Guð­laugur Þór Þórðar­son, utan­ríkis­ráð­herra, greindi frá því að fyrir næstu mánaða­mót gætu allar flug­leiðir til landsins verið lokaðar. Hann hvatti því Ís­lendinga er­lendis að snúa aftur heim sem allra fyrst enda flug­sam­göngur þegar tak­markaðar.

„Þeir Ís­lendingar sem hyggja á heim­komu þurfa að snúa heim strax, skrá sig í grunn borgara­þjónustunnar og hafa beint sam­band ef þeir verða stranda­glópar,“ sagði Guð­laugur á Face­book síðu sinni í dag.

Aukið álag á borgara­þjónustunni

Borgara­þjónustan veitir Ís­lendingum vernd og að­stoð í neyðar­til­fellum er­lendis og hefur haft í nægu að snúast síðustu daga. Á síðustu viku hefur þjónustan svarað um tvö þúsund erindum og miðlað upp­lýsingum til yfir níu þúsund manns sem skráðir eru í gagna­grunn borgara­þjónustunnar. Gagna­grunnurinn var tekin í notkun 25. febrúar síðast­liðinn vegna CO­VID-19 far­aldursins.

Þá hefur sam­komu­lag tekist milli Norður­landanna um enn frekara sam­starf um borgara­þjónustu til að hægt sé að koma þeim Norður­landa­búum til að­stoðar sem eiga á hættu að verða stranda­glópar.

„Nor­ræn sam­staða er ó­metan­leg, ekki síst við þessar for­dæma­lausu að­stæður og það er gott að finna að við erum öll sam­mála um það.“

Ýmis lönd hafa gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum og hafa flugfélög þurft að aflýsa fjölda ferða vegna COVID-19 farladursins.