Alls greindust 150 smit í gær, af þeim voru 147 innanlands. Alls voru 86 þeirra bólusettir. Um helmingur smitaðra var í sóttkví við greiningu.

Þrjú smit greindust á landamærunum, öll voru þau bólusett.

Tekin voru um 3.500 sýni í gær.

Alls liggja 19 sjúklingar inni á Landspítala vegna Covid-19. Meðalaldur þeirra eru 56 ár. Þrír eru á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél.

Alls eru 1.759 sjúklingar, þar af 552 börn, í Covid-göngudeild spítalans.

Nánar hér að neðan á covid.is.