„Það er stað­­reynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferða­manna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garða­bæ. Það er líka stað­­reynd að verð­lagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum Ís­­lending til hugar að fara á þessa staði.“ Þetta segir Þórarinn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA á Ís­landi, í grein þar sem hann svarar Bjarn­heiði Halls­dóttur, for­manni Sam­taka ferða­þjónustunnar. 

Bjarn­heiður svaraði Þór­arni í grein í gær, sem ber heitið Er sófi það sama og sófi?, en Þórarinn sagði í fyrir­lestri sínum á Land­búnaðar­sýningunni á laugar­dag að hann væri orðinn leiður á „enda­lausum bar­lóm í ferða­þjónustu­aðilum“.

Sjá einnig: Þórarni nóg boðið: „Ég skammast mín fyrir Íslands hönd“

„Þeirra eina leið til að vera réttu megin við núllið er að hækka, hækka og hækka,“ sagði Þórarinn en Frétta­blaðið ræddi við hann á laugar­dag. Hann fór yfir störf sín sem fram­kvæmda­stjóri hjá IKEA og sagði að fyrir­tækið hefði marg­faldað veltu sína á veitinga­sviði með því að sleppa því að hækka verð. 

Segja má að Bjarn­heiður hafi sent Þór­arni tóninn í grein sinni en hún kvað hann vera að bera saman epli og appel­sínur kinn­roða­laust. Full­yrðing hans um að ferða­menn væru al­mennt hættir að borða á veitinga­stöðum vegna okurs væri fjarri lagi. Sagði hún að þó hafi vissu­lega orðið sam­dráttur á undan­förnum árum, sem einkum skrifaðist á sterkt gengi krónunnar. 

„Hikaði ekki við að gera mér upp skoðanir“

„Eins og við var að búast þá gátu for­ráða­­menn ferða­­þjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi for­­maður þeirra Bjarn­heiður Halls­dottir frá sér alveg hreint maka­­lausa til­­­kynningu á fjöl­­miðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verð­lagningu ferða­manna­­staða,“ skrifar Þórarinn í grein sinni og segir það greini­legt að Bjarn­heiður hafi ekki setið fundinn þar sem hann hélt erindi sitt.

Hann segir það hafa verið við­búið að Bjarn­heiður og fleiri for­svars­menn ferða­þjónustunnar myndu stíga fram og gagn­rýna ræðu hans. Segir hann grein hennar hafa verið hreint út sagt „maka­lausa“ og „þar sem allt var gert til að verja verð­lagningu ferða­manna­­staða“. 

„Bjarn­heiður sat ekki þennan fund og er greini­­lega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjáls­­lega með at­riði sem hún hefur ekki minnstu hug­­mynd um,“ skrifar Þórarinn segir að það sé stað­reynd að stöðugt flæði ferða­manna sé um landið á degi hverjum.

Ekki bara hægt að skýla sér á bakvið sterka krónu

„Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garða­bæ. Það er líka stað­­reynd að verð­lagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum Ís­­lending til hugar að fara á þessa staði,“ bætir hann við. 

Sömu­leiðis sé ekki hægt að skýla sér bak­við það að gengi krónunnar sé svo sterkt. Hún hafi veikst um 22 prósent á undan­förnum fimm­tán mánuðum. 

„Málið er ein­falt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffi­­bolla og 11 dollara fyrir köku­­sneið, eða 30 dollara fyrir ham­­borgara, þá of­býður ferða­­mönnum, jafnt inn­­lendum sem er­­lendum,“ skrifar hann og bætir við að á endanum muni ferða­menn bara sleppa því að fá sér að borða á veitingastöðum, með til­heyrandi tapi veitinga­mannsins. 

„Væri ekki nær að prófa að lækka hressi­­lega, fylla staðinn, full­nýta tæki og mann­­skap og á endanum hagnast veru­­lega?“