Skóla­hald verður fellt niður í öllum bekkjum Hlíða­skóla á mánu­dag og þriðju­dag vegna hóp­smits sem kom ný­lega upp í skólanum. Þetta kemur fram í til­kynningu sem birt var á heima­síðu skólans.

„Í síðustu viku hafa komið upp fjöl­mörg Co­vid smit í Hlíða­skóla. Því hefur verið tekin sú á­kvörðun í sam­vinnu við sótt­varnar­yfir­völd að fella niður kennslu í 1.-10.bekk á morgun mánu­dag 6. desember og þriðju­daginn 7. desember,“ segir í til­kynningu skólans.

Að sögn Aðal­heiðar Braga­dóttur, að­stoðar­skjóla­stjóra, greindust um á­tján smit í skólanum á milli þriðju­dags og föstu­dags í síðustu viku. Voru þau dreifð á milli skóla­stiga og hafa því fjöl­margir nem­endur og fjöl­skyldur þeirra þurft að fara í sótt­kví og jafn­vel heilu bekkirnir.

„Okkur finnst við ekki ráða með þetta með þessari smit­gát alltaf,“ segir Aðal­heiður og bætir við að skóla­stjórn­endur hafi þess vegna farið þá leið í bar­áttunni við veiruna að fella niður skóla­hald.

„Af því þetta var svo svaka­leg vika frá þriðju­degi til föstu­dags, bara smit, smit, smit, og það er mikið álag á stjórn­endur og alla starfs­menn þegar svona er. Við bara þurftum svo­lítið and­rými til að átta okkur á stöðunni og þrífa skólann,“ segir hún.

Mjög lúmsk veira

Tíminn verður nýttur til að þrífa hús­næði skólans og sótt­hreinsa alla snerti­fleti. Þá munu allir nem­endur þurfa að fara í Co­vid próf áður en þeir mæta aftur í skólann.

„Þetta er auð­vitað neyðar­úr­ræði og ekkert skemmti­legt að fara út í þetta. En við teljum þetta vera best. Það eru náttúr­lega há­tíðar og jól fram undan og við erum nú bara svona að hugsa um að fólk geti átt á­nægju­leg jól. Að við séum búin að að­eins setja bremsu á þennan far­aldur í skólanum,“ segir hún.

Skóla­stjórn­endur mæla með því að nem­endur fari í skimun seinni­part þriðju­dags til að svar hafi borist á mið­viku­dags­morgun.

„Því biðjum við for­eldra að fara með þau börn sem hafa verið í sótt­kví í PCR próf en allir aðrir nem­endur fari í hrað­próf. Með þessu vonumst við til að ná að hefta út­breiðsluna,“ segir í til­kynningunni.

Aðal­heiður býst við því að hægt verði að hefja skóla­hald aftur á mið­viku­daginn en gripið var til áður­nefndra ráð­stafana til að komandi vika yrði ekki verri en sú síðasta.

„Við höfum hingað til verið svo­lítið mikið heppin og ekki þurft að glíma við mörg smit. En þetta er mjög lúmsk veira og allt í einu er maður kominn bara í þá stöðu að finnast þetta vera ó­við­ráðan­legt,“ segir Aðal­heiður.

Fréttin var upp­færð klukkan 17:58.