Talið er að allt að tíu séu látnir eftir að byssu­maður hóf skot­hríð í verslun Wal­mart í Chesa­pea­ke í Virginíu­ríki í Banda­ríkjunum í gær­kvöldi. Byssu­maðurinn, sem sagður er hafa verið starfs­maður verslunarinnar, svipti sig lífi eftir at­vikið.

Ná­kvæmur fjöldi látinna og særðra hefur ekki verið stað­festur en Leo Kosinski, tals­maður lög­reglunnar í Chesa­pea­ke, segir í sam­tali við við CNN að fórnar­lömbin séu ekki fleiri en tíu.

Lög­regla var kölluð út klukkan 22:12 að staðar­tíma, rúm­lega þrjú í nótt að ís­lenskum tíma, og var byssu­maðurinn látinn þegar að var komið.

Wal­mart hefur sent frá sér yfir­lýsingu vegna málsins þar sem meðal annars kemur fram að unnið sé náið með lög­reglu.

Frétta­miðillinn WAVY-TV ræddi við systur ungs starfs­manns verslunarinnar sem var skotinn að­eins tíu mínútum eftir að hann stimplaði sig inn. Hann var fluttur á sjúkra­hús en er ekki talinn lífs­hættu­lega slasaður. Tals­maður Sentara Nor­folk-sjúkra­hússins í Chesa­pea­ke segir að fimm hafi verið fluttir slasaðir á sjúkra­húsið eftir á­rásina.

Skot­á­rásir hafa verið tíðar í Banda­ríkjunum að undan­förnu en um helgina létust fimm og hátt í tuttugu særðust þegar byssu­maður hóf skot­hríð á hin­segin skemmti­stað í Col­or­ado.