Veður

Allt að tæmast í fjöldahjálparstöð Rauða krossins

​Um 50 manns voru í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins þegar mest var í dag. Viðbragðshópur Rauða krossins og Björgunarsveitin Kjalar aðstoðuðu mannskapinn.

Slæm færð var við fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Kjalarnesi í dag. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjálfboðaliða Rauða krossins við að koma vistum á staðin.

Um 50 manns voru í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins þegar mest var í dag í Klébergsskóla á Kjalarnesi í dag. Viðbragðshópur Rauða krossins og Björgunarsveitin Kjalar aðstoðuðu mannskapinn sem samanstóð bæði af ferðamönnum og Íslendingum. „Það var slatti af fólki sem voru veðurteppt því allt er búið að vera lokað, það varð úr að við opnuðum þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Björgunarsveitin Kjalar aðstoðaði svo sjálfboðaliða úr viðbragðshópi Rauða krossins að koma vistum á réttan stað. Að sögn Brynhildar stendur ekki til að opna fleiri fjöldahjálparstöðvar í dag en Rauði krossinn sé að sjálfsögðu öllu viðbúinn. 

Hörður Bragason er í viðbragðshópi Rauða krossins og var staddur í Klébergsskóla í dag. Að sögn Harðar samanstóð hópurinn af Íslendingum og ferðamönnum sem voru á ferðinni og gekk allt vel fyrir sig. Upp úr hálf fjögur var farið að tæmast þar og fólk farið að komast leiðar sinnar. „Það er bara allt að verða fámennt en það var mjög blint á vegunum svo við vitum ekki alveg hvað tekur til.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Strætó ekki á áætlun í dag

Veður

Átta bíla árekstur á Reykjanesbraut

Veður

Fylgstu með óveðrinu ganga yfir landið

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing