Flug­mála­yfir­völd í Kína hafa fyrir­skipað flug­fé­lögum þar í landi að kyrr­setja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 eftir mann­skæða flug­slysið í Eþíópíu í gær, þar sem 157 létu lífið. 

Vélarnar eru 96 talsins í Kína og hafa flug­mála­yfir­völd krafist þess að þær verði allar kyrr­settar fyrir klukkan 18 á staðar­tíma í dag. 

Um er að ræða annað skiptið sem vél af gerðinni Boeing 737 MAX 8 hefur farist á undan­förnum fimm mánuðum. Hitt slysið varð þegar vél flug­fé­lagsins Lion Air fórst í Indónesíu með þeim af­leiðingum að 189 létust. 

Icelandair á þrjár þotur af gerðinni sem um ræðir. Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri rekstrar­sviðs fyrir­tækisins, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að fylgst væri grannt með stöðu mála. Ó­tíma­bært væri hins vegar að kyrr­setja vélarnar að svo stöddu. 

„Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitt­hvað kemur í ljós um á­stæður slyssins, en enn sem komið er engin á­stæða til að óttast þessar vélar,“ sagði Jens.