Allir þeir sem áttu þátt í stunguárásinni sem átti sér stað í gærkvöldi í miðbæ Reykjavíkur eru undir 20 ára aldri.

Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóni.

Árásin átti sér stað við Ingólfstorg og var einn aðili færður á sjúkrahús með talsverða áverka.

Þrír hafa verið handteknir og eru í haldi lögreglu eins og stendur.

Lögregla vildi ekki staðfesta aldur þess sem stunginn var en talið er mögulegt að sá aðili sé undir lögaldri.

Lögregla gaf nýverið út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum yfir auknum vopnaburði í miðbæ Reykjavíkur.