Skólahald í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík fellur niður á morgun vegna óveðursins sem mun skella á um allt land. Sviðsstjórar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur funduðu um málið í kringum tvöleitið í dag og komust að þeirri niðurstöðu að öruggara væri að fella niður allt skólahald en að skapa óþarfa hættu fyrir börn. Foreldrar fengu skilaboð þess efnis klukkan 16 í dag.

„Halda þarf hins vegar skólabyggingum opnum til að tryggja að yngstu börn starfsmanna í neyðarþjónustu fái lágmarksþjónustu. Þetta er gert með lágmarksmönnun. Þar er átt við stjórnendur, umsjónarmann skóla og aðra lykilstarfsmenn sem þið ákveðið að séu við störf til að taka á móti og vera með þeim fáu börnum sem koma,“ segir í tilkynningu skóla og frístundasvíðs til leikskóla og grunnskóla.

Þau börn sem geta mætt í skólann eru börn björgunarsveitarmanna, löggæslumanna, slökkviliðsmanna og heilbrigðisstarfsmanna sem geta ómögulega farið frá störfum.

Aftakaveðrið sem er í kort­un­um um allt land á morg­un mun einnig hafa á­hrif á þjón­ust­u Stræt­ó.

Appelsínugul og rauð viðvörun verður í gildi og hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins sem væntanlegt er á landinu á morgun. Tal­ið er að veðr­ið muni hafa marg­hátt­að­ar trufl­an­ir á raf­magn­i víðs veg­ar um land­ið.

Öllu innanlandsflugi og millilandaflugi hefur verið aflýst.