Alls greindust 135 smit í gær, þar af eru níu á landa­mærunum og 126 smit innan­lands. Um helmingur smitaðra er bólu­settur og helmingur þeirra sem greindist var í sótt­kví við greiningu. Tekin voru um þrjú þúsund sýni.

Alls eru tæp­lega tvö þúsund í sótt­kví á landinu og um 1.500 í ein­angrun. Af þeim eru tæp­lega 500, eða þriðjungur, börn.

Á Land­spítala liggja nú 23 með Co­vid-19. Fjórir eru á gjör­gæslu og þrír þeirra í öndunar­vél.

Nánar hér að neðan á vef covid.is.