Í dag hreyfist all­kröpp lægð til norðurs skammt úti fyrir Aust­fjörðum og ríkir af þeim sökum norð­læg átt á landinu. Þetta kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á Veður­stofu Ís­lands.

Verður því hvasst um tíma undir Vatna­jökli, en annars mun mun hægari. Búast má við rigningu eða ls­yddu norðan-og austan­lands í dag og snjó­komu til fjalla, annars þurrt að mestu.

Vest­lægari vindar með kvöldinu og rofar þá til fyrir austan. Á morgun er lægðin komin upp undir Jan Mayen og snýst þá í vestan­áttir, yfir­leitt fremur hægar. Dá­lítil rigning eða slydda víða á landinu, en bjart veður suð­austan til. Fremur milt á sunnan­verðu landinu, en víða frost nyrðra. Á þriðju­dag er síðan von á næstu lægð með vaxandi norð­austan­átt og úr­komu á sunnan- og austan­verðu landinu.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á mánu­dag:
Vestan og suð­vestan 8-15 m/s, hvassast á an­nesjum. Slydda eða snjó­koma með köflum og dá­lítil rigning við S- og V-ströndina, en úr­komu­lítið A-lands. Hiti yfir­leitt 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.

Á þriðju­dag:
Hægt vaxandi norð­austan­átt, 10-18 m/s og snjó­koma eða slyddu með köflum seinni partinn, en rigning syðst. Lenst af úr­komu­laust NV-til. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frost­mark N- og A-lands.

Á mið­viku­dag:
Norð­austan 8-13 m/s og él, dá­lítil rignign eða slydda á SA-landi, en þurrt að kalla SV-til. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á fimmtu­dag:
Norð­læg átt og dá­lítil él, en bjart­viðir sunnan heiða. Heldur kólnandi veður.

Á föstu­dag:
Vaxandi suð­austan­átt með rigningu og hækkandi hita, en þurrt að mestu á N- og A-landi.

Á laugar­dag:
Út­lit fyrir breyti­legar áttir og milt veður með vætu í flestum lands­hlutum.