Gríðarleg spenna er í Laugardalshöll þar sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur nú landsfund. Kosning í formannssætið er lokið en atkvæði verða nú talin.

Þeir Bjarni Bendiktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson keppast um sætið og er mjótt á munum á milli þeirra. Kosningabaráttan hefur verið nokkuð hörð enda eftir miklu að sælast því formaður mun leiða Sjálfstæðisflokkin í næstu þingkosningum.

Landsfundarfulltrúar fengu auðan miða til að skrifa nafn þess sem þeir vilja sjá sem formann Sjálfstæðisflokksins. Síðan er miðunum safnað saman og talning hefst.

Ef mjög jafnt er á munum þurfi hugsanlega að telja aftur. 

Vænta má niðurstöðu úr kjörinu á næstu mínútum að sögn Birgis Ármanssonar, forseta Alþingis.

Bjarni Bendiktsson hefur þegar gefið það út að verði hann ekki kosinn formaður muni hann að öllum líkindum hætta í stjórnmálum.

Óvíst er hver framtíð Guðlaugs Þórs er innan flokksins verði hann ekki kjörinn og því mikil spenna að sjá hver niðurstaðan verður.