Erlent

Alþjóðlegu efna­vopna­stofnunin til Douma á morgun

Fulltrúar Alþjóðlega efnavopnastofnunarinnar komast til Douma í Sýrlandi á morgun til þess að kanna vettvang meintrar efnavopnaárásar.

Fréttablaðið/AP

Fulltrúar Alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar, OPCW, komast til Douma á morgun til þess að rannsaka vettvang vegna ásakana um meinta efnavopnaárás. Vefur breska ríkisútvarpsins greinir frá þessu. 

Sérfræðingar stofnunarinnar komu til Damaskus, höfuðborgar Sýrlands, í gær en hafa enn ekki náð að komast á vettvang glæpsins. Rússar, sem eru miklir bandamenn sýrlenska stjórnarhersins, hafa gefið út þær upplýsingar að það sé vegna öryggismála. 

Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum á því að Rússar hafi fengið aðgang að svæðinu og gætu átt við sönnunargögn. Rússar hafa hafnað þessum ásökunum alfarið. 

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands og aðrir sýrlenskir ráðamenn hafa fullyrt að engum efnavopnum hafi verið beitt þann 7. apríl og að öll gögn frá árásinni hafa verið fölsuð.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tyrkland

Segja að líkams­hlutar Khas­hoggi séu fundnir

Tyrkland

Segir morðið hafa verið skipu­lagt fyrir­fram

Umhverfismál

Örplast finnst í saur manna í fyrsta skipti

Auglýsing

Nýjast

Ör­vænting þegar bilaður rúllu­stigi þeytti fólki áfram

Jón leiðir sam­starfs­hóp gegn fé­lags­legum undir­boðum

Niður­staða á­frýjunar­nefndar til skoðunar hjá Isavia

Fundu muni hinnar látnu við handtöku

Aurus Arsenal er hærri gerð forsetabíls Putin

Heið­veig: „Aldrei gengið erinda stór­út­­gerðanna“

Auglýsing