Erlent

Alþjóðlegu efna­vopna­stofnunin til Douma á morgun

Fulltrúar Alþjóðlega efnavopnastofnunarinnar komast til Douma í Sýrlandi á morgun til þess að kanna vettvang meintrar efnavopnaárásar.

Fréttablaðið/AP

Fulltrúar Alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komast til Douma á morgun til þess að rannsaka vettvang vegna ásakana um meinta efnavopnaárás. Vefur breska ríkisútvarpsins greinir frá þessu. 

Sérfræðingar stofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í gær en hafa enn ekki náð að komast á vettvang glæpsins. Rússar, sem eru miklir bandamenn sýrlenska stjórnarhersins, hafa gefið út þær upplýsingar að það sé vegna öryggismála. 

Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum á því að Rússar hafi fengið aðgang að svæðinu og gætu átt við sönnunargögn. Rússar hafa hafnað þessum ásökunum alfarið. 

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og aðrir sýrlenskir ráðamenn hafa fullyrt að engum efnavopnum hafi verið beitt þann 7. apríl og að öll gögn frá árásinni hafa verið fölsuð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sýrland

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Erlent

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Erlent

Rússar segja kærurnar gegn Butina falskar

Auglýsing

Nýjast

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Hand­tekinn fyrir brot á vopna­lögum og líkams­á­rás

Auglýsing