Í dag er spáð vestlægri átt 5 til 15 metrar á sekúndu, hvassast norðaustan til. Víða dálítil væta en yfirleitt þurrt fyrir austan. Þá lægir heldur í kvöld.

Hiti verður á bilinu 9 til 18 stig og hlýjast austan til.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að á morgun, fimmtudag, er mun hægari suðvestanátt. Skúrir um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt að kalla í öðrum landshlutum.

Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir, en fer að rigna suðvestan til um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Á föstudag:

Vestlæg átt, 3-10 m/s og víða dálítil rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti víða 9 til 14 stig.

Á laugardag:

Hæg vestlæg eða suðvestlæg átt og skýjað með köflum, en sums staðar væta við ströndina, einkum sunnan- og vestantil. Milt veður.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir hæga vinda og lengst af þurrt. Áfram milt veður.