Allir 28 far­þegar flug­vélarinnar sem brot­lenti ná­lægt Kamchatka í austur­hluta Rúss­lands létust í slysinu, rúss­neskir fjöl­miðlar hafa það eftir björgunar­mönnum á vett­vangi.

Flug­vélin var í á­ætlunar­flugi frá Petropa­vlovsk-Kamchat­sky, höfuð­borg ríkisins til bæjarins Palana sem er í 700 kíló­metra fjar­lægð, þegar hún brot­lenti á bjargi.

Um borð í vélinni voru 22 far­þegar og sex á­hafnar­með­limir en meðal far­þega var bæjar­stjóri Palana, Olga Mok­hireva. Að sögn rann­sak­enda voru báðir flug­menn vélarinnar ölvaðir þegar slysið átti sér stað.

Flug­mála­yfir­völd í Rúss­landi stað­festu að slysstaður flug­vélarinnar hafi fundist efir að björgunar­þyrlur voru sendar á vett­vang og björgunar­sveitir gerðar út til að leita að flug­vélinni á jörðu niðri.

Veður­skil­yrði voru að sögn slæm þegar flug­vélin brot­lenti og mikil þoka á svæðinu. Flug­vélin, sem var á vegum flug­fé­lagsins Kamchatka Avi¬ation Enterprise, var af gerðinni Antonov An-26 og hafði verið í notkun frá árinu 1982.

Frá björgunaraðgerðum rússneskra yfirvalda.
Fréttablaðið/Getty.