-torgi í Lundúnum aðra helgina í röð. Mót­mælendur telja að­gerðir yfir­valda til að hefta út­breiðslu CO­VID-19 ganga of langt.

26. sep 14:09

Starfsmaður í Lundarskóla með COVID-19

Starfsmaður við Lundarskóla á Akureyri greindist með COVID-19. Skólahald fyrir nemendur í 1. til 6. bekk Lundarskóla á Akureyri fellur niður meðan að smitrakning fer fram.

26. sep 13:09

Hertar að­gerðir til skoðunar

Frá 18. septem­ber síðast­liðnum hafa greinst 352 kórónu­veiru­smit hér á landi. Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að hann verði fljótur að skila til­lögum um harðari að­gerðir ef á þarf að halda.

26. sep 11:09

38 smit greindust í gær

CO­VID-19 far­aldurinn er á svipuðu róli og undan­farna daga. Í gær greindust 38 smit en rétt rúmur helmingur var í sótt­kví við greiningu.

25. sep 11:09

45 smit greindust innanlands

Nýgreindum tilfellum fjölgar milli daga og nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka. 2.362 einstaklingar eru nú í almennri sóttkví og fækkar milli daga.

24. sep 22:09

Annar Ís­lendinganna með al­var­lega lungna­sýkingu

Einar Logi Einars­son segir að Ís­lendingarnir sem liggja á sjúkra­húsi á Kanarí­eyjum hafi verið lagðir inn vegna lungna­bólgu annars vegar og hjartaáfalls hins vegar. Báðir hafi þeir greinst með CO­VID-19 við inn­lögn á sjúkra­húsið.

24. sep 13:09

Tveir Ís­lendingar sagðir á gjör­gæslu á Kanarí­eyjum vegna CO­VID-19

Landspítalinn og borgaraþjónusta utanríkiráðuneytisins hafa fengið staðfest að einn Íslendingur sé á spítala í Las Palmas.

24. sep 13:09

Zlatan með COVID-19

Zlatan spilar ekki í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.

24. sep 12:09

Smit greindist á æfingu á vegum KSÍ

Kórónaveirumit greindist hjá leikmanni sem tók þátt í æfingu í hæfileikamótun stráka hjá KSÍ um síðustu helgi. Af þeim sökum hefur hæfileikamótun stelpna sem fram átti að fara um næstu helgi verið frestað.

24. sep 11:09

33 greindust innan­lands í gær – 14 í sóttkví

Færri sýni voru tekin að þessu sinni en metfjöldi var tekinn á þriðjudag. Farið verður yfir stöðu faraldursins á upplýsingafundi klukkan 14 í dag.

23. sep 21:09

Undirbúa sig undir fjölgun COVID-19 innlagna

Í ljós kemur á næstu dögum hvort álag á heilbrigðiskerfið verði í líkingu við það sem var í fyrstu bylgju faraldursins.

23. sep 11:09

Hópsýking í Stykkishólmi

Gripið hefur verið til varúðarráðstafana í Stykkishólmi vegna fjölgunar smita. Á Vesturlandi eru nú 11 með staðfest smit, þar af 7 í Stykkishólmi.

23. sep 11:09

57 smit innanlands í gær – helmingur í sóttkví

Alls greindust 57 einstaklingar með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring. Það fjölgar um 127 í sóttkví.

22. sep 11:09

38 greindust með Co­vid-19 síðast­liðinn sólar­hring

Alls eru 281 manns í einangrun hér á landi vegna Covid-19 en 38 einstaklingar greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring.

22. sep 09:09

Börn sem sóttu frí­stunda­heimilið Krakka­kot í sótt­kví

Áður hafði verið greint frá því að allur 4. bekkur skólans hafi verið sendur í sóttkví eftir að tveir starfsmenn greindust með COVID-19.

21. sep 15:09

Áréttaði hvar fólki væri skylt að nota grímur

Sóttvarnarlæknir sagði grímurnar bera árangur við vissar aðstæður og að tilmæli yfirvalda væru í takti við það. Einnig sagði hann að forsvarsmönnum stofnanna væri heimilt að gera þá kröfu að fólk bæri andlitsgrímu.

21. sep 12:09

Endur­vekja bak­varða­sveitina vegna fjölda nýrra smita

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir fólki sem er tilbúið til að ganga til liðs við bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en ákveðið var að endurvekja bakvarðasveitina í ljósi þess hvernig COVID-19 faraldurinn hefur þróast hér á landi.

21. sep 11:09

Starfsmaður Naustavarar smitaður

Starfsmaður Naustavarar greindist með kórónaveirusmit um helgina. Starfsmenn félagsins og Sjómannadagsráðs hafa nú verið sendir í sóttkví auk tveggja starfsmanna á stoðdeild Hrafnistu í Hafnarfirði.

21. sep 11:09

30 smit greindust hér á landi í gær

Þetta er nokkuð lægri fjöldi en undanfarna daga, en á föstudag greindust 75 smit og 38 smit á laugardag. Fimmtán voru í sóttkví við greiningu og fimmtán utan sóttkvíar.

20. sep 17:09

Langar raðir í sýnatöku við Landspítalann í Fossvogi

Aldrei hafa jafn margir verið skimaðir fyrir veirunni á Covid-19 göngudeild Landspítalans og í dag. Langar bílraðir hafa verið við Landspítalann Fossvogi.

20. sep 14:09

Ungt fólk í meiri­hluta smitaðra

Ekki er talin ástæða til hertari sóttvarnaraðgerða en þegar eru í gildi. Sóttvarnarlæknir mun þó mæla með því við ráðherra að lokað verði á krám og skemmtistöðum í viku í viðbót.

20. sep 14:09

Ungt fólk í meiri­hluta smitaðra

Ekki er talin ástæða til hertari sóttvarnaraðgerða en þegar eru í gildi. Sóttvarnarlæknir mun þó mæla með því við ráðherra að lokað verði á krám og skemmtistöðum í viku í viðbót.

20. sep 11:09

Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra, er kominn í sóttkví.

20. sep 11:09

Víðir kominn í sóttkví

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra, er kominn í sóttkví.

20. sep 11:09

38 ný smit - 17 ekki í sóttkví

38 ný smit af Covid-19 greindust inn­an­lands í gær. 36 smitanna greindust hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Ís­lenskri erfðagrein­ingu.

20. sep 11:09

38 ný smit - 17 ekki í sóttkví

38 ný smit af Covid-19 greindust inn­an­lands í gær. 36 smitanna greindust hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Ís­lenskri erfðagrein­ingu.

19. sep 21:09

Ekki þykir ástæða til að nafngreina fleiri staði

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir telja ekki þörf á að rekja frekar útsetta einstaklinga í tengslum við þá staði sem hafa verið til skoðunar hjá smitrakningarteyminu. The Irishman Pub og BrewDog hafa tilkynnt að viðskiptavinir þeirra hafi verið útsettir fyrir smiti síðustu helgi.

19. sep 19:09

Smitaður nemandi í HR notaði sameiginlega lesaðstöðu

Smitrakningarteymið hefur óskað eftir því að nemendur sem notuðu lesrýmið á miðvikudaginn síðastliðinn, fari í skimun sem fyrst, gæti mjög vel að persónulegum sóttvörnum og komi alls ekki í skólann ef þeir finna fyrir einkennum.

19. sep 18:09

Starfsmaður BrewDog með veiruna

Talið er að starfsmaðurinn hafi smitast af viðskiptavini sem kom á staðinn síðustu helgi.

19. sep 15:09

Hækki yfir í neyðar­stig almannavarna á höfuð­borgar­svæðinu

Víðir Reynis­son, yfirlögregluþjónn, segir höfuð­borgar­svæðið vera í rauðum flokki í við­búnaðar­stigi al­manna­varna.

