Innlent

Al­þingi sam­þykkir ítarlega skýrslu um eftir­mála hrunsins

Alþingi hefur samþykkt stóra skýrslu um áhrif efnahagshrunið á ýmsa hópa samfélagsins. Í greinargerð um skýrsluna kemur fram að þó 10 ár séu frá hruni sé full ástæða að kanna hver staða fólks sé.

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók til máls á Alþingi í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Beiðni Þórunnar Egilsdóttur, þingmanns Framsóknar, um úttekt á stöðu ólíkra hópa fólks með tilliti til eigna- tekju- og atvinnustöðu tíu árum eftir hrun var samþykkt á Alþingi í dag. Beiðni um úttektina var beint til Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, og voru stuðningsmenn hennar úr röðum stjórnarflokkanna. 

Í greinargerð um efnið segir að ljóst sé að afleiðingar efnahagshrunsins hafi haft víðtæk áhrif á heimili landsmanna, en ekki liggi fyrir greining á stöðu þeirra einstaklinga sem leituðu sér aðstoðar vegna skulda og greiðsluvandans.

„Fjárhagsstaða margra versnaði mjög á árunum eftir hrun. Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað 1. ágúst 2010. Meginmarkmið þess er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í skulda- og greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf. Á þeim tíu árum sem nú eru liðin frá hruni hefur umboðsmaður skuldara veitt einstaklingum sem átt hafa í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð. Jafnframt buðu fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður upp á ýmis úrræði,“ segir í greinargerðinni.

Umfjöllunarefni skýrslunnar verða margvíslegn en þar er meðal annars stefnt á að fjalla um á hvaða samfélagshópa greiðslubyrðin í kjölfar hrunsins lagðist þyngst, hve margir hafi nýtt sér tiltæk úrræði fyrir einstaklinga í skulda og greiðsluvanda, stöðu þeirra sem leituðu til umboðsmanns skuldara og fleira. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heilsu­brestur hjá þeim sem töpuðu verulega í hruninu

Helgarblaðið

Hrunið: Sögur af fólki

Helgarblaðið

Ris og fall íslensku bankanna

Auglýsing

Nýjast

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Auglýsing