Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3 til 10 metrum á sekúndu og úrkomulítið, en dálítil rigning norðvestan til fram á morguninn og allvíða skúrir á landinu síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig í dag, hlýjast á Austurlandi.

Á morgun er spáð austan strekkingin syðst á landinu, annars hægari vindur. Skúrir, einkum eftir hádegi, en sums staðar þoka við norður- og austurströndina.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en austan 8-13 syðst. Allvíða skúrir, einkum eftir hádegi, en sums staðar þokuloft við norðurströndina. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig að deginum.

Á fimmtudag:

Vaxandi austlæg átt, 5-13 m/s seinnipartinn, en 13-18 við suðurströndina. Skýjað en úrkomulítið, hiti 8 til 16 stig.

Á föstudag:

Norðaustan og austan 8-13, en allhvass vindur á Suðausturlandi fram eftir degi. Bjart með köflum vestanlands, rigning suðaustantil og dálítil væta um tíma í öðrum landshlutum. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á laugardag:

Norðlæg átt og dálítil rigning með köflum norðan- og austanlands. Bjart veður um landið suðvestanvert, en stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, svalast við norðausturströndina en hlýjast suðvestanlands.

Á sunnudag (sjómannadagurinn):

Norðlæg átt, skýjað og dálítil rigning norðaustanlands, en bjart með köflum sunnanlands. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á mánudag:

Útlit fyrir sunnanátt með rigningu vestantil á landinu.