Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu, en staðbundið hvassari á norðvestanverði landinu. Rigning með köflum í flestum landshlutum, en ekki fyrr en síðdegis austantil.
Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig, hlýjast austanlands.
Á morgun snýst í norðlæga átt 3 til 10 metra á sekúndu. Skýjað og dálitlar skúrir á víð og dreif. Hvessir við suðausturströndina síðdegis og léttir til um norðanvert landið.
Þá er spá svipuðum hita en hlýjast suðaustanlands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (sumarsólstöður):
Suðvestlæg átt 5-13, hvassast vestanlands. Þykknar upp og fer að rigna, fyrst vestanlands en þurrt að kalla norðaustantil fram undir kvöld. Hiti 8 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Snýst í norðlæga átt 5-13 og lítilsháttar rigning í flestum landshlutum. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnantil.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, skýjað og lítilshattar væta, einkum sunnanlands. Léttir víða til seinnipartinn. Hiti 8 til 13 stig.
Á föstudag og laugardag:
Norðlæg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið.