Allir farþegar Boeing 737 Max farþegaþotu Ethiopian Airlines létust þegar flugvélin hrapaði stuttu eftir flugtak frá höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa. Fólkið var frá 33 mismunandi þjóðum.

Alls voru 157 um borð, 149 farþegar og átta í áhöfn vélarinnar. Vélin hrapaði klukkan 8.44 á staðartíma, 5.44 á íslenskum tíma, sex mínútum eftir flugtak.

Forsætisráðherra og forseti Eþíópíu hafa báðir tjáð fjölskyldum hinna látnu samúð sína á Twitter.

Farþegaflugvélin var eins og áður segir af gerðinni Boeing 737 Max, og var splunkuný í flota Ethiopian Airways og var hún tekin í notkun fyrir aðeins fjórum mánuðum. Vélin er af sömu gerð og í mannskæðu flugslysi sem varð yfir eyjunni Jakarta í Indónesíu í október á síðasta ári. Í því slysi hrapaði flugvélin tólf mínútum eftir flugtak og allir um borð fórust.