Allir þeir ellefu ein­staklingar sem eru gjör­gæslu vegna CO­VID-19 eru býsna veikir og þá þurfa lang­flestir þeirra á að­stoð öndunar­vél að halda. Þetta kom fram í máli Páls Matthías­sonar, for­stjóra Land­spítalans, á blaða­manna­fundi al­manna­varna­deildar ríkislögreglustjóra og em­bætti land­læknis.

„Hugur okkar er hjá því fólki og að­stand­endum þeirra. Þetta er fólk núna frá fimm­tugs- upp í átt­ræðis­aldur. Þannig það er að koma yngra fólk líka og ég held að það sé brýning og á­minning um það að yngra fólk veikist líka al­var­lega. Það þurfa allir að fara var­lega,“ sagði Páll á fundinum.

Hann sagði fólk vera lengi á gjör­gæslu og á öndunar­vél sem væri ákveðin áskorun. Á fundinum í gær sagði Páll að enginn þeirra sem hefur þurft að­stoð öndunar­vélar hefur komist af henni það hefur ekki breyst í dag. „Við höfum ekki verið að ná fólki af öndunarvél ennþá,“ sagði Páll. Þeir sem fara á öndunarvél geta þurft að vera á henni í margar vikur.

Sam­kvæmt upp­færðum tölum á Co­vid.is eru 40 inni­liggjandi á spítala núna. Starfs­menn Land­spítalans í sótt­kví fer fækkandi en í dag voru 186 starfs­menn í sótt­kví. Páll sagði það mikið fagnaðar­efni. Í hádeginu í dag var ákveðið að taka hluta af gjör­gæslunni á Hring­braut undir CO­VID-19, ef þess þarf. Nú þegar eru þrjár deildir á Land­spítalanum í Foss­vogi undir­lagðar fyrir CO­VID-19.

„Þetta fólk er ó­missandi og hamast nótt við nýtan dag“

Páll nýtti loka­orð sín á fundinum til að hrósa starfs­fólki Land­spítalans. „Það er allt frá­bært og er að vinna ó­trú­lega vinnu,“ sagði Páll. Hann hrósaði einnig starfs­fólki Landa­kots sem hefur þurft að bregðast skjótt við breyttum vinnu­að­stæðum og „sýnt æðru­leysi við erfiðar að­stæður.“

Hann hrósaði síðan starfs­fólki á gjör­gæslunni, starfs­fólkinu á CO­VID-göngu­deildinni en bað fólk um að gleyma ekki öllum hinum sem starfa á spítalanum. „. Á bak við þessa hundruð starfs­manna sem eru í vinnu á þessum deildum og einingum sem hér nefnt er mörg þúsund manns að sinna öðrum sjúk­lingum og nauð­syn­legum rekstri. Það er fólk í mat­sölu og þrifum, sem er mjög flókin núna, þrifin og þurfa mikla natni. Við­hald og rekstrar­þjónustan þar sem við erum stans­laust að breyta og um­turna okkar hús­næði til að bregðast við breyttu hlut­verki,“ sagði Páll. „Þetta fólk er ó­missandi og hamast nótt við nýtan dag til að halda mörg þúsund manna vinnu­stað gangandi.“