Þriðju­daginn 9. mars mun heilsu­gæslan bjóða öllum í­búum á höfuð­borgar­svæðinu sem eru fæddir 1942 eða fyrr, CO­VID-19 bólu­setningu í Laugar­dals­höllinni.

Boð um bólu­setninguna hafa verið send með SMS skila­boðum. Fólk er beðið um að fylgja tíma­setningu sem þar kemur fram.

Þetta kemur fram á vef heilsu­gæslunnar. Þeir sem eru á þessum aldri en hafa ekki fengið SMS skila­boð geta komið í Laugar­dals­höllina, milli kl. 9:00 og 15:00 fengið bólu­setningu.

„Allir eru beðnir um að mæta með skil­ríki og við minnum á grímu­skyldu. Bólu­sett er í axlar­vöðva og í al­mennu rými. Því biðjum við fólk um að koma klætt þannig að auð­velt sé að ná í stungu­staðinn. Gott er að vera í stutt­erma­bol innst klæða. Allir þurfa að bíða í 15 mínútur eftir að bólu­setning er gefin,“ segir á vef heilsu­gæslunnar