Erlent

Alþjóðlegu efna­vopna­stofnunin til Douma á morgun

Fulltrúar Alþjóðlega efnavopnastofnunarinnar komast til Douma í Sýrlandi á morgun til þess að kanna vettvang meintrar efnavopnaárásar.

Fréttablaðið/AP

Fulltrúar Alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komast til Douma á morgun til þess að rannsaka vettvang vegna ásakana um meinta efnavopnaárás. Vefur breska ríkisútvarpsins greinir frá þessu. 

Sérfræðingar stofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í gær en hafa enn ekki náð að komast á vettvang glæpsins. Rússar, sem eru miklir bandamenn sýrlenska stjórnarhersins, hafa gefið út þær upplýsingar að það sé vegna öryggismála. 

Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum á því að Rússar hafi fengið aðgang að svæðinu og gætu átt við sönnunargögn. Rússar hafa hafnað þessum ásökunum alfarið. 

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og aðrir sýrlenskir ráðamenn hafa fullyrt að engum efnavopnum hafi verið beitt þann 7. apríl og að öll gögn frá árásinni hafa verið fölsuð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Komu upp um þurr­mjólkursmygl

Erlent

Segir Pelosi að fara varlega

Erlent

Elsti maður heims látinn 113 ára

Auglýsing

Nýjast

Listamenn segja Seðlabankann vanvirða listina með púrítanisma

Vegagerðin „afturkallar“ óveðrið

Flestir læknar upp­lifa truflandi van­líðan og streitu

Tómas segir rafrettum beint að börnum

Hægt að skilja um­búðirnar eftir til endur­vinnslu

Stormur í aðsigi í dag: Ófærð og slæmt skyggni

Auglýsing