Dr. Ant­hony Fauci, for­stjóri Banda­rísku smit­­sjúk­­dóma- og of­­næm­is­­stofn­un­arinnar NIA­ID (National Insti­tute of Aller­gy and Infectious Disea­ses) telur líklegt að um 100.000 til 200.000 Banda­ríkja­menn gætu dáið af völdum CO­VID-19. Þetta kemur fram á frétta­vef BBC. Dánar­tölurnar eru byggðar á spá­líkani sem em­bætti smitsjúkdómastofnunarinnar vann en Fauci segir í samtali við BBC að slík spá­líkön eiga það til að of­meta dánar­tölurnar.

Spá­líkan smitsjúkdóma- og ofnæmistofnunarinnar eru þó heldur hóg­værar í saman­burði við mögu­legar dánar­tölur sem Mið­stöð sjúk­dóma­eftir­lits og sjúk­dóma­varna í Banda­ríkjunum (CDC) birti fyrr í dag. Sam­kvæmt spá­líkani CDC gæti allt að 1.7 milljón Banda­ríkja­menn látist af völdum CO­VID-19.

Ef dánar­tölur af völdum CO­VID-19 yrðu eitt­hvað í líkindum við spá CDC yrði COVID-19 lang ban­vænasti sjúk­dómur Banda­ríkjanna en ár­lega deyja um 600.000 Banda­ríkja­menn úr krabba­meini og 650.000 Banda­ríkja­menn úr hjarta­sjúk­dómum, sam­kvæmt CDC. Alls eru 132,637 stað­fest smit í Banda­ríkjunum og þá hafa 2,351 manns látist af völdum CO­VID-19 sam­kvæmt John Hop­kins rann­sóknar­há­skólanum.