Mikið tjón varð á hlöðu prest­setursins í Ár­nes­hreppi á Ströndum og allar rúður brotnuðu í Finn­boga­staða­skóla í hreppnum í óveðrinu í gær. Skipt var um rúður í skólanum á seinasta ári.

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni virðist klæðning hlöðunnar hafa fokið öll af, auk þess sem ytra byrði hennar er mikið skemmt. Þetta er ekki eina tjónið á svæðinu, en eins og Fréttablaðið hefur greint frá skemmdist hús Ferðafélags Íslands mikið í veðrinu.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá skemmdirnar á Finnbogastaðaskóla.