Angjelin Stark Merkaj játaði einn að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í 13. febrúar síðastliðnum, við þingfestingu Rauðagerðismálsins í morgun. Hann sagðist hafa verið einn að verki. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í málinu en utan Angeljins neituðu allir sök.

Yfirlýsing kom frá Claudia Sofia Coelho Carvahlo, unnustu Angjelin, sem segist saklaus. Murat Selivrada sem var einn mættur í þingsal neitaði sök og einnig Shpetim Qerimi sem mætti gegnum fjarfundarbúnað frá Hólmsheiði.

Málinu hefur nú verið frestað til 13. september næstkomandi þegar aðalmeðferð fer fram í málinu.

Skotinn til bana fyrir utan heimili sitt

Lög­reglu barst til­kynning um slasaðan mann fyrir utan hús númer 28 í Rauða­gerði, rétt fyrir mið­nætti 13. febrúar síðast­liðins. Maðurinn var úr­skurðaður látinn eftir flutning á slysa­deild. Nokkur skot­för mátti sjá líki mannsins, sem lög­reglu hafi þótt benda til mann­dráps af á­setningi. Krufning leiddi síðar í ljós að Armando var skotinn níu skotum í búk og höfuð með 22 kali­bera skot­vopni.

Við upp­haf rann­sóknar lög­reglu vaknaði vaknað grunur um að málið tengdist ein­hvers­konar upp­gjöri milli brota­hópa hér á landi, bæði er­lendum og ís­lenskum.

Tólf voru hand­teknir vegna málsins á fyrstu stigum rann­sóknarinnar og tveir til við­bótar síðar.

Angjelin Mark Sterkaj játaði í mars að hafa skotið hinn látna til bana en þeir eru báðir af albönskum upp­runa.

Fjórtán sakborningar í málinu um tíma

Um tíma höfðu fjór­tán manns réttar­stöðu sak­bornings í málinu, af ellefu þjóð­ernum Um var að ræða fólk frá Ís­landi, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Albaníu, Eist­landi Serbíu, Lett­landi, Hvíta-Rúss­landi og Litháen. Sam­vinna brota­hópa af svo mörgum þjóð­ernum sé ó­venju­leg, í saman­burði við hin Norður­löndin.

Farið var í á annan tug húsleita við rannsókn málsins og leitað var í húsum, í bílum og á víða­vangi.

Lagt hafi verið hald á ýmsa muni, þar á meðal sím­tæki, tölvur, skot­vopn og skot­færi. Auk þess liggi fyrir fram­burður fjölda vitna og upp­lýsingar sem aflað hafi verið úr öryggis­mynda­vélum, sím­tækjum og tölvum.

Skot­vopnið sjálft fannst ekki fyrr en rúmum mánuði eftir að morðið var framið, í sjó í ná­grenni höfuð­borgar­svæðisins.