Skimun á landa­mærum verður skylda frá og með deginum í dag. ekki verður hægt að velja sótt­kví í stað sýna­töku nema um læknis­fræði­legar á­stæður sé að ræða. Í til­kynningu segir að í ljósi al­var­legrar stöðu far­aldursins víða um heim verður nú­verandi fyrir­komu­lag sótt­varna á landa­mærunum með tvö­faldri skimun og 5 til 6 daga sótt­kví á milli fram­lengt til 1. maí. Frá þessu er greint í til­kynningum frá stjórnar­ráðinu en þetta var á­kveðið á fundi ríkis­stjórnarinnar í morgun.

Í til­kynningu segir að það sé mat sótt­varna­læknis að það sé hætt sé við því að smit leki gegnum varnir á landa­mærum, sér­stak­lega hjá þeim sem velja 14 daga sótt­kví í stað sýna­töku.

„Það er sér­lega brýnt nú að stemma stigu við slíku vegna þeirrar fyrir­sjáan­legu og af­mörkuðu hættu sem stafar af nýju af­brigði veirunnar sem í­trekað hefur greinst hjá sýktum ein­stak­lingum á landa­mærum. Gjald­frjáls skimun hefur ekki leitt til þess að fækkað hafi nægjan­lega í hópi þeirra sem velja 14 daga sótt­kví í stað skimunar,“ segir í til­kynningunni.

Gjaldfrjáls skimun gekk ekki

„Við reyndum í fyrstu lotu að prófa það [gjald­frjálsa skimun, inn­sk. blm]. Þó þetta sé lítill hópur þá haga verið brögð að því að sótt­kví hafi verið brotin og þegar við sjáum svona mikla aukningu á stöðunni varðandi þetta al­var­lega af­brigði af veirunni í kringum okkur og fleiri smit sem eru að greinast á landa­mærum þurfum við að grípa til þessa,“ segir Svandís.

Hættan virðist vera meira á landa­mærum núna en innan­lands?

„Já, það virðist vera. Við erum að fá mjög góðar tölur innan­lands og það er til mikils að vinna að halda í þann árangur. Þannig að þetta varð á­kvörðunin. Hún er til­tölu­lega ein­föld og tekur gildi í dag við undir­ritun og birtingu,“ segir Svan­dís.

Komu­far­þegar sem geta fram­vísað gildu vott­orði sem sýnir fram á að CO­VID-19 sýking sé af­staðin eru á­fram undan­þegnir sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum og það sama mun gilda um komu­far­þega sem geta fram­vísað gildu bólu­setningar­vott­orði.

Vonir standa til þess að á næstu mánuðum muni bólu­setning smám saman draga úr þeirri hættu sem af far­aldrinum stafar sam­hliða því sem sótt­varna­að­gerðum ríkja verður á­fram beitt til að sporna gegn út­breiðslu veirunnar. Því verður fyrir­komu­lag sótt­varna á landa­mærum endur­skoðað, mánaðar­lega, og þá einkum til rýmkunar, eftir því sem að­stæður leyfa.

Hægt er að kynna sér tilkynningu hér.

Allir þurfa að fara í tvöfalda skimun við komu til landsins frá og með deginum í dag.
Fréttablaðið/Valli

Litakóðunarkerfi 1. maí

Einnig var í dag til­kynnt að þann 1. maí munu verða tekin var­færin skref til af­léttingar sótt­varnar­að­gerða á landa­mærum sem taka munu mið af á­standi far­aldursins á brott­farar­stað komu­far­þega. Frá og með 1. maí verður þá byggt á reglu­lega upp­færðu á­hættu­mati Sótt­varnar­stofnunar Evrópu og ríki flokkuð í græn, appel­sínu­gul, rauð og grá eftir stöðu far­aldursins.

„Lita­kóðunar­kerfið og það sem tekur gildi 1. maí snýr að fram­tíðar­fyrir­komu­lagi,“ segir Svan­dís.

Og það er kannski í takt við það sem fólk hefur kallað eftir með fyrir­sjáan­leika?

„Já, það er for­sætis­ráð­herra sem leggur það fram í sínu sam­þættingar­hlut­verki,“ segir Svan­dís.

Hægt er að kynna sér það nánar hér.