Samtals 27 prósent þjóðarinnar lásu Fréttablaðið í síðustu viku samkvæmt könnun frá Prósent.
Athyglisvert er hversu margir lásu Fréttablaðið í tölvutæku formi eða um 10 prósent. Er það veruleg aukning frá fyrra tímabili.Jafnt og þétt er aukið við útbreiðslu blaðsins og má því reikna með að það beri fyrir augu sífellt fleiri og að lestur aukist jafnt og þétt á næstunni.Nú er Fréttablaðinu dreift á um 150 stöðum í þar til gerðum blaðastöndum.
Á sama tíma hafa verið gerðar útlitsbreytingar á blaðinu og það aðlagað breyttu dreifingarkerfi þar sem margir kippa með sér blaði þegar verslað er og það lesið síðdegis eða um kvöld.Svör bárust frá 1.097 einstaklingum í úrtaki Prósent og var skiptingin nokkuð jöfn milli kynja.