Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti flutti rúss­nesku þjóðinni á­varp í morgun þar sem hann til­kynnti meðal annars her­kvaðningu í landinu. Þetta gæti þýtt að allt að 300 þúsund manns með reynslu eða þjálfun í hernaði verði kallaðir til, að sögn Serg­ey Shoigu, varnar­mála­ráð­herra Rúss­lands.

Mark­miðið með þessu, að sögn Pútíns, er að „verja móður­landið, full­veldi þess og landa­mæri“. Eins og komið hefur fram hefur úkraínski herinn náð aftur mikil­vægum svæðum og bæjum í austur­hluta landsins undan­farnar vikur.

Nú vill Pútín snúa vörn í sókn og sagði hann að Rússar myndu beita öllum ráðum til að verja land sitt og þegna. Pútín hefur áður hótað því að beita kjarna­vopnum og virðist á­varp hans í morgun síst vera til þess fallið að sefa þær á­hyggjur.

„Við munum tryggja full­veldi móður­lands okkar, sjálf­stæði þess og frelsi. Ég endur­tek: Með öllum til­teknum ráðum. Þeir sem reyna að kúga okkur með kjarna­vopnum ættu að vita að vindurinn getur verið fljótur að snúast,“ sagði hann.

Rússar hafa stefnt að því að halda þjóðar­at­kvæða­greiðslu meðal íbúa í austur­hluta Úkraínu; Luhansk, Kher­son og Do­netsk þar á meðal um hvort í­búar vilji til­heyra Rúss­landi. Pútín í­trekaði þá skoðun sína að þegnar þar vilji heyra undir Rúss­land og sagði hann íbúa ekki vilja vera undir hælnum á „ný­nasistum“ eins og hann kallaði yfir­völd í Úkraínu.

Her­kvaðningin hefst strax í dag og sagði Pútín einnig að aukið fé verði lagt í fram­leiðslu á vopnum svo að Rússar nái mark­miðum sínum í Úkraínu.