Alls greind­ust 46 smit inn­an­lands í gær en það fjölg­að­i um rúm­leg­a 100 í sótt­kví en fækk­að­i um 20 ein­stak­ling­a í ein­angr­un. Færr­i eru á sjúkr­a­hús­i en í gær og að­eins er einn á gjör­gæsl­u.

Af þeim sem greind­ust voru að­eins 12 ból­u­sett og 34 ób­ól­u­sett, eða 74 prós­ent. 25 voru í sótt­kví eða 54 prós­ent. Tek­in voru um 3.300 sýni í gær.

Eitt virkt smit greind­ist á land­a­mær­un­um og er beð­ið eft­ir mót­efn­a­mæl­ing­u hjá þrem­ur sem komu til lands­ins.

Fréttin hefur verið uppfærð.