Álf­heimar, leik­skóli á Sel­fossi, verður lokaður á morgun eftir að smit kom upp hjá starfs­manni. Frá þessu er greint á Face­book síðu sveita­fé­lagsins Ár­borgar.

Þar segir að allir starfs­menn skólans séu nú í sótt­kví og bíði þess að fara í CO­VID próf.

Þá segir enn­fremur að nánari upp­lýsinga til for­eldra þeirra barna sem þurfi að fara í sótt­kví vegna þessa verði komið til þeirra eins fljótt og kostur er.