Ný sumar­her­ferð á vegum Jafn­réttis­ráðu­neytis Spánar hvetur konur sem hafa á­hyggjur af því hvernig líkami þeirra lítur út til að fara á ströndina. „Sumarið er okkar líka,“ er slag­orð her­ferðarinnar.

„Allir líkamar eru strand­líkamar,“ sagði fé­lags­mála­ráð­herra Spánar þegar her­ferðin var sett af stað.

Yfir­maður kvenna­stofnunar Spánar sagði að líkam­legar væntingar til kvenna hefði ekki einungis á­hrif á sjálfs­á­lit kvenna, heldur neitaði það þeim réttindum þeirra einnig.

Kvenna­stofnunin, sem kom her­ferðinni á lag­girnar, segir her­ferðina vera gerða til þess að sýna að allir líkamar eru jafn­gildir. Því inni­heldur ein aðal mynd her­ferðarinnar fimm konur sem njóta sín á ströndinni.

„Í dag skálum við fyrir sumri fyrir alla, án staðal­í­mynda og fagur­fræði­legs of­beldis gegn líkama okkar,“ segir í her­ferðinni. Því ættu konur að njóta sumarsins hvar og með hverjum sem þær vilja.

Her­ferðin hefur vakið at­hygli en það eru þó ekki allir sáttir með hana.

Margir hafa viljað að her­ferðin væri stækkuð, svo að karlar yrðu teknir inn í hana. Leið­togi vinstri­flokks á Spáni sakaði einnig ríkis­stjórnina á Spáni um að búa til vanda­mál þar sem vanda­mál var ekki til fyrir.