19. sep 14:09

Þór­ólfur skoðar hert sam­komu­bann: „Tengist skemmtanalífinu“

Til skoðunar er að herða nú­gildandi sam­komu­tak­mörk frekar vegna gríðar­legrar aukningu í fjölda smitaðra á landinu.

19. sep 13:09

Aldrei fleiri smit á einum sólar­hring í Dan­mörku

Alls greindust 589 með Co­vid-19 í Dan­mörku í gær og var það annar dagurinn í röð sem met­fjöldi greindist í landinu.

19. sep 13:09

Alvarleg staða: „Þetta eru mjög sterk við­vörunar­merki“

Víðir Reynis­son segir lands­menn ekki lengur glíma við for­dæma­lausa tíma. Nú skipti öllu að hafa lært af fyrri bylgju far­aldursins.

19. sep 11:09

75 innanlandssmit síðastliðinn sólarhring

Alls greindust 75 með Covid-19 hér á landi síðastliðinn sólarhring, af þeim voru 37 í sóttkví.

18. sep 13:09

Fjórir starfs­menn í­búða­kjarna með CO­VID-19

Greint var frá því á miðvikudag að stór hópur starfsmanna í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk hafi þurft að fara í sóttkví vegna smita.

18. sep 12:09

78 milljarða halli á öðrum árs­fjórðungi

Gert er ráð fyrir því að heildarútgjöld hins opinbera hafi aukist um 13,9% á öðrum ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil í fyrra. Heimsfaraldur kórónaveiru hafði umtalsverð áhrif á afkomu ríkisins.

18. sep 10:09

Megi rök­styðja að um nýja bylgju sé að ræða

Thor Aspelund, prófessor í líf­tölu­fræði, segir yfir­völd nú bíða á­tekta til þess að geta upp­fært spá­líkan stjórn­valda vegna CO­VID-19 far­aldursins hér á landi í sam­ræmi við þann fjölda nýrra smita sem greinst hefur undan­farna daga.

18. sep 10:09

Skemmtistöðum og börum lokað

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur fallist á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um lokun skemmtistaða og bara á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

17. sep 19:09

Leggur til að skemmti­stöðum og krám verði lokað

Fyrr í dag var greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir frá því að af þeim 32 sem hafa greinst með kórónaveiruna síðastliðna tvo sólarhringa megi rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar.

17. sep 17:09

Fjöldi fólks verið út­settur fyrir smiti á The Iris­hman Pub

Talið er að nokkurn fjölda nýrra smita megi rekja til staðarins. Til skoðunar er hvort vín­veitinga­stöðum á höfuðborgarsvæðinu verði gert að loka tíma­bundið til þess að bregðast við nýrri bylgju smita hér á landi.

17. sep 14:09

Til skoðunar að vín­veitinga­stöðum verði gert að loka

Vín­veitinga­stöðum verður mögu­lega gert að loka tíma­bundið á höfuð­borgar­svæðinu, til þess að bregðast við nýrri bylgju smita hér­lendis. Til skoðunar er að grípa til ýmissa staðbundinna aðgerða á svæðinu.

17. sep 14:09

Smit síðustu daga má rekja til ferða­manna sem brutu reglur um sóttkví

Nýr stofn veirunnar er að dreifast hér á landi um þessar mundir sem rekja má til ferðamanna sem brutu reglur um einangrun og sóttkví í ágúst líkleagst. Sótt­varna­læknir segir að verið sé að skoða hvort eitt­hvað hafi farið úr­skeiðis.

17. sep 12:09

Helgi Hrafn er með veiruna

Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, hefur greinst með CO­VID-19.

17. sep 11:09

„Það þýðir ekkert að slaka á“

„Þessi smit berast á milli vegna ein­hverja að­stæðna,“ segir Víðir í sam­tali við Frétta­blaðið. Hann segir fólk víðast hvar nú slaka á í einstaklingsbundnum sóttvörnum. Tölurnar undanfarna daga sýni að það þýði ekki.

17. sep 11:09

Fjórir til við­bótar smitaðir í HR

Stað­fest hefur verið að fjórir nem­endur til við­bótar hafi smitast af CO­VID-19 í Há­skólanum í Reykja­vík.

17. sep 11:09

Tólf af nítján utan sóttkvíar

Stað­fest er að ní­tján smit greindust innan­lands í gær.

17. sep 10:09

„Við erum að borga prísinn“

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að fjöldi nýrra smita hérlendis sé uggvænlegur. Hann hefur fulla trú á landamæraaðgerðum sem eru í gildi nú en segir Íslendinga borga prísinn nú fyrir að hafa ekki gripið til þeirra fyrr.

17. sep 08:09

Ní­tján smit greindust í gær

Thor Aspelund, prófessor í líf­töl­fræði við Há­skóla Ís­lands, greindi frá þessu í morgun. Ekki liggur fyrir hversu margir þeirra sem smituðust voru í sótt­kví.

16. sep 17:09

Tveir nem­endur við HR með CO­VID-19

Einnig kom fram í dag að tveir starfsmenn Háskóla Íslands hafi verið meðal þeirra þrettán sem greindust í gær.

16. sep 14:09

Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk með COVID-19

Tveir starfsmenn íbúðakjarna fyrir fatlað fólk hafa greinst með COVID-19 og þurfa því 26 starfsmenn að fara í sóttkví. Neyðarstjórn velferðarsviðs fundaði í morgun um málið. Tveir starfsmenn HÍ greindust einnig með COVDI-19.

16. sep 13:09

Kári segir lands­mönnum að búa sig undir nýja bylgju

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, segir lands­mönnum að búa sig undir nýja bylgju kórónu­veirufar­aldursins hér á landi.

16. sep 13:09

Allir starfs­menn Ís­lenskrar erfða­greiningar sendir í skimun

Nemandi sem hafði unnið við verkefni hjá fyrirtækinu greindist með kórónaveirusmit í gær og hafa því allir starfsmenn verið sendir í skimun. Kári Stefánsson segir í samtali við mbl að smitið hafi alls konar áhrif.

16. sep 11:09

Þrettán ný innan­lands­smit - Einn á sjúkrahúsi

Þrettán innanlandssmit greindust í gær en af þeim sem smituðust var aðeins einn í sóttkví. Einn hefur nú verið lagður inn á spítala með COVID-19.

15. sep 11:09

Sex innan­lands­smit greindust í gær

Sex innan­lands­smit greindust í gær. Helmingur þeirra var í sótt­kví en hinn helmingurinn ekki.

15. sep 10:09

Níu af hverjum tíu myndu lík­lega þiggja bólu­setningu

Íslendingar virðast vera með þeim líklegustu til að þiggja bóluefni þegar byrjað verður að bjóða upp á það. Af þeim sem sögðu ólíklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðust 80 prósent vilja bíða eftir að meiri reynsla verði komin á bólusetningu. Marktækur munur var á svörum fólks eftir því hvaða flokk það kysi á Alþingi.

14. sep 14:09

Á­hyggju­efni að far­aldurinn skuli vera í upp­sveiflu í Evrópu

Þórólfur sagði það vera áhyggjuefni að faraldurinn væri í uppsveiflu í mörgum löndum í Evrópu en hér á landi hefur kúrvan verið að fara hægt og bítandi niður. Hann sagði það óráðlegt að fara of hratt í tilslakanir á landamærum.

14. sep 14:09

Starfs­maður sýktur og rektor í sótt­kví

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands er í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 um helgina.

14. sep 11:09

Tvö virk innanlandssmit og eitt virkt smit á landa­mær­um

Tvö ný innanlandssmit greindust í gær en þrjú á landamærum.

