Nettröll geta fengið allt tveggja fangelsi fyrir að senda skila­boð eða birta um­mæli sem gætu valdið and­legri van­líðan, sam­kvæmt frum­varps­drögum að nýjum lögum til að tækla hatur­s­orð­ræðu í Bret­landi.

Sam­kvæmt The Times er mark­mið nýju laganna að berjast gegn sví­virðingum og hatur­s­orð­ræðu á netinu.

Menningar­mála­ráðu­neyti Bret­lands hefur sam­þykkt breytingarnar en sam­kvæmt lögunum verður hægt að sak­fella fólk fyrir um­mæli sem eru „lík­leg til að valda and­legri van­líðan.“

Þannig verður ein­blínt frekar á skað­leg á­hrif um­mælanna og hvort þau séu líkleg til þess að valda skaða fremur en hvort þau séu beinlínis hatursorðræða.

Nýju lögin eiga rætur sínar að rekja til EM fót­bolta í sumar en leik­menn enska lands­liðsins fengu þar hol­skeflu af rasískum um­mælum yfir sig eftir úr­slita­leikinn.

Katy Mins­hall, yfir­maður sam­fé­lags­miðilsins Twitter, í Bret­landi sagði í sam­tali við BBC í síðasta mánuði að frum­varps­drögin væru mjög ó­skýr. Hún sagði lögin ekki gera nægi­leg greinar­mun á lög­legum en nei­kvæðum um­mælum og ó­lög­legum um­mælum.

Sam­kvæmt frum­varps­drögunum er einnig lögð meiri á­byrgð sam­fé­lags­miðlana sjálfa vegna þeirra um­mæla sem birtast á spjall­borðum þeirra.

Nadine Dorris, menningar­mála­ráð­herra Bret­lands, sagði í sam­tali við BBC í október að lögin myndu gera Bret­land að „öruggasta landinu til að vafra í.“

„Nú er komið nóg. Sam­fé­laga­s­miðla­fyrir­tækin hafa engar af­sakanir lengur og þegar þessi lög verða sam­þykkt í þinginu hafa þau ekkert val um það lengur,“ skrifaði Dorris í pistillá Daily Mail.