Gera má ráð fyrir hægri breytilegri átt í dag, 5 til 10 metrum á sekúndu, og víða dálítilli rigningu eða súld en eftir hádegi verður úrkoman skúrakenndari. Hiti verður 9 til 17 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.

Suðaustan kaldi og dálítil rigning við suðvesturströndina í fyrramálið en í öðrum landshlutum verður áframhaldandi hægviðri og skúrir, er segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á miðvikudag er svo útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt með rigningu um landið sunnan- og vestanvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en úrkomulítið SA-til. Hiti 8 til 16 stig yfir daginn, svalast NV-lands.

Á miðvikudag: Suðaustan 5-10 og rigning, en þurrt að kalla A-lands framan af degi. Hiti 7 til 14 stig.

Á fimmtudag og föstudag: Breytileg átt 5-13, en sums staðar allhvass vindur við ströndina. Rigning og hiti 6 til 12 stig, en lengst af úrkomulítið og heldur hlýrra NA-til.

Á laugardag: Norðan 8-13 m/s. Skúrir og hiti 4 til 9 stig, en bjartviðri og hiti 10 til 15 stig sunnan heiða.

Á sunnudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt með skúrum um landið N-vert.