14. sep 08:09

Dánar­tíðni muni aukast í Evrópu: „Þetta verður erfiðara“

Met var slegið í fjölda nýrra tilfella kórónaveirusmits á einum sólarhring en alls greindust rúmlega 307 þúsund ný tilfelli á heimsvísu í gær. Yfirmaður WHO í Evrópu segir að næstu tveir mánuðir muni reynast erfiðir.

13. sep 11:09

Tvö ný innan­lands­smit

Tvö smit greindust í gær innan­lands. Ekkert smit greindist hins­vegar á landa­mærunum.

12. sep 22:09

Tilteknar ríkisstjórnir noti faraldurinn til að brjóta gegn mannréttindum

Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlandanna lýsa yfir áhyggjum um að tilteknar ríkisstjórnir notfæri sér ástandið og noti heimsfaraldurinn sem yfirskin til að brjóta gegn mannréttindum.

12. sep 20:09

Klínískar prófanir hefjast á ný hjá Oxford og AstraZeneca

AstraZeneca og háskólinn í Oxford hefja klínískar prófanir á bóluefni gegn COVID-19 á ný eftir stutt hlé vegna mögulegra aukaverkana.

12. sep 06:09

Aðsókn til sálfræðinga hefur stóraukist með faraldrinum

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, forstöðusálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir aðsókn hafa aukist stórlega að undanförnu. Margir finni fyrir auknum kvíða í kjölfar COVID-19 og sumir geti ekki leitað aðstoðar vegna fjárhags.

11. sep 16:09

Ríkislögreglustjóri auglýsir stöðu Víðis

Ríkislögreglustjóri hefur auglýst til umsóknar fjórar stöður innan embættisins, þar á meðal stöðu Víðis Reynissonar.

11. sep 15:09

Undar­legt haust hjá Strætó sem skilaði 211 milljóna tapi

Önnur bylgja heimsfaraldursins kom á erfiðum tíma fyrir Strætó og hefur haft mikil áhrif á farþegafjölda Strætó í haust. Tekjur af fargjöldum drógust saman um 34% á fyrri helmingi ársins og var 211 milljóna króna tap af rekstrinum.

11. sep 12:09

Féllst á tillögu Þórólfs um styttingu á sóttkví

Heilbrigðisráðherra féllst venju samkvæmt á tillögur sóttvarnarlæknis sem hann lagði fram í gær. Ekki verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi við landamærin fram að 6. október.

11. sep 11:09

Engin ný smit greindust innan­lands

Síðast greindust engin smit innanlands á sunnudag. Alls hafa 241 innanlandssmit greinst frá og með 15. júní síðastliðnum

10. sep 19:09

Dreifing bóluefnis stærsta fraktverkefni í sögu flugs

IATA segir þörf á átta þúsund júmbó-þotum til að dreifa 7,8 milljarða skömmtum af bóluefni gegn COVID-19. Ólíklegt er að átta þúsund þotur þurfi til að dreifa því um heimsbyggðina þar sem ekki er fyrirhugað að veita öllum í heiminum bóluefni.

10. sep 11:09

Fjögur ný innanlandssmit

Af þeim sem greindust innanlands voru tveir í sóttkví. Beðið er mótefnamælingar úr þremur sýnum sem greindust við landamærin.

09. sep 15:09

Tveir nem­endur til við­bótar smitaðir í Valla­skóla

Tveir nem­endur til við­bótar eru smitaðir í Valla­skóla á Selfossi. Um er að ræða nem­endur sem eru með nemanda sem smitaðist á dögunum í bekk.

09. sep 11:09

Tvö tilfelli greindust innan­­lands

Fjöldi einstaklinga í einangrun fækkar milli daga. 61% þeirra innanlandssmita sem greinst hafa frá 15. júní greindust í sóttkví.

08. sep 13:09

Vonast til að bólu­efni við CO­VID verði til­búið í næsta mánuði

Framkvæmdarstjóri BioNTech telur að bóluefni fyrirtækisins sem var unnið í samstarfi við Pfizer gegn COVID-19 gæti verið tilbúið um miðjan október.

08. sep 11:09

Sex greindust innan­­lands og einn á sjúkra­húsi

Fjöldi innanlandssmita tekur nokkuð stökk milli daga en ekkert tilfelli greindist á sunnudag. Þar hafði þó áhrif að fá einkennasýni voru tekin á sunnudag samhliða því að breytingar voru gerðar á fyrirkomulagi sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

07. sep 16:09

Smitaður fékk 350 þúsund króna sekt

Karl­maður sem smitaður er af kóróna­veirunni fékk 350 þúsund króna sekt eftir að hafa nýtt sér leigu­bíla­þjónustu og skráð sig á hótel, vitandi að hann væri smitaður.

07. sep 16:09

Leikmennirnir sektaðir um 250.000 krónur fyrir brot sín

Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hafa játað brot sín á sóttvarnarreglum og munu þeir greiða 250.000 íslenskar krónur í sekt hvor um sig fyrir brot sín.

07. sep 15:09

Enska knatt­spyrnu­sam­bandið biður KSÍ afsökunar

Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem þeir segja að rannsókn sé framundan á hegðun Phil Foden og Mason Greenwood ásamt því að KSÍ er beðið afsökunar.

07. sep 14:09

„Undar­legt“ að sumum þyki stefna stjórn­valda ó­skýr

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, blæs á þá full­yrðingu sumra að stefna stjórn­valda vegna CO­VID-19 heims­far­aldursins hafi verið ó­skýr. Hann segir dæmi þess að fólk hafi ekki skilið hvað felist í heim­komu­smit­gát.

07. sep 14:09

Manchester-liðin tjá sig um brot Greenwood og Foden

Ensku knattspyrnufélögin Manchester City og Manchester United hafa tjáð sig um brot leikmanna sinna, Phil Foden og Mason Greenwood, á sóttvarnarreglum á meðan þeir dvöldu hér á landi um síðustu helgi.

07. sep 12:09

Sout­hgate segir stúlkurnar ekki hafa komið á hæð enska ­liðsins

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, staðfesti að Phil Foden og Mason Greenwood hefðu brotið reglur enska landsliðsins um sóttkví og væru á heimleið eftir að hafa boðið íslenskum stúlkum á hótel enska landsliðsins.

07. sep 11:09

Greenwood og Foden reknir heim eftir hitting með ís­lenskum stúlkum

Mason Greenwood og Phil Foden fara ekki með enska landsliðinu til Danmerkur þar sem enska landsliðið mætir því danska í Þjóðadeild UEFA á morgun.

07. sep 10:09

Tveir leik­­menn Eng­lands brutu sótt­varnar­reglur: Buðu stúlkum upp á her­bergi

Ungstirnin Phil Foden og Mason Greenwood gætu verið í vandræðum eftir að hafa brotið sóttvarnarreglur þegar þeir buðu íslenskum stúlkum upp á hótelherbergi til sín um helgina.

07. sep 08:09

Eins metra reglan nú í gildi

Nú er í gildi eins metra regla í stað tveggja. Samkvæmt nýrri reglugerð mega 200 manns koma saman á ný.

06. sep 23:09

Braut sóttkví og ráfaði ölvaður í rangt hús

Var maðurinn óviðræðuhæfur þegar lögregla kom á staðinn. Er gert ráð fyrir því að hann verði sektaður fyrir brot á sóttvarnarlögum.

06. sep 22:09

Sá ógnandi mann anda framan í aldraða: „Það er verið að ljúga að ykkur!“

Karl­maður var með ógnandi til­burði í garð eldri borgara á Laugaveginum fyrir helgi og virti sótt­varnar­ráð­stafanir þeirra að vettugi. Ekki er vitað til þess að upp­á­koman hafi haft eftir­mála.

