Innlent

Allt að 75 flótta­menn hingað til lands á næsta ári

Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstum hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenýa.

Frá móttöku flóttamanna á Bessastöðum í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór

Ríkis­stjórnin tók í dag á­kvörðun um mót­töku allt að 75 flótta­manna á næsta ári, að stærstum hluta Sýr­lendingum sem staddir eru í Líbanon, en einnig hin­segin flótta­mönnum og fjöl­skyldum þeirra sem nú eru í Ke­nýa. 

Í til­kynningu frá vel­ferðar­ráðu­neytinu segir að á­kvörðunin byggist á til­lögum flótta­manna­nefndar í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu þjóðanna. 

Þetta er í fjórða sinn sem stjórn­völd taka á móti sýr­lensku flótta­fólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015. Þá er þetta í þriðja sinn sem tekið er á móti hin­segin flótta­fólki.

Næstu skref vegna á­formaðrar mót­töku flótta­fólks hér á landi verða að upp­lýsa Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu þjóðanna um á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar. Stofnunin leggur í fram­haldi af því fram upp­lýsingar um þá ein­stak­linga sem hún telur koma til greina að bjóða til Ís­lands og verður unnið úr þeim upp­lýsingum hér á landi, meðal annars með að­komu Út­lendinga­stofnunar. 

Þegar fyrir liggur hverjum verður tekið á móti og þar með upp­lýsingar um sam­setningu hópsins, aldur, fjöl­skyldu­sam­setningu og fleira tengt að­stæðum þeirra og þörfum, semur vel­ferðar­ráðu­neytið við til­tekið sveitar­fé­lag eða sveitar­fé­lög um mót­töku fólksins. 

Þá segir að Sýr­lendingar séu fjöl­mennastir í hópi fólks á flótta í heiminum sem er í þörf fyrir al­þjóð­lega vernd og að staða hin­segin fólks í Afríku sé við­kvæm vegna út­breiddra for­dóma. 

Flótta­manna­stofnun Sam­einuðu þjóðanna skil­greinir nú alls 19,9 milljónir manna sem flótta­fólk og á­ætlar stofnunin að af þeim séu 1,4 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vekja at­hygli á því sem gerist bak við luktar dyr slátur­húsa

Innlent

Leggjum á­herslu á hafið, lofts­lags­mál og vist­vænar orku­lausnir

Innlent

Brenndi rusl úr rúmdýnum í Varmadal

Auglýsing

Nýjast

Þúsundir flótta­manna við landa­mæri Mexíkó

Rússar vara Trump við afleiðingunum

Segir Hildi hafa verið kallaða „nettröll“ og „femínistatussu“

Krap á Holtavörðuheiði og hálka fyrir norðan

Hráki leiddi til átaka sem kostuðu 55 lífið

Rúðan í vél Icelandair var krosssprungin

Auglýsing