Nú þegar norðan­áttin er farin að gefa eftir nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfir­borðinu en kaldasti tíminn verður þó ekki fyrr en í fyrra­málið. Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands.

„Lægstu töl­urn­ar verða lík­­lega inn til lands­ins og þá einna helst á Norður­landi og kæmi ekki á ó­vart að sjá mæla skríða und­ir 20 stig­in.

Nær strönd­inni ætti hita­­stigið að vera 3 til 7 stig og jafn­vel gæti hit­inn kom­ist upp að frost­­marki í Vest­manna­eyj­um. Til sunnu­­dags dreg­ur úr frosti um landið vest­an­vert en á­fram verður kalt fyr­ir aust­an,“ segir í hug­leiðingunum.

Veður­spá á landinu næstu daga:

Á sunnu­dag:
Aust­læg eða breyti­leg átt, 3-10 m/s og dá­lítil él vestan­til, en annars bjart með köflum. Frost 1 til 6 stig, en 5 til 10 stig norð­austan­lands.

Á mánu­dag og þriðju­dag:
Á­fram fremur hægar breyti­legar eða aust­lægar áttir með dá­lítilli snjó­komu um landið vestan­vert, en skýjað að mestu og úr­komu­lítið annars staðar. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frost­laust við suð­vestur­ströndina.

Á mið­viku­dag:
Vaxandi austan­átt með slyddu eða snjó­komu syðst á landinu. Rigning sunnan- og vestan­til eftir há­degi og frost­laust um mest allt land undir kvöld.

Á fimmtu­dag:
Út­lit fyrir milda suð­aust­læga átt með dá­lítilli úr­komu um landið sunnan- og austan­vert.