06. sep 15:09

Fjór­tán nem­endur og tveir kennarar í sótt­kví

Að sögn skólastjóra Verslunarskólans greindist smit hjá nemanda skólans í gær og voru því fjórtán nemendur og tveir kennarar sendir í sóttkví.

06. sep 13:09

„Það er dýrkeypt fyrir alla að bíða“

Bjarni Benediktsson sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ríkisstjórnin hafi gert ýmislegt til að bregðast við kórónaveirufaraldrinum hér á landi en Þorgerður Katrín sagði stjórnvöld þurfa að gera meira til að bæta framtíðarhorfur landsmanna.

06. sep 11:09

Þrír greindust innanlands en enginn við landamærin

Allir sem greindust í gær með innanlandssmit voru í sóttkví við greiningu. Virkum smitum fækkar um sjö frá því í gær.

05. sep 21:09

16 af 25 Ís­lendingum í Ischgl fengu CO­VID-19

Sjö Íslendingar eru hluti af hópmálsókn gegn yfirvöldum í héraðinu Tíról, sem Ischgl tilheyrir. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu gáfu lítið fyrir viðvaranir íslenskra sóttvarnaryfirvalda.

04. sep 11:09

Sex greindust innanlands í gær

Níu einstaklingar greindust með COVID-19 í gær. Sex voru innanlandssmit og þrjú við landamærin.

03. sep 15:09

Öryggismál að fólk mæti á réttum tíma í sýnatöku

Mikilvægt er að fólk mæti á réttum tíma í sýnatöku upp á umferðaröryggi. „Segjum að við byrjum klukkan tólf að taka sýni. Við erum að taka tvö sýni á mínútu þannig að eftir þrjátíu mínútur ef fólk mætir hálftíma fyrr þá eru komnir sextíu bílar í röð.“

03. sep 14:09

Hræddir um að missa af al­var­legum sjúk­dóms­greiningum

Forstjóri Heilsugæslunnar segir mikilvægt að fólk leiti sér aðstoðar með aðrar sjúkdómsgreiningar en COVID-19. Hann hafi áhyggjur af vetrinum; að þá gæti komið í ljós fjöldi alvarlegra sjúkdómsgreininga sem hefði átt að greina fyrr.

03. sep 14:09

Leggur til að 200 manns megi koma saman með einn metra á milli

Þórólfur greindi frá því á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann hafi lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldatakmarkanir verði hækkaðar úr 100 í 200 og að eins metra reglan taki gildi í stað tveggja metra reglunnar.

03. sep 11:09

Allir starfs­menn Lands­bankans í Mjóddinni sendir í sótt­kví

Þrettán starfsmenn útibúsins hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni en útibúinu hefur verið lokað tímabundið vegna málsins.

03. sep 11:09

Fjögur ný smit greindust

Tveir af þeim fjórum sem greindust hér á landi voru í sótt­kví. Þrjú smit greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar úr þeim.

03. sep 09:09

Fylki búi sig undir dreifingu bólu­efnis fyrir lok októ­ber

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur beðið heilbrigðisyfirvöld fylkja um að búa sig undir það að hægt verði að dreifa bóluefni við COVID-19 fyrir lok október þrátt fyrir að bóluefnið sjálft verði ekki endilega tilbúið á þeim tíma.

02. sep 21:09

Berlu­sconi með CO­VID-19

Læknir fyrrum forsætisráðherrans greinir frá því að Berlusconi sé einkennalaus en hann er nú í einangrun á heimili sínu í Mílan.

02. sep 15:09

Greiddu 7,4 milljónir í matarsendingar og akstursþjónustu

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiddi tæpar 7,4 milljónir króna í akstursþjónustu vegna COVID-19 til að senda mat heim til eldri borgara sem ekki gátu mætt í hádegismat hjá félagsmiðstöðvum sem lokuðu. Einnig var greitt fyrir sértækan akstur vegna smithættu.

02. sep 14:09

Neymar og Di Maria með kórónaveiruna

Þrír leikmenn karlaliðs PSG í knattspyrnu greindust með kórónaveiruna í vikunni. Félagið hefur staðfest þessi tíðindi.

02. sep 11:09

Ferða­skrif­stofur vilja 2,3 milljarða vegna endur­greiðslna

Ferðaþjónustuaðilar hafa sótt um lán úr Ferðaábyrgðasjóði fyrir ríflega 2,3 milljarða króna. Atvinnuveganefnd Alþingis leggur til að skilyrði sjóðsins verði rýmkuð vegna hertra sóttvarnaraðgerða stjórnvalda.

02. sep 11:09

Fimm ný innan­lands­smit og átta smit við landamærin

Þrír sem greindust með innanlandssmit voru ekki í sóttkví við greiningu. Virk smit á landinu eru nú 99 talsins.

02. sep 11:09

Ekkert COVID smit innan íslenska hópsins

Enginn leikmaður né starfsmaður íslenska karlalandsliðsins reyndist vera með jákvætt smit af COVID-19 en sýni voru tekin úr öllum fyrir komandi verkefni.

01. sep 11:09

Fimm greindust innan­lands í gær

Alls hafa 210 tilfelli greinst innanlands frá 15. júní. Á sama tíma hafa 98 virk smit greinst við landamærin. Fram kom í máli sóttvarnalæknis í gær að útlit sé fyrir að stjórnvöld séu að ná betri tökum á faraldrinum.

31. ágú 15:08

Gott að sjá aftur líf við skólann

Kennsla hófst í dag við Háskóla Íslands en forseti Stúdentaráðs HÍ segir að nemendum gangi vel að fylgja þeim takmörkunum sem eru í gildi. Á fimmta þúsund nýnemar hefja nú nám við skólann og er reynt eftir fremsta megni að halda utan um þá sem og aðra nemendur.

31. ágú 15:08

„Við treystum skólunum“

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segist treysta skólunum með útfærslu á skólastarfinu í samræmi við sóttvarnarreglur.

31. ágú 14:08

Nauð­syn­legt að fara hægt í til­slakanir

Þórólfur sagði mikilvægt að landsmenn gleymi ekki þeim árangri sem hefur náðst í baráttuna við veiruna hér á landi. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í hvers kyns tilslakanir og leggur til að byrjað verði á takmörkunum innanlands.

31. ágú 12:08

Ís­lendingar 71% gesta á gisti­stöðum í júlí

Hagstofan áætlar að gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum í júlí hafi dregist saman um 80% á milli ára. Mestur samdráttur var í kringum höfuðborgarsvæðið.

31. ágú 10:08

Aldrei mælst meiri sam­dráttur í lands­fram­leiðslu hérlendis

Heimsfaraldur kórónaveiru og þær aðgerðir sem gripið var til að hefta útbreiðslu hans höfðu mikil áhrif á landsframleiðslu hér á landi. Sé litið til annara landa benda fyrstu niðurstöður til að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér. Þó hefur hann mælst minni á hinum Norðurlöndunum.

30. ágú 11:08

Tvö ný innan­lands­smit

Tveir greindust með inn­lent kórónu­veiru­smit á landinu í gær. Þeim fækkar sem eru í ein­angrun eða sótt­kví á landinu milli daga.

30. ágú 09:08

Sums staðar of stutt bil á milli hópa

Of stutt bil var á milli hópa inni á nokkrum veitinga­stöðum í gær­kvöldi. Lög­regla heim­sótti sam­tals 24 staði um helgina til að kanna hvort sótt­varna­reglum væri fylgt.

29. ágú 11:08

Fimm ný innan­lands­smit

Fimm greindust með inn­lent Co­vid-19 smit á landinu í gær. Þeir voru allir í sótt­kví við greiningu. Tveir til við­bótar greindust með virkt smit við landa­mærin.

