Alls greindust 66 manns með kórónu­veiruna sem veldur CO­VID-19 sjúk­dómnum innan­lands í gær. Er það fækkun milli daga en 103 greindust með veiruna í gær. Aðeins einn þeirra sem greindist í gær var í sóttkví við greiningu.

Þá eru 14 inniliggjandi á spítala með COVID-19 þar af liggja 3 á gjörgæslu. Alls voru 18 inniliggjandi í gær þar af 3 á gjörgæslu

Alls voru tekin 1945 einkennasýni tekin á Íslandi í gær og reyndust því um 3,39% þeirra sem voru með einkenni vera með veiruna.