Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, gerir fast­lega ráð fyrir því að meðal þess sem hann muni leggja til við Svan­dísi Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra, verði til­laga um að tvö­föld skimun á landa­mærunum verði skylda fyrir alla far­þega, ó­líkt því sem nú er.

Þetta kom fram í út­varps­þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem Þór­ólfur var til við­tals. Þór­ólfur hefur áður viðrað á­hyggjur sínar af því að skimunin nú sé einungis val­kvæð, það er að segja að far­þegar geti valið sótt­kví fram yfir skimun.

Nýtt fyrir­komu­lag vegna sótt­varna á landa­mærum tekur gildi þann 1. desember næst­komandi en ó­víst er nú hvernig því verður háttað.

„Landa­mæra­verðir hafa talað um að það sé í mörgum til­fellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvö­földu skimun. Fólk sé kannski að velja fjór­tán daga sótt­kví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjór­tán daga sótt­kví.

Í því felst á­hættan, sér­stak­lega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent far­þega eru smitaðir,“ segir Þór­ólfur. „Ég hef lagt á það á­herslu og mun leggja það til senni­lega við ráð­herra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvö­falda skimun út af þessu.“

Þá var Þór­ólfur jafn­framt spurður út í stöðu far­aldursins nú. Endan­legar tölur hafa ekki borist honum vegna dagsins í dag. Það sé hins­vegar á­nægju­legt að tölur fari hægt og bítandi niður.