28. ágú 19:08

Saka fjár­mála­ráð­herra um að snið­ganga launa­fólk

Forystukonur ASÍ, BHM og BSRB eru ósáttar með skipan starfshóps á vegum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Ekki hafi verið óskað eftir þátttöku launþegasamtaka í mati á efnahagslegum áhrifum sóttvarnaaðgerða.

28. ágú 18:08

Isavia segir upp 133 starfs­mönnum

Forstjóri Isavia segir fyrri forsendur félagsins vera brostnar eftir að stjórnvöld hertu takmarkanir á landamærum. Ráðist hafi verið í miklar hagræðingaraðgerðir eftir að heimsfaraldurinn skall á til að bregðast við samdrætti í flugumferð.

28. ágú 17:08

Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni

Íslendingar munu kaupa bóluefni á grundvelli samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Þegar hefur sambandið tryggt sér aðgang að bóluefni AstraZeneca sem vonast er til að verði tilbúið í lok árs eða byrjun 2021.

28. ágú 11:08

Þrjú greindust með COVID-19 í gær

Innanlandssmitum fær fækkandi en í gær greindust þrjú ný smit.

27. ágú 14:08

Börn þurfi ekki alltaf að fara í sóttkví

Mismunandi er eftir aðstæðum, aldri og getu hvort börn þurfi að fara í sóttkví með foreldrum. Skynsamlegt sé að hafa börn heima í sólarhring meðan beðið er eftir niðurstöðum úr skimun.

27. ágú 13:08

Vísinda­menn telja að lama­dýr geymi lausn við CO­VID-19

Rannsakendur í Norður-Kaliforníu telja sig hafa búið til efni sem geti komð í veg fyrir að fólk smitist af kórónaveirunni.

27. ágú 11:08

Fleiri í sótt­kví í Ingunnar­skóla

Alls eru nú fjórir starfsmenn í Ingunnarskóla í Grafarholti í sóttkví. Greint var frá því í gær að smit hefði komið upp hjá starfsmanni skólans.

27. ágú 10:08

Þrjú ný innan­lands­smit í gær

Einstaklingum í einangrun fækkar milli daga þar sem fleiri luku einangrun en greindust með nýtt smit. Búið er að útskrifa eina sjúklinginn sem lá inni á sjúkrahúsi með COVID-19.

27. ágú 10:08

Boða til upplýsingafundar í dag

Þar verður að venju farið yfir stöðu faraldursins í íslensku samfélagi.

27. ágú 07:08

Of­­fita mun mögu­­lega minnka virkni bólu­efnis

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að offita hafi meiri áhrif á dánartíðni vegna kórónaveirunnar en áður var talið.

27. ágú 07:08

Segir aðgerðir stjórnvalda ekki duga einar

Samfylkingin er með frumvarp í vinnslu sem verður lagt fram nú þegar þing kemur saman þar sem lagðar eru til frekari aðgerðir til að mæta aðstæðum á vinnumarkaði.

27. ágú 07:08

Von á niður­stöðum starfs­hóps Sigurðar Inga

Starfshópurinn safnaði upplýsingum um fjárhagsstöðu sveitarfélaganna og framtíðarhorfur.

27. ágú 06:08

Ekkert okkar óhult fyrr en við erum öll óhult

Aðstoðarforstjóri CEPI segist þakklátur fyrir fjárveitingu Íslands sem styðji beint við rannsóknir og þróun bóluefnis gegn COVID-19. Árangur COVAX-verkefnisins veltur á þátttöku þjóða og enn er þörf á frekara fjármagni. Niðurstöður Oxford lofa góðu.

Myndband neðst í fréttinni: Viðtal Fréttablaðsins við Frederik Kristensen.

27. ágú 06:08

Færri leitað á sjúkrahús í faraldrinum

Hjartaþræðingum hefur fækkað um tæp tólf prósent og kransæðavíkkunum um rúm 14 prósent það sem af er þessu ári. Sjúklingar veigra sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna hjartaáfalla.

26. ágú 16:08

Þrír skjólstæðingar Borgarsels með COVID-19

Þrjú hafa greinst með COVID-19 í tengslum við smit starfsmanns.

26. ágú 14:08

Starfs­maður við Mela­skóla í sótt­kví

Starfs­maður við Mela­skóla er kominn í sótt­kví þar sem maki hans greindist með kórónu­veiruna. Átta starfsmenn voru beðnir um að halda sig við heima í dag.

26. ágú 13:08

Telja að rekja megi 20 þúsund smit til ráð­­stefnu

Vísindamenn segja fullkomnar aðstæður hafa verið til staðar á ráðstefnunni til að stórauka dreifingu kórónaveirunnar. Fáir hafi gert sér grein fyrir því að veiran hafi náð fótfestu í bandarísku samfélagi þegar hún var haldin í lok febrúar.

26. ágú 11:08

Sex innan­lands­smit greindust í gær

Áfram fjölgar einstaklingum sem hafa lokið einangrun og stendur fjöldi virkra smita því nánast í stað milli daga. Einn er enn innlagður á sjúkrahús með COVID-19.

26. ágú 10:08

Usain Bolt smitaður af CO­VID-19

Umboðsmaður Bolt greinir frá því að spretthlauparinn hafi greinst með veirunna eftir að hafa farið í skimun á laugardaginn.

26. ágú 10:08

Iceland Airwaves aflýst

Skipuleggjendur sjá ekki fram á að geta haldið tónlistarhátíðina með öruggum hætti í nóvember næstkomandi. Hefur hún nú verið færð yfir á næsta ár.

26. ágú 07:08

Hlut­deildar­lán klár úr nefnd öðru hvorum megin við helgi

Hlutdeildarlán, sem voru hluti aðgerða stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninginn, eru hugsuð fyrir ungt fólk og tekjulága. Þau myndu þá nýtast sem útborgun við íbúðarkaup og bera enga vexti.

26. ágú 07:08

Segir að nýjar reglur muni breyta öllu fyrir leikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er ánægð með þær tilslakanir sem Svandís Svavarsdóttir boðaði í gær sem fela í sér að snertingar verða leyfðar á nýjan leik í sviðslistum og tónlist.

26. ágú 07:08

Erfið­ir tím­ar fyr­ir veit­ing­a­menn

Margir veitingastaðir treysta á erlenda ferðamenn. Erfiðir tímar eru fram undan sérstaklega hjá veitingastöðum á landsbyggðinni. Ýmsir munu bregða á það ráð að fara í híði. Tekjur veitingastaða lækkuðu verulega við tveggja metra regluna. Veitingamenn í miðborginni bera sig vel. Laun í veitingageiranum hafa hækkað skarpt frá árinu 2015 en nú munu tekjur veitingahúsa dragast saman.

26. ágú 06:08

Leita sér að­stoðar á Vogi eftir að hafa drukkið spritt

Sala á áfengi jókst töluvert í COVID-19 faraldrinum. Tæplega þriðjungi meira var selt af áfengi í apríl en í sama mánuði í fyrra. Yfirlæknir á Vogi segir fólk koma veikara inn en áður, þá sé fólk farið að drekka spritt sem sé til víða.

26. ágú 06:08

Beita ríkissjóði til viðspyrnu

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um breytingu á gildandi fjármálastefnu. Þar koma fram viðbrögð við efnahagskreppu sem orðið hefur vegna kórónaveirufaraldursins.  

25. ágú 17:08

Nýja tækið eykur afköst og öryggi við greiningu CO­VID-19

Mikil eftirspurn er eftir slíkum tækjabúnaði um heim allan vegna heimsfaraldursins og er löng bið eftir nýjum tækjum. Enn er beðið eftir öflugasta greiningartækinu sem getur greint allt að 4.000 sýni á sólarhring. Mun það gjörbreyta stöðu deildarinnar.  

25. ágú 12:08

Lista­menn mega snertast frá og með föstu­deginum

Meðal helstu breytinga í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum eru breytingar á ákvæði um tveggja metra regluna og að snertingar í sviðslistum, tónlist og kvikmyndatöku verði leyfðar.

24. ágú 22:08

Starfsmaður Eirar með COVID-19

Starfsmaðurinn á dagdvöl fyrir fólk með heilabilun hefur greinst með COVID-19. Stjórnendur hafa lokað dagdvölinni og funda í fyrramálið um stöðuna.

24. ágú 20:08

Tvö í einangrun um borð í Norrænu

Ekki er vitað hvort þetta séu ný eða gömul smit. Farþegar sem koma til landsins geta ekki beðið eftir niðurstöðum á tjaldsvæðum enda þurfa þeir að sæta sóttkví á meðan.

24. ágú 15:08

Fyrsta stað­festa endur­smitið greint í Hong Kong

Karl­maður á fer­tugs­aldri hefur greinst aftur með kórónu­veiruna fjórum og hálfum mánuði eftir að hann greindist fyrst með veiruna.

24. ágú 15:08

Fólk með ein­kenni verður að halda sig heima

Landlæknir segir að brögð séu á því að fólk með einkenni, sem reynist vera kórónuveirusmit, sé á ferðinni.

24. ágú 12:08

Sundferð gæti endað með 250 þúsund króna sekt

Ákæra vegna brots á sóttkví hefur verið send til ákæruvalds. 114 voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Að sögn lögreglu nema álagðar sektir vegna þessara mála nærri 2,5 milljónum króna.

24. ágú 11:08

Ekkert nýtt smit á Ísafirði

Fjölskyldumeðlimir eldri borgara sem greindist með COVID-19 um helgina voru skimaðir í gær auk annarra íbúa á Hlíf. Uppruni smitsins er enn óljós og verða íbúðirnar áfram lokaðar fyrir heimsóknum.

24. ágú 11:08

Sex innan­lands­smit greindust í gær

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka milli daga. 55% þeirra sem hafa greinst með innanlandssmit frá 15. júní hafa verið í sóttkví við greiningu.

24. ágú 10:08

Segir vonbrigðin hafa verið mikil

Katrín Jakobsdóttir segir að baráttunni við veiruna sé hvergi nærri lokið. Ríkisstjórnin hafi metið að ferðatakmarkanir væru vægari skerðing réttinda en ýmsar þær hömlur sem gripið var til í vor.

21. ágú 15:08

Harry Kane sloppinn úr sóttkví fyrir leikinn gegn Íslandi

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er í sóttkví þessa stundina. Kane verður hins vegar kominn úr sóttkví þegar England sækir Ísland heim í leik liðanna í Þjóðadeildinni í byrjun september.

21. ágú 15:08

Hundruð mögu­lega í sótt­kví vegna smitanna á Hótel Rang­á

Mögu­lega munu tugir eða hundruð einstaklinga þurfa að fara í sótt­kví sem tengjast smitunum á Hótel Rangá beint eða ó­beint.

21. ágú 11:08

Tíu innan­lands­smit greindust í gær

Helmingur þeirra sem sem greindust voru í sóttkví. Ekki hafa fleiri smit greinst á einum degi frá 5. ágúst en síðustu daga hafa tvö til fjögur smit greinst daglega.

20. ágú 22:08

Starfs­maður hótels þar sem ríkis­stjórnin snæddi greindist já­kvæður

Starfs­maður hótels á Suður­landi þar sem ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar snæddu á þriðju­daginn greindist með kórónu­veiru­smit í dag.

20. ágú 16:08

Þórdís í sóttkví í fjórða sinn: „Ég kláraði Netflix í fyrstu sóttkvínni"

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið í sína fjórðu sóttkví í sumar. Hún segir að verkefnið sé ekki skemmtilegt en göngutúrar og útivera skipti miklu máli. Netflix er hins vegar búið.

20. ágú 16:08

Stjórn­völd á­kveðið að slátra mjólkur­kúnni

Framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins Gray Line sér fram á svartan vetur. Mikil óvissa sé fram undan og þá einkum gagnvart starfsfólki. Hann kallar eftir því að stjórnvöld komi til móts við fyrirtæki sem hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna hertari landamærareglna.

20. ágú 15:08

Ó­skýrar upp­lýsingar hafi boðið upp á mis­skilning

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sögðu að misræmi hafi verið milli orðalags í reglugerð heilbrigðisráðherra og leiðbeiningum sem birtar voru á covid.is. Lykilmáli skipti að laga það og vinna áfram saman að settu marki.

20. ágú 14:08

Útbúa nýtt viðvörunarkerfi: „Það eru hættumerki á lofti“

Það er til skoðunar að taka upp stigskipt viðvörunarkerfi vegna Covid-19 sem minnir á litakóðaðar veðurviðvaranir.

20. ágú 14:08

Smitum fækkar innanlands en fjölgar við landamæri

Sóttvarnarlæknir segir í pípunum að fara að slaka á hömlum innanlands. Landamæramitum fer fjölgandi meðan innanlandssmitum fer fækkandi.

20. ágú 14:08

Far­þegar um þriðjungur af á­ætluðum fjölda

Móttaka farþega á Keflavíkurflugvelli gekk vel í gær þegar hertar reglur tóku gildi á landamærum. Þurfa nú allir að fara í sóttkví við komuna til landsins.

20. ágú 14:08

Nokkrir far­þegar Nor­rænu virtu ekki reglur um sótt­kví

Að sögn lögreglunnar á Austurlandi fengu allir farþegar leiðbeiningar um gildandi reglur við komuna en örfáir virtust ekki átta sig fyllilega á reglunum og fóru í kjörbúð við komuna.

20. ágú 13:08

Von­laust að gera reglur sem henta öllum

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, út­skýrði tveggja metra regluna og sagði ekki standa til að fella hana úr gildi.

20. ágú 13:08

KR-ingar á leið í sóttkví í þriðja skipti

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur frestað leik Selfoss og KR sem fara átti fram í Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. RÚV greinir frá því að kórónaveirusmit hafi greinst í starfsliði KR-liðsins.

20. ágú 13:08

„Við erum að hefja nýjan kafla“

Heilbrigðisráðherra segir nýjan kafla vera að hefjast í viðbrögðum yfirvalda við kórónaveirunni til langs tíma í íslensku samfélagi. Áhersla verði lögð á samráð við almenning.

20. ágú 10:08

Tvö ný innan­lands­smit

Annar þeirra sem greindist í gær var í sóttkví við greiningu. Alls hafa 153 greinst með innanlandssmit frá því um miðjan júní.

20. ágú 07:08

Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir erfitt haust

Umsóknum um aðstoð hefur fjölgað um 41 prósent síðustu fimm mánuði samanborið við sama tíma í fyrra. Fræðslufulltrúi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að þau séu að búa sig undir þungt haust, margir séu að klára uppsagnarfrest og fleiri fari á ótekjutengdar atvinnuleysisbætur.

19. ágú 18:08

Telja að þúsundir geti misst vinnuna vegna nýju reglanna

Ferða­þjónustu­aðilar telja að þúsundir muni vissa vinnuna vegna nú­verandi fyrir­komu­lags á landa­mærunum sem tók gildi í dag.

19. ágú 16:08

Rútu­fyrir­tækin túlka til­mæli land­læknis með ó­líkum hætti

Nokkuð skýrt er kveðið á um í tilmælum landlæknis að ferðamenn á leið í sóttkví megi einungis nota einkabíl, leigubíl eða bílaleigubíl. Kynnisferðir hyggjast þó halda áfram að flytja farþega frá Keflavíkurflugvelli þar til frekari skýringar fáist frá embættinu.

19. ágú 14:08

Ekkert af Norður­landa­ráðs­þingi í Reykja­vík þetta árið

Ákvörðun var tekin um að aflýsa þinginu á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í dag. Óljóst er hvað kemur í staðinn fyrir viðburðinn .

19. ágú 11:08

Of stuttur fyrirvari um hertar aðgerðir: „Allt í uppnámi“

Mikið álag var á starfsfólki Norrænu að ná í alla farþega til að kynna nýjar hertar aðgerðir við landamærin. Forstjóri Smyril Line á Íslandi segir fyrirvarann hafa verið allt of stuttan. „Það er eiginlega allt í uppnámi.“

19. ágú 11:08

Erfitt að draga á­lyktanir um sam­band milli magns veiru og al­var­leika sjúk­dóms

Fræðilegur möguleiki er á því að magn veiru sem berst til einstaklinga hafi áhrif á það hvort fólk sýkist og þá hversu alvarlega en ekki er hægt að segja hvað gildir fyrir COVID-19. Öruggast sé þó að ganga út frá því að magn veirunnar skipti máli.

19. ágú 11:08

Fjögur innan­lands­smit bættust við

Nýjum tilfellum innanlands fjölgar milli daga á sama tíma og einstaklingum í sóttkví fer áfram fækkandi. Alls hafa 149 innanlandssmit greinst frá 15. júní síðastliðnum.

19. ágú 10:08

Hæsti­réttur dæmir upp­haf út­göngu­bannsins ó­lög­legt

Landið hefur komið betur út úr faraldrinum en flest önnur ríki. Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi settu á fimm vikna útgöngubann þann 26. mars.

19. ágú 08:08

Allt að 500 þúsund króna sekt vegna brota á reglum um grímuskyldu

Nú er sektað vegna grímu­skyldu hér á landi og nema sektirnar á bilinu 10 til 500 þúsund króna. Ríkissaksóknari hefur gefið út uppfærð fyrirmæli um brot gegn sóttvarnarlögum.

19. ágú 05:08

Ís­lendingar vilja helst bara svartar grímur

Jóhanna Viborg saumakona hannar og selur þriggja laga andlitsgrímur ásamt Eygló dóttur sinni og hvetur Íslendinga til að poppa upp á stílinn með litríkum grímum. Skortur er á teygjum í heiminum og stefnir í bómullarskort.

18. ágú 21:08

Nýju reglurnar þurfi að gilda í marga mánuði til að halda veirunni úti

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að til þess að halda veirunni utan Ís­lands verði þær ráð­stafanir sem taka gildi á mið­nætti að gilda í marga mánuði.

18. ágú 16:08

Yfir sjö­tíu starfs­menn Bakka­varar með CO­VID-19

Hópsmit hefur greinst í starfsstöð fyrirtækisins í Newark en enn á eftir að skima um helming starfsfólks. Hafa 33 náð bata að sögn heilbrigðisyfirvalda á staðnum.

13. ágú 14:08

Ó­tíma­bært að hefja eftir­lit með inn­fluttum mat­vælum

Yfirvöld í Kína segjast hafa greint kórónaveiruna í innfluttum kjúklingavængjum og á umbúðum utan um frosnar rækjur. Óljóst er hvort raunveruleg ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að fólk komist í snertingu við veiruna við neyslu innpakkaðra matvæla.

13. ágú 12:08

Tvö smit bættust við í Vest­manna­eyjum og eru 76 í sótt­kví

Eru þar nú sex með staðfest smit. Alls greindust sex innanlandssmit á landsvísu síðasta sólarhringinn og eru 720 í sóttkví.

13. ágú 07:08

Ísland líklega af komulista Breta

Talið er að Ísland verði eitt þeirra ríkja sem verður fjarlægt af komulista Bretlands á næstu dögum vegna fjölgun tilfella Covid-19.

11. ágú 09:08

Yfir 20 milljón Covid-19 tilvik á heimsvísu

Á síðastliðnum 20 dögum bættust rúmlega fimm milljón manna í hóp smitaðra í heiminum.

10. ágú 11:08

Tvö ný innan­­lands­­smit og færri í sóttkví

Tveir greindust með inn­­­­lent kórónu­veiru­­­­smit síðasta sólar­hringinn. Báðir greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu. Færri eru í sóttkví í dag en í gær.

09. ágú 15:08

Á fjórða tug starfs­manna Torgs í sótt­kví

36 starfsmenn hjá miðlum Torgs eru komnir í sóttkví. Ekki verður truflun á starfsemi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

09. ágú 14:08

Byrja að sekta og loka veitinga­stöðum sem fylgja ekki til­mælum

Fram hefur komið í dag að lögreglumenn hafi jafnvel ekki treyst sér til að fara inn á marga staði við eftirlit í gær vegna smithættu.

09. ágú 14:08

Ein­stak­lingur á ní­ræðis­aldri kominn á sjúkra­hús

Tveir eru nú innlagðir á sjúkrahús með COVID-19. Öll innanlandssmitin sem bættust við í gær greindust hjá fólki í sóttkví.

09. ágú 13:08

Í beinni: Upplýsingafundur almannavarna

Daglegur upp­lýsinga­fundur al­manna­varna og landlæknis hefst venju samkvæmt klukkan 14:03.

09. ágú 13:08

31 í sótt­kví hjá lög­reglunni

Enginn er í sóttkví hjá embættum lögreglunnar á Austurlandi, Norðurlandi vestra, Vesturlandi eða Vestfjörðum.

09. ágú 11:08

Þrjú innan­­lands­­smit bættust við

Greint var frá jafnmörgum nýjum innanlandssmitum í gær. Virk smit eru nú 114 og eru 962 í sóttkví.

08. ágú 14:08

Grunur um smit hjá íbúa á hjúkrunarheimili Hrafnistu

Tvær deildir hafa verið settar í sóttkví á meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku. Grunur vaknaði eftir að heimilismaðurinn var fluttur á Landspítala.

07. ágú 16:08

Hópsýking á bar í mið­bæn­um

Allt að sjö ein­staklingar fóru á sama bar, sama dag í júlí sem varð til þess að all­ir smit­uð­ust.

07. ágú 14:08

Gæti orðið erfiðara að stöðva út­breiðsluna í þetta skiptið

Gera má ráð fyrir því að fyrirtæki byrji aftur að senda starfsfólk sitt í fjarvinnu, að sögn sóttvarnalæknis. Næstu dagar munu skera úr um það hvort gripið veri til svipaðra takmarkana og giltu í mars og apríl.

03. ágú 16:08

„Þetta lítur ekkert vel út“

Prófessor í líftölfræði sem átti þátt í að útbúa áreiðanlegt spálíkan fyrir þróun faraldursins í vor segir þróunina síðustu daga valda áhyggjum. Næstu vikur muni þó gefa skýrari mynd af því hvert faraldurinn stefnir.

01. ágú 14:08

„Ég held að við séum bara í nokkuð góðum málum“

Sjö innanlandssmit greindust í gær og eru nú 58 einstaklingar í einangrun með virkt smit hér á landi. 454 eru í sóttkví.

31. júl 15:07

Æskilegra að nota einnota grímur

Landlæknir segir að líklega þurfi að herða á og slaka á til skiptist hér á landi þar til bóluefni gegn kórónuveirunni er tilbúið. Verið er að skoða hvort starfsmenn á hjúkrunarheimilum sem ferðast erlendis fari í tveggja vikna sóttkví áður en þeir snúi aftur til vinnu.

31. júl 10:07

Tæplega 40 virk smit í Færeyjum

Þeir smituðu eru allir skipverjar sem komu til landsins á togurum og flutningaskipum. Enginn Færeyingur er með virkt smit.

30. júl 12:07

Herða tak­markanir á ný vegna smita síðustu daga

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans taldi rétt á þessum tímapunkti að grípa til ráðstafana vegna hópsýkinga síðustu daga.

30. júl 11:07

24 manna hópsýking á suðvesturhorninu

Ekki er vitað hver uppruni innanlandssmitanna er. Reiknað er með að fleiri verði sendir í sóttkví þegar líður á daginn.

30. júl 10:07

Kynna breytingar á sóttvarnaraðgerðum klukkan 11

Sóttvarnalæknir sendi tillögur að breytingum á samkomutakmörkunum til heilbrigðisráðherra í fyrradag. Ríkisstjórnin fundaði um tillögurnar í morgun.

30. júl 06:07

Fyrrum yfirmaður á COVID-deild vill herða reglur og forða stórslysi

Fyrrum yfirlæknir á COVID-19 deild Landspítalans hvetur heilbrigðisráðherra eindregið til þess að herða aðgerðir fyrir stærstu ferðahelgi ársins. Hann hefur áhyggjur af því að smitrakning gangi illa. Alþingismaður telur einangrun og höft alvarlegra vandamál enda útlit fyrir að veiran verði á sveimi næstu ár

29. júl 13:07

Tak­marka heim­sóknir á hjúkrunar­heimili

Er aðgerðunum ætlað að vernda viðkvæma íbúa heimilanna nú þegar innanlandssmitum fer fjölgandi.

29. júl 12:07

Búist við minnis­blaði frá sótt­varna­lækni í dag

Búist er við því að Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir skili ráð­herra minnis­blaði með til­lögum um hertar sótt­varna­að­gerðir á landinu síðar í dag. Ó­víst er að hvaða leyti hann hyggst herða tak­markanir fyrir verslunar­manna­helgi.

29. júl 12:07

Spítalar í Hong Kong á barmi falls

Strangari reglur þegar kemur að samkomum tóku við í Hong Kong í dag þar sem mikill fjöldi nýrra tilfella kórónaveirusmits hafa komið upp. Æðsti stjórnandi sjálfstjórnarhéraðsins varar við því að heilbrigðiskerfið ráði ekki við álagið.

29. júl 11:07

Þrír COVID-19 flutningar í gær

Óvenju mikið annríki var hjá sjúkraflutningamönnum í nótt þegar sjúkrabílar voru boðaðir í 51 skipti á höfuðborgarsvæðinu.

29. júl 11:07

„Engum líkar vel við mig“

Trump fór mikinn á upplýsingafundi í Hvíta húsinu í gær en hann ræddi þróun nýs bóluefnis og velgengni Bandaríkjanna þegar kemur að skimunum. Hann sagðist þó ekki skilja af hverju hann njóti ekki frekari vinsælda og gekk út af fundinum í kjölfar spurningar blaðamanns.

29. júl 10:07

Fjögur ný innan­­lands­­smit - Upp­runi tveggja óljós

Fjögur ný innan­lands­smit greindust í gær. Virk smit á landinu eru nú 28. Þrír þeirra fjögurra sem greindust voru ekki í sótt­kví.

29. júl 10:07

Sam­ráðs­hópur fundaði um hertar tak­­markanir

Sam­ráðs­hópur al­manna­varna, heil­brigðis­yfir­valda og stjórn­valda fundaði í dag til að ræða næstu skref eftir fjölda innan­lands­smita sem greinst hafa síðustu daga. Tals­verðar líkur eru á hertum sam­komu­tak­mörkunum á landinu fyrir verslunar­manna­helgi.

25. apr 06:04

Breskur COVID-19 vefur hrundi á nokkrum mínútum

Vefsíða breska ríkisins þar sem fólk getur skráð sig í sýna­töku fyrir COVID-19 var borin ofur­liði skömmu eftir að hún opnaði. Hátt í 10 milljón manns í landinu eiga nú rétt á því að fá sýnatöku fyr­ir COVID-19.

23. mar 07:03

Faraldurinn hægir á stríðsrekstri í Jemen

Nú eru fimm ár frá því að hið gleymda stríð í Jemen hófst. Kórónaveiran hefur hægt á stríðsrekstrinum, þar sem stríðandi fylkingar undirbúa sóttvarnir. Stríðshrjáð landið hefur litla sem enga getu til að takast á við veirufaraldur.

21. mar 08:03

Faraldurinn dregur úr loftmengun

Út­breiðsla kóróna­veirunnar dregur veru­lega úr loft­mengun og losun gróður­húsa­loft­tegunda. At­vinnu­lífið hægir á sér og fólk flýgur minna. Skamm­góður vermir, nema sam­fé­lög heims verði endur­skipu­lögð.

21. mar 08:03

Standa saman sterk er sól verður hæst á lofti

„Látum ekki óttann ná tökum á okkur,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem eins og margir starfsfélagar hans og sveitarstjórnir hvetur íbúa til dáða í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

20. mar 18:03

Bæjarfulltrúi í Garðabæ með COVID-19: „Ég hef verið með kvefskít í einhverjar tvær vikur“

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ, greindist í dag með COVID-19 sjúkdóminn. Hún sat bæjarstjórnarfund í gær en þar sem ítrustu reglum var fylgt þurfa aðrir bæjarfulltrúar ekki að fara í sóttkví.

20. mar 07:03

Ungt fólk í meiri hættu af smiti en talið hefur verið

Bandaríkjanna segir fólk á miðjum aldri líklegra til að veikjast alvarlega af COVID-19 sjúkdómnum en áður var talið. Um 40 prósent sjúklinga á sjúkrahúsum vestan hafs eru á aldrinum 20 til 54. Hættan á andláti er þó mun meiri hjá eldra fólki. Aðeins mjög lítill hluti barna þarf sjúkrahúsvist.

20. mar 07:03

Eyjaskeggjar uggandi vegna farsóttarinnar

Hrísey og Grímsey hafa þá sérstöðu að vera ekki landtengdar en ferju og flugsamgöngur eru óbreyttar. Íbúarnir eru margir hverjir rosknir og eyjarnar skilgreindar sem brothættar byggðir.

20. mar 07:03

Skoða að nýta gamla Orkuhúsið undir COVID-19 starfsemi

Í skoðun er að nota Suðurlandsbraut 34 sem tímabundið húsnæði vegna COVID-19 faraldursins

13. mar 13:03

Kári boðar til fundar vegna óánægju með sýnatöku í Turninum

Starfsfólk í Turninum í Kópavogi er undrandi yfir sýnatöku Íslenskrar erfðagreiningar sem hófst í morgun í húsinu. Átta hundrað manns starfa í húsinu og deilir starfsfólk lyftum með einstaklingum á leið í sýnatöku. Kári Stefánsson hyggst funda með starfsfólki síðar í dag til að lægja öldurnar.

03. mar 07:03

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í viðbragðsstöðu á Rauðarárstíg

Sjúkratryggingar Íslands hafa leigt Fosshótel Lind sem varúðarráðstöfun til næstu tveggja mánaða. Þar munu erlendir ferðamenn sem þurfa að sæta sóttkví dveljast og þeir sem geta ekki verið í sóttkví heima hjá sér.

03. mar 07:03

Kórónaveiran gæti gengið yfir á tveimur mánuðum á Íslandi

Níu Íslendingar hafa nú verið greindir hér á landi með COVID-19 sjúkdóminn. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu en ekki er vitað hvernig sá níundi smitaðist. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hugsanlegt að meira en tvo mánuði taki fyrir veiruna að ganga yfir hér. Mikilvægt sé að halda sóttkví.

Auglýsing
Auglýsing Loka (X)