Breskur maður lést á E­verest fjalli fyrr í dag. Alls eru þá tíu látin á fjallinu á þessu ferða­tíma­bili þessum hæsta tindi heims. Maðurinn sem lést hét Robin Haynes Fisher og var 44 ára. Hann varð veikur og lést að­eins 150 metrum frá toppi fjallsins.

„Leið­sögu­mennirnir okkar reyndu að hjálpa en hann lést stuttu seinna,“ sagði Murari Sharma hjá E­verest Parivar Expedition, en það er fyrir­tækið sem Fisher ferðaðist með.

Annar maður lést á fjallinu í gær föstu­dag í tjaldinu sínu eftir að hann hafði snúið aftur eftir að hann hafði náð á topp fjallsins. Fleiri hafa látist á fjallinu í vikunni. Einn frá Ind­landi, einn frá Nepal, einn frá Austur­ríki og einn Banda­ríkja­maður. Þá stendur enn yfir leit að írskum manni sem talinn er hafa fallið af fjallinu í síðustu viku.

Gagnrýnd fyrir að gefa út of mörg leyfi

Greint er frá því um­fjöllun breska ríkis­út­varpsins um málið að yfir­völd í Nepal hafi verið gagn­rýnd fyrir að gefa út 381 leyfi til að ganga upp fjallið þetta vorið. Hvert leyfi kostar 11 þúsund dollara sem sam­svarar um 1,3 milljónum ís­lenskra króna. Að­stæður á E­verest hafa verið verri í ár en áður og hafa göngu­menn haft stuttan tíma til að komast á toppinn vegna mjög sterkra vinda. Sam­hliða því að fleiri deyja á fjallinu hefur verið kallað eftir því að færri leyfi verði gefin út. Talið er að fleiri muni klífa fjallið á þessu ári, en þá var nýtt met slegið þegar 807 náðu að hæsta tindi fjallsins.

Greint hefur verið frá því víða að of margir séu á fjallinu og að raðir hafi myndast nærri toppi fjallsins. Myndinni hér að ofan af toppi fjallsins var dreift víða í vikunni á sam­fé­lags­miðlum en þar má sjá langa röð göngu­manna.

Greint er frá á BBC.