Nettröll geta fengið allt tveggja fangelsi fyrir að senda skilaboð eða birta ummæli sem gætu valdið andlegri vanlíðan, samkvæmt frumvarpsdrögum að nýjum lögum til að tækla hatursorðræðu í Bretlandi.
Samkvæmt The Times er markmið nýju laganna að berjast gegn svívirðingum og hatursorðræðu á netinu.
Menningarmálaráðuneyti Bretlands hefur samþykkt breytingarnar en samkvæmt lögunum verður hægt að sakfella fólk fyrir ummæli sem eru „líkleg til að valda andlegri vanlíðan.“
Þannig verður einblínt frekar á skaðleg áhrif ummælanna og hvort þau séu líkleg til þess að valda skaða fremur en hvort þau séu beinlínis hatursorðræða.
Nýju lögin eiga rætur sínar að rekja til EM fótbolta í sumar en leikmenn enska landsliðsins fengu þar holskeflu af rasískum ummælum yfir sig eftir úrslitaleikinn.
Katy Minshall, yfirmaður samfélagsmiðilsins Twitter, í Bretlandi sagði í samtali við BBC í síðasta mánuði að frumvarpsdrögin væru mjög óskýr. Hún sagði lögin ekki gera nægileg greinarmun á löglegum en neikvæðum ummælum og ólöglegum ummælum.
Samkvæmt frumvarpsdrögunum er einnig lögð meiri ábyrgð samfélagsmiðlana sjálfa vegna þeirra ummæla sem birtast á spjallborðum þeirra.
Nadine Dorris, menningarmálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við BBC í október að lögin myndu gera Bretland að „öruggasta landinu til að vafra í.“
„Nú er komið nóg. Samfélagasmiðlafyrirtækin hafa engar afsakanir lengur og þegar þessi lög verða samþykkt í þinginu hafa þau ekkert val um það lengur,“ skrifaði Dorris í pistillá Daily Mail.