Fremur svölu veðri er spáð á Norður­landi og Vest­fjörðum. Í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofu Ís­lands kemur fram að hiti fari varla langt yfir 12 stigin og verði á bilinu fim til þrettán stig. Hins vegar verður hlýrra á sunnan­verðu landinu og búist er við allt að 21 stiga hita á Suður­landi seinni­partinn.

Í dag er norð­vestan­átt í kortum Veður­stofunnar, víða 3 til 8 metrar á sekúndu. Hvössust verður hún um 13 metrar á sekúndu með suður- og norð­austur­ströndinni, en annars öllu hægari.

Rigning í kortunum

Á norð­austan­verðu landinu verður bjart með köflum með líkur á skúrum. Einnig má búast við dá­litlum síð­degis­skúrum syðra. Bjart­viðri sunnan heiða.

Á morgun er út­lit fyrir keim­líkt veður og í dag, en um helgina snýst í suð­lægari áttir og líkur eru á vætu, einkum vestan­lands.