Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en allir fangaklefar fylltust á Hverfisgötu.

Lögregla þurfti margsinnis að hafa afskipti af fólki vegna óláta og slagsmála sökum mikillar ölvunar í miðbænum. Margir sem voru ósjálfbjarga sökum ölvunar þurftu aðstoð lögreglu.

Þrír einstaklingar voru handteknir í úthverfi Reykjavíkur á stolnum bíl. Öll voru þau undir áhrifum fíkniefna og voru vistuð í fangaklefa.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir víðs vegar um borgina, ýmist undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.

Einnig voru nokkrir handteknir vegna vörslu fíkniefna.

Lögreglan fékk nokkur útköll vegna hávaða í heimahúsum sem hélt vöku fyrir nágrönnum.