Þór­ólfur Guðna­son segir tölur gær­dagsins kunna að skýrast af því að tekin voru tölu­vert fleiri sýni í gær en í fyrra­dag. Hann vonar að það sé skýringin frekar en að far­aldurinn sé að sækja í sig veðrið.

Svo er það gjarnan þannig að fólk drífur sig ekki í sýna­tökur um helgar að sögn Þór­ólfs. „En við eigum alltaf von á sveiflum á milli daga en að sjálf­sögðu vona ég að þetta sé ekki byrjunin á ein­hverri á­fram­haldandi upp­sveiflu.“

Smitþreytan skiljanleg en vírusinn enn vandamál

Að­spurður segist Þór­ólfur hafa orðið var við það að margir séu orðnir nokkuð dofnir fyrir fréttum af smit­tölum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það eru allir orðnir nokkuð leiðir á þessum tölum,“ segir sótt­varna­læknir.

„En það þýðir lík­lega ekki að ræða það,“ segir Þór­ólfur og minnir á að veiran fer ekki neitt þó hún sé rædd minna. „En við höfum náttúru­lega slakað á frétta­flutningi veru­lega og ég held að það sé í góðu lagi á meðan á­standið er svona innan skap­legra marka og þá þarf kannski ekki að velta fyrir sér ein­staka tölum á hverjum degi,“ segir Þór­ólfur.

„En vanda­málið er hins­vegar enn til staðar og það er enn veikt fólk að leggjast inn á spítalann, og ef við fáum meiri út­breiðslu eins og í ágúst gæti þetta orðið að meira vanda­máli. En ég held við getum nú alveg slakað á því að tala um þetta á hverjum degi.“

Fleiri fyrir­spurnir um mót­efna­mælingar

Þór­ólfur segir að fleiri fyrir­spurnir berist yfir­völdum nú um mót­efna­mælingar. Þór­ólfur segist gjalda var­hug við mælingunum.

„Við viljum vara fólk við túlkunum á þessum mælingum. Í fyrsta lagi greina ekki öll próf hvort mót­efnin sé af völdum bólu­setningar eða sýkingar og í öðru lagi er ekki hægt að túlka niður­stöðuna ná­kvæm­lega um hvort verndin sé mikil eða lítil bara út frá mót­efnum,“ segir Þór­ólfur.

„Við vitum hins­vegar að það eru fleiri sem hafa fengið CO­VID án þess að veikjast og jafn­vel vita ekki af því. Við vitum hins­vegar ekki hvað sá hópur er stór. Auð­vitað getur það komið flatt uppp á fólk en ég vil hvetja fólk til þess að vera ekkert endi­lega að fara í mót­efna­mælingu,“ segir hann.

„Það er mjög erfitt að túlka hana og þess vegna er alveg eins gott að sleppa því að fara í þessa mælingu.“