„Ung­linga­land­smót UMFÍ á Sel­fossi var al­gjört ævin­týri,“ segir Ómar Bragi Stefáns­son, fram­kvæmda­stjóri móta UMFÍ, um mótið sem var á Sel­fossi um helgina.

„Þátt­tak­endur skemmtu sér konung­lega á daginn í í­þrótta­keppni og hittu vini og vin­konur á geggjuðum tón­leikum öll kvöldin. Það var frá­bært að sjá fjöl­skyldur njóta þess að vera saman á þennan heil­brigða hátt alla helgina,“ segir Ómar.

Um 250 kepptu í köku­skreytingum og um tvo hundruð í strand­blaki og pílu­kasti. „Þetta kom okkur á ó­vart. Teljum fólk orðið sækja frekar í ó­venju­legar greinar en fót­bolta og körfu­bolta.“

Um 250 hress ungmenni kepptu í kökukreytingum á nýafstöðnu unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi.
Mynd/UMFÍ
Fyrirmyndabikarinn var afhentur við formlega athöfn á mótinu, en hann hlaut Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
Mynd/UMFÍ