Bilun varð nú síð­degis hjá sím­fyrir­tækjum á landinu. Sam­kvæmt upplýsingum frá Þuríði Björg Guðnadóttur, framkvæmdastjóra NOVA, varð bilunin vegna búnaðar hjá Farice.

Samkvæmt upphaflegum upplýsingum Fréttablaðsins frá NOVA hafði bilunin áhrif á viðskiptavini fleiri símfyrirtækja. Miðað við upplýsingar frá Símanum og Hringdu varð engin bilun á símaþjónustu fyrirtækjanna.

Þó nokkur dæmi eru um að net hafi dottið út hjá fólki bæði heima fyrir sem og á far­símum nú síðdegis. Samkvæmt Þuríði Björg olli bilunin truflunum á netsambandi í 5-7 mínútur.

Allt virkar nú sem skyldi og geta viðskiptavinir nýtt alla þjónustu. Ein­hver um­ræða var um bilunina á sam­fé­lags­miðlum og ljóst að bilunin náði til fjölda lands­manna.

Frétt uppfærð. kl. 